SMS

9. mars 2021

Pakistan: Kristið par á dauða­deild fyrir guðlast

Shagufta Kausar og Shafqat Emmanuel eiga yfir höfði sér aftöku fyrir að senda smáskilaboð á klerk sem túlkuð voru sem guðlast. Skila­boðin komu úr síma skráðum á þeirra nafn en parið hefur neitað allri sök. Þau hafa verið í haldi síðan 2013 og voru dæmd til dauða í apríl 2014. Áfrýjun í málinu átti að fara fyrir dómstól í apríl 2020 en var frestað vegna heims­far­ald­ursins.  

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Dómarar hafa yfir­gefið rétt­ar­salinn í bæði skiptin sem fyrir­taka áfrýj­unar í máli þeirra átti að fara fram vegna þess að þeir sögðu vinnu­tíma sínum væri lokið. Gögn Amnesty Internati­onal sýna  þetta sé algengt í málum þar sem fólk er dæmt fyrir guðlast. Dómarar víkja sér undan málinu þar sem þeir vilja ekki hreinsa nöfn þeirra ákærðu. Mál af þessu tagi geta tekið mörg ár í rétt­ar­kerfi Pakistan.

Lög um guðlast í Pakistan eru mjög óskýr og þeim fylgja þungar refs­ingar, jafnvel dauða­dómur. Þessi lög brjóta gegn alþjóða mann­rétt­inda­lögum. Dómarar eru beittir þrýst­ingi, þeim hótað og eiga sjálfir í hættu á að verða dæmdir fyrir guðlast ef þeir dæma þá ákærðu ekki seka.  

Lesa meira um lög um guðlast 

Amnesty Internati­onal fordæmir í öllum tilfellum dauðarefs­inguna án undan­tekn­inga.

SMSfélagar krefjast þess að Shafqat og Shagufta verði leyst úr haldi tafar­laust. 

Lestu einnig