Fréttir

8. ágúst 2022

Ný alþjóðleg herferð til varnar fordæma­lausri ógn við rétt­inum til mótmæla á heimsvísu

Fordæma­laus og vaxandi ógn steðjar að rétt­inum til að mótmæla um heim allan, að sögn Amnesty Internati­onal sem ýtir nýrri herferð úr vör í dag til að sporna gegn tilraunum stjórn­valda til að grafa undan þessum grund­vall­ar­rétti. Þessi alþjóð­lega herferð styður við herferð sem Íslands­deild Amnesty Internati­onal hóf í fyrra og ber heitið: Án mótmæla verða engar breyt­ingar.

Fordæma­laus og vaxandi ógn steðjar að rétt­inum til að mótmæla um heim allan, að sögn Amnesty Internati­onal sem ýtir nýrri herferð úr vör í dag til að sporna gegn tilraunum stjórn­valda til að grafa undan þessum grund­vall­ar­rétti. Þessi alþjóð­lega herferð styður við herferð sem Íslands­deild Amnesty Internati­onal hóf í fyrra og ber heitið: Án mótmæla verða engar breyt­ingar.

Réttur til að mótmæla

Herferð Amnesty Internati­onal, Án mótmæla verða engar breyt­ingar, vekur athygli á því að vernda þurfi friðsöm mótmæli, nauðsyn þess að standa með þeim sem eru skot­mark stjórn­valda og styðja hreyf­ingar sem berjast fyrir umbótum og mann­rétt­indum. Á sama tíma sæta jaðar­hópar mismunun og mæta enn frekari hindr­unum.

„Á undan­förnum árum höfum við orðið vitni að mörgum af stærstu mótmæla­hreyf­ingum síðustu áratuga. Black Lives Matter, MeToo og hreyf­ingar gegn lofts­lags­breyt­ingum hafa orðið millj­ónum einstak­linga um heim allan hvatning til að halda á götur úti eða á netið og krefjast jafn­réttis, rétt­lætis, rétt­arins til að afla sér lífs­við­ur­væris og þess krafist að bundið sé enda á kynbundið ofbeldi og mismunun. Annars staðar, hafa þúsundir einstak­linga risið upp gegn ofbeldi og morðum af hálfu lögreglu ásamt kúgun og undirokun ríkis­valdsins,“ segir Agnès Callamard aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

„Nánast undan­tek­ing­ar­laust hefur þessari bylgju fjölda­mót­mæla verið mætt með tálm­unum og ofbeldi af hálfu stjórn­valda. Í stað þess að greiða fyrir réttinn til að mótmæla ganga yfir­völd sífellt lengra í tilraun sinni til að takmarka þennan rétt.  Því ákváðu stærstu mann­rétt­inda­samtök í heimi, að hefja þessa herferð á þessum tíma­punkti. Það er kominn tími til að rísa upp gegn vald­höfum og minna þá á óafsal­an­legan rétt okkar til að mótmæla, tjá óánægju okkar og krefjast breyt­inga í samein­ingu á frjálsan og opin­beran hátt.“

Agnès Callamard aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Hertar aðgerðir

Fjöl­mörg aðkallandi mál, eins og lofts­lags­váin, vaxandi ójöfn­uður og ógn við lífs­við­ur­væri fólks, kerf­is­bundnir kynþátta­for­dómar og kynbundið ofbeldi, hafa ýtt enn frekar undir nauðsyn samstöðu­að­gerða. Ríkis­stjórnir hafa brugðist við með laga­setn­ingum þar sem ólög­mætar takmark­anir eru settar á réttinn til að mótmæla. Til að mynda var blátt bann sett á mótmæli í Grikklandi og á Kýpur þegar kórónu­veirufar­ald­urinn stóð sem hæst. Í Bretlandi inni­halda ný lög ákvæði sem veita lögreglu víðtæk völd, t.d.heimild til að banna „hávær mótmæli“. Frá árinu 2011 hefur legið bann við póli­tískum mótmælum í miðborg Dakar í Senegal sem útilokar mótmæli nærri öllum opin­berum bygg­ingum stjórn­valda.

Ríkis­stjórnir margra landa hafa í auknum mæli sett á neyð­arlög sem fyrir­slátt til að herða eftirlit með mótmælum. Þetta var áber­andi þegar kórónu­veirufar­ald­urinn stóð sem hæst, til að mynda í Taílandi. Í Lýðveldinu Kongó setti ríkis­stjórnin á neyð­ar­herlög sem veittu lögreglu og her gríð­arleg völd m.a. til að takmarka mótmæli í héruð­unum Ituri og Norð­ur-Kivu allt frá maí 2021.

Skrímslavæðing mótmælenda

Stjórn­völd víða um heim rétt­læta takmark­anir á mótmælum með þeim rökum að þau ógni alls­herj­ar­reglu og með því að draga upp mynd af mótmæl­endum sem „frið­arspillum“, „óeirð­ar­seggjum“ og jafnvel „hryðju­verka­fólki“.

Með því að skrímslavæða mótmæl­endur hafa stjórn­völd víðs vegar rétt­lætt nálgun sem sýnir mótmæl­endum enga vægð. Stjórn­völd hafa innleitt og misbeitt óljósri og grimmi­legri örygg­is­lög­gjöf, beitt þung­vopn­aðri löggæslu og gripið til marg­vís­legra aðgerða til að fæla fólk frá því að mótmæla. Þessi nálgun var sýnileg í Hong Kong þar sem þjóðarör­ygg­is­lög­gjöf og víðtækri skil­grein­ingu á „þjóðarör­yggi“ hefur verið beitt að geðþótta. Á Indlandi hefur ólög­mætri hryðju­verk­lög­gjöf og lögum um uppreisn­ar­áróður ítrekað verið beitt gegn mótmæl­endum og mann­rétt­inda­fröm­uðum.

Hervæðing lögreglu

Enda þótt stjórn­völd hafi lengi beitt hörku í löggæslu á mótmælum þá hefur harkan aukist enn frekar á undan­förnum árum. Skaða­minni vopnum, eins og kylfum, piparúða, tára­gasi, hand­sprengjum sem valda skyntrufl­unum, vatns­byssum og gúmmí­skotum hefur ítrekað verið misbeitt af örygg­is­sveitum og lögreglu.

Frá því upp úr alda­mótum hefur Amnesty Internati­onal skrá­sett aukna hervæð­ingu í viðbrögðum stjórn­valda við mótmælum, meðal annars með beit­ingu herafla og hergagna.

Í löndum eins og Síle og Frakklandi eru örygg­is­sveitir vel brynj­aðar frá toppi til táar og hafa sér til stuðn­ings bryn­varða bíla, herflug­vélar, eftir­lits­dróna, byssur og árás­ar­vopn, auk sérstakra hljóð­vopna sem geta valdið ógleði og skaðað heyrn.

Þegar uppreisn átti sér stað í Mjanmar í kjölfar vald­aráns árið 2021 beitti herinn ólög­mætu, banvænu afli gegn frið­sömum mótmæl­endum. Rúmlega 2000 mótmæl­endur hafa verið myrtir samkvæmt eftir­lits­að­ilum og ríflega 13.000 hand­teknir frá því að herinn tók við völdum í landinu.

Ójöfnuður og mismunun

Einstak­lingar sem sæta mismunun og búa við ójöfnuð á grund­velli kynþáttar, kyns, kynhneigðar, kynvit­undar, trúar, aldurs, fötl­unar, atvinnu, efna­hags­legri- eða félags­legrar stöðu verða fyrir meiri áhrifum vegna takmarkana á rétt­inum til að mótmæla og sæta harðari þving­unum en aðrir.

Konur og  hinsegin fólk sæta margs konar kynbundnu ofbeldi og jaðar­setn­ingu og félags­hættir og laga­setn­ingar hafa annars konar áhrif á líf þeirra. Í löndum eins og Súdan, Kólumbíu og Hvíta-Rússlandi hafa konur sætt kynferð­isof­beldi í kjölfar þátt­töku í mótmælum og í Tyrklandi hafa gleði­göngur verið bann­aðar í árafjöld.

„Herferð okkar kemur á hárréttum tíma. Stjórn­völd kapp­kosta að grafa undan þessum dýrmæta rétti okkar og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að berjast á móti þessari þróun. Fjöldi mótmæl­enda hefur verið myrtur á undan­förnum árum og að hluta til í nafni þeirra er brýnt að láta okkar eigin rödd heyrast núna og verja rétt okkar til tjá vald­höfum skoð­anir okkar með mótmælum, bæði á götum úti og á netinu.“

Agnès Callamard, aðal­fram­kvæmda­stjóri Amnesty Internati­onal.

Smelltu hér og kynntu þér rétt þinn til að mótmæla og taktu námskeiðið okkar endur­gjalds­laust.

Lestu einnig