Fréttir
10. maí 2019Fyrirtæki eins og Airbnb, Booking.com, Expedia og TripAdvisor eru með á skrá fjölda hótela, gististaða, ferðamannastaða og skoðunarferða á landtökusvæðum Ísraela á hernumdu svæðum Palestínu vitandi það að landtökusvæði Ísraela eru ólögleg og stríðsglæpur samkvæmt alþjóðlegum lögum.
Berjumst gegn ólöglegri landtöku í Palestínu og
gefum mannréttindum 12 stig!
Sendu SMS með skilaboðunum 12STIG í númerið 1900 og
styrktu mannréttindastarf Amnesty International um 1200 kr.
Í nýrri skýrslu Amnesty International, Destination: Occupation, er sýnt hvernig netfyrirtæki í ferðaþjónustu ýta undir mannréttindabrot.
Fyrirtækin hafa vitneskju um að landtaka Ísraela hefur neikvæð áhrif á mannréttindi mikils fjölda Palestínubúa. Þetta hefur verið ítarlega skráð af Sameinuðu þjóðunum og óháðum samtökum, þar með talin Amnesty International og ýmis palestínsk og ísraelsk samtök.
Ísraelsk stjórnvöld styðja einnig markvisst við fyrirtæki á ýmsum sviðum til þess að starfa á landtökusvæðunum í þeim tilgangi að viðhalda þeim og stækka. Undanfarin ár hafa þau í auknu mæli stutt við ferðaiðnaðinn tengdum landtökusvæðum. Það hefur leitt til þess að Palestínubúar hafa verið þvingaðir af heimilum sínum og takmarkað möguleika þeirra til landbúnaðar.
Í nóvember 2018 tilkynnti fyrirtækið að það myndi fjarlægja 200 skráningar á hernumda svæðinu á Vesturbakkanum en að auki voru 100 skráningar í Austur-Jerúsalem. Í apríl á þessu ári var ákvörðunin dregin til baka eftir hóplögsókn ísraelskra lögfræðinga.
Ein vinsælasta bókunarsíða fyrir gistingu í heiminum. Amnesty International fann 45 skráningar á landtökusvæðum, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.
Expedia á og rekur bókunarsíðuna Expedia.com og Hotels.com. Á þessum síðum eru níu skráningar á landtökusvæðunum, þar á meðal í Austur-Jerúsalem og fjögur stór hótel.
70 skráningar á ferðamannastöðum, ferðum, veitingastöðum, kaffihúsum, hótelum og leiguíbúðum á landtökusvæðunum, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.
Alþjóðareglur og skyldur
Öll þessi fjögur fyrirtæki segjast vinna eftir háum stöðlum byggðum á siðferðislegum gildum og að þau beri virðingu fyrir lögum. Það virðist sem að þessir staðlar hafi engin áhrif á ákvörðun fyrirtækjanna um skrásetningar frá landtökusvæðunum. Með því að eiga í viðskiptum við landtökusvæðin eru þessi fjögur fyrirtæki að stuðla að því að viðhalda, þróa og stækka ólögleg landtökusvæði og á sama tíma hagnast á þeim. Auk þess er verið að koma landtökusvæðunum á framfæri sem ferðamannastað en það „normalíserar“ þau og gerir þau réttmæt í augum almennings þrátt fyrir að vera ólögleg samkvæmt alþjóðalögum.
Skyldur annarra ríkja vegna landtökusvæða
Öllum aðilum að Genfarsamningnum, þar á meðal Ísrael og helstu viðskiptaríki þess, ber skylda til að virða samninginn. Ríki mega ekki koma á framfæri, styðja við eða leyfa fyrirtækjum innan sinnar lögsögu að stunda viðskipti á landtökusvæðum eða við gerendur á svæðunum.
Skyldan til að vernda mannréttindi handan landamæra
Öðrum ríkjum ber skylda til að vernda mannréttindi gegn mögulegum brotum af hálfu fyrirtækja með því að hafa opinbert eftirlit með þeim.
Ábyrgðarskylda fyrirtækja
Leiðbeinandi meginreglur Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og mannréttindi (e. The UN Guiding Principles on Business and Human Rights) eru skýr með það að fyrirtækjum ber skylda til að virða alþjóðleg mannúðarlög. Ef fyrirtæki gera sér grein fyrir því að þau eru að valda og stuðla að mannréttindabrotum og geta ekki komið í veg fyrir brotin ber þeim skylda að hætta allri tengdri starfsemi.
Tillögur Amnesty International
Stjórnvöld á heimsvísu verða að grípa til aðgerða til að hafa eftirlit með fyrirtækjum í sínu landi til að koma í veg fyrir að þau eigi þátt í að efla hagkerfi landtökusvæðanna. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða til að tryggja að netfyrirtæki í ferðaþjónustu, þar á meðal Airbnb, Booking.com, Expedia og TripAdvisor, eigi ekki í viðskiptum við ísraelskt landtökufólk og kynni ekki ferðamennsku á landtökusvæðum á hernumdu svæðum Palestínu.
Airbnb, Booking.com, Expedia og TripAdvisor verða að hætta að skrá gistingu, ferðamannastaði og ferðir á landtökusvæðum Palestínu, þar með talið í Austur-Jerúsalem, í samræmi við skyldur þeirra til að virða mannréttindi og fara eftir alþjóðlegum mannúðarlögum.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu