Fréttir

10. maí 2019

Palestína: Ferða­mennska á land­töku­svæðum Ísraela

Fyrir­tæki eins og Airbnb, Booking.com, Expedia og TripA­dvisor eru með á skrá fjölda hótela, gisti­staða, ferða­mannastaða og skoð­un­ar­ferða á land­töku­svæðum Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu vitandi það að land­töku­svæði Ísraela eru ólögleg og stríðs­glæpur samkvæmt alþjóð­legum lögum.    

Berj­umst gegn ólög­legri land­töku í Palestínu og
gefum mann­rétt­indum 12 stig!

Sendu SMS með skila­boð­unum 12STIG í númerið 1900 
og
styrktu mann­rétt­ind­astarf Amnesty Internati­onal um 1200 kr.

Í nýrri skýrslu Amnesty Internati­onal, Dest­ination: Occupation, er sýnt hvernig netfyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu ýta undir mann­rétt­inda­brot.

Fyrir­tækin hafa vitn­eskju um að land­taka Ísraela hefur neikvæð áhrif á mann­rétt­indi mikils fjölda Palestínubúa. Þetta hefur verið ítar­lega skráð af Sameinuðu þjóð­unum og óháðum samtökum, þar með talin Amnesty Internati­onal og ýmis palestínsk og ísra­elsk samtök. 

Ísra­elsk stjórn­völd styðja einnig mark­visst við fyrir­tæki á ýmsum sviðum til þess að starfa á land­töku­svæð­unum í þeim tilgangi að viðhalda þeim og stækka. Undan­farin ár hafa þau í auknu mæli stutt við ferða­iðn­aðinn tengdum land­töku­svæðum. Það hefur leitt til þess að Palestínu­búar hafa verið þving­aðir af heim­ilum sínum og takmarkað mögu­leika þeirra til land­bún­aðar. 

Image result for airbnb logo

  • Ríflega 300 skrán­ingar á land­töku­svæðum Ísraels

Í nóvember 2018 tilkynnti fyrir­tækið að það myndi fjar­lægja 200 skrán­ingar á hernumda svæðinu á Vest­ur­bakk­anum en að auki voru 100 skrán­ingar í Austur-Jerúsalem. Í apríl á þessu ári var ákvörð­unin dregin til baka eftir hóplög­sókn ísra­elskra lögfræð­inga.

Image result for booking.com icon

  • 45 hótel og leigu­íbúðir á land­töku­svæðum Ísraels

Ein vinsæl­asta bókun­ar­síða fyrir gist­ingu í heim­inum. Amnesty Internati­onal fann 45 skrán­ingar á land­töku­svæðum, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.

Image result for expedia logo

  • 9 gisti­staðir

Expedia á og rekur bókun­ar­síðuna Expedia.com og Hotels.com. Á þessum síðum eru níu skrán­ingar á land­töku­svæð­unum, þar á meðal í Austur-Jerúsalem og fjögur stór hótel.

Related image

  • 70 skrán­ingar

70 skrán­ingar á ferða­manna­stöðum, ferðum, veit­inga­stöðum, kaffi­húsum, hótelum og leigu­íbúðum á land­töku­svæð­unum, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.

Alþjóðareglur og skyldur

Öll þessi fjögur fyrir­tæki segjast vinna eftir háum stöðlum byggðum á siðferð­is­legum gildum og að þau beri virð­ingu fyrir lögum. Það virðist sem að þessir staðlar hafi engin áhrif á ákvörðun fyrir­tækj­anna um skrá­setn­ingar frá land­töku­svæð­unum. Með því að eiga í viðskiptum við land­töku­svæðin eru þessi fjögur fyrir­tæki að stuðla að því að viðhalda, þróa og stækka ólögleg land­töku­svæði og á sama tíma hagnast á þeim. Auk þess er verið að koma land­töku­svæð­unum á fram­færi sem ferða­mannastað en það „normalíserar“ þau og gerir þau réttmæt í augum almenn­ings þrátt fyrir að vera ólögleg samkvæmt alþjóða­lögum.

Skyldur annarra ríkja vegna land­töku­svæða 

Öllum aðilumGenfarsamningnum, þar á meðal Ísrael og helstu viðskipta­ríki þess, ber skylda til að virða samn­inginn. Ríki mega ekki koma á fram­færi, styðja við eða leyfa fyrir­tækjum innan sinnar lögsögu að stunda viðskipti á land­töku­svæðum eða við gerendur á svæð­unum.  

Skyldan til að vernda mann­rétt­indi handan landa­mæra 

Öðrum ríkjum ber skylda til að vernda mann­rétt­indi gegn mögu­legum brotum af hálfu fyrir­tækja með því að hafa opin­bert eftirlit með þeim.

Ábyrgð­ar­skylda fyrir­tækja 

Leið­bein­andi megin­reglur Sameinuðu þjóð­anna um viðskipti og mann­rétt­indi (e. The UN Guiding Principles on Business and Human Rights) eru skýr með það að fyrir­tækjum ber skylda til að via alþjóðleg mann­úð­arlög. Ef fyrir­tæki gera sér grein fyrir því að þau eru að valda og stuðla að mann­rétt­inda­brotum og geta ekki komið í veg fyrir brotin ber þeim skylda að hætta allri tengdri starf­semi.  

Tillögur Amnesty International

Stjórn­völd á heimsvísu verða að grípa til aðgerða til að hafa eftirlit með fyrir­tækjum í sínu landi til að koma í veg fyrir þau eigi þátt í að efla hagkerfi land­töku­svæðanna. Stjórn­völd verða að grípa til aðgerða til að tryggja að netfyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, þar á meðal Airbnb, Booking.com, Expedia og TripA­dvisor, eigi ekki í viðskiptum við ísra­elskt land­töku­fólk og kynni ekki ferða­mennsku á land­töku­svæðum á hernumdu svæðum Palestínu. 

Airbnb, Booking.com, Expedia og TripA­dvisor verða að hætta að skrá gist­ingu, ferða­mannastaði og ferðir á land­töku­svæðum Palestínu, þar með talið í Austur-Jerúsalem, í samræmi við skyldur þeirra til að virða mann­rétt­indi og fara eftir alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum.

Lestu einnig