SMS

14. mars 2024

Rúss­land: Afnema verður ritskoð­un­arlög sem kæfa andóf 

Viku eftir innrásina í Úkraínu, sem var gerð í febrúar 2022, innleiddu rúss­nesk stjórn­völd ritskoð­un­arlög í þeim tilgangi gera mótmæli gegn innrás­inni refsiverð. , tveimur árum síðar afplánar fjöldi fólks áralanga fang­els­is­dóma fyrir friðsamlegt andóf gegn stríðinu.

  Skráðu þig í SMS-aðgerðanet Amnesty hér.

Samkvæmt ritskoð­un­ar­lög­unum er refsi­vert „að dreifa fals­fréttum“ og „að koma óorði á rúss­neska herinn (greinar 207.3 og 280.3 í hegn­ing­ar­lögum) en við því getur legið allt að 15 ára fang­els­is­dómur. 

Þrátt fyrir harðar refs­ingar heldur fólk áfram að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Fjöldi fólks um allt Rúss­land hefur verið fang­elsað fyrir frið­samleg mótmæli gegn stríðinu.  

Rúss­nesku ritskoð­un­ar­lögin brjóta gegn mann­rétt­indum.  

SMS-félagar krefjast þess að rúss­nesk stjórn­völd afnemi ritskoð­un­ar­lögin skil­yrð­is­laust, án tafar og leysi öll þau úr haldi sem eru fang­elsuð fyrir það eitt að mótmæla frið­sam­lega stríðinu.  

Lestu einnig