SMS

5. maí 2022

Pakistan: Biðjum forsæt­is­ráð­herra Pakistans um hjálp við að finna Sajid Mehmood

Förum fram á að Sajid Mehmood verði leystur úr haldi eða upplýst verði um hvar honum er haldið. 

Sajid Mehmood, hugbún­að­ar­verk­fræð­ingur, hvarf frá heimili sínu í Islamabad fyrir sex árum. Fjöl­skylda Sajid varð vitni að því þegar hann var numinn á brott og hefur barist fyrir lausn hans síðan. Dóttir hans, Aymun, hefur skrifað um þrekraunir fjöl­skyld­unnar eftir hvarf hans. Aymun hefur skrá­sett allt sem fjöl­skyldan hefur þurft að ganga í gengum. 

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér.

Aðstæður fjöl­skyldu Sajid eru ekki eins­dæmi. Þvinguð brott­hvörf hafa verið algeng í Pakistan síðan á níunda áratugnum og eru enn.  

Þvinguð brott­hvörf eru glæpur samkvæmt alþjóða­lögum og brot á mann­rétt­indum. Binda verður enda á þessar grimmi­legu aðgerðir. Sameina verður fjöl­skyldur ástvinum sínum. 

Sms-aðgerðanetið krefst þess að Sajid Mehmood verði leystur úr haldi strax eða mál hans fari fyrir dóm.  

Lestu einnig