SMS

29. nóvember 2022

Palestína: 1150 palestínu­búar eiga á hættu þvingaða brott­flutn­inga

Jamila og Muhammad Abu Sabha og sex börn þeirra eru á meðal 180 palestínskra fjöl­skyldna sem eiga á hættu þvingaða brott­flutninga frá Masafer Yatta, í suður­hluta Vest­ur­bakkans á hernumdu svæðum Palestínu.

Stefnt er að rífa niður níu þorp á svæðinu þar sem búa um  1150 palestínu­búar  og er helm­ingur íbúanna börn. Eftir 23 ára máls­með­ferð komst hæstiréttur Ísrael að þeirri niður­stöðu, þann 4. maí 2022, að brott­flutn­ing­arnir í Masafer Yatta eigi rétt á sér. Umsvif Ísra­els­hers á svæðinu hafa aukist frá niður­stöðu dómstólsins sem veldur ótta um niðurrif heimila sé yfir­vof­andi.

Kerf­is­bundnir þving­aðir brott­flutn­ingar af þessari stærð­ar­gráðu á hernumdum svæðum Palestínu er stríðs­glæpur og glæpur gegn mannúð.  

SMS-félagar krefjast þess að allar áætlanir um niðurrif palestínskra heimila Í Masafer Yatta verði stöðv­aðar án tafar.

Einnig er þess krafist að hætt verði við alla þvinguða brott­flutn­inga á hernumdum svæðum á Vest­ur­bakk­anum og að Ísrael hætti að brjóta á mann­rétt­indum Palestínubúa á hernumdu svæð­unum. 

Lestu einnig