SMS

30. nóvember 2021

Sádi-Arabía: Leysið 10 Egypta úr haldi

Tíu egypskir menn sem tilheyra samfé­lagi Núbía hafa verið í haldi án ákæru í 16 mánuði frá því í júlí 2020 vegna frið­sæls viðburðar sem þeir höfðu skipu­lagt.  Tveir þeirra eru komnir á aldur og þjást af heilsu­kvillum. 

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

 

Núbíar eru minni­hluta­hópur í Egyptalandi og Súdan en hann hefur verið jaðar­settur og honum mismunað vegna menn­ingu sinnar og uppruna. Árið 1964 hröktu egypsk stjórn­völd þúsundir Núbía frá heim­ilum sínum í suður­hluta Egypta­lands vegna bygg­ingar á stíflu sem orsakaði flóð á land­svæði þeirra. Fluttu þá margir þeirra til Sádi-Arabíu í leit að vinnu. Samfélög Núbía í Sádi-Arabíu mynduðu bandalag árið 2020 til að fara fram á við forseta Egypta­lands að leyfa þeim að snúa aftur til heima­lands síns. Menn­irnir tíu voru hand­teknir af sádi­ar­ab­ískum yfir­völdum daginn sem búið var að skipu­leggja viðburð til að minnast núbískra hermanna sem börðust í októ­ber­stríðinu árið 1973. Yfir­völd höfðu ekki áður skipt sér af sams­konar viðburðum fyrri ára en þetta var í kjölfar þess að banda­lagið var stofnað. 

Sms-félagar kalla eftir því að yfir­völd í Sádi-Arabíu leysi mennina tíu úr haldi án tafar.

Að auki er kallað eftir því að þeir fái aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og lögfræðing að eigin vali á meðan þeir eru í haldi. Þá er farið fram á að þeir fái að eiga í reglu­legum samskiptum við fjöl­skyldur sínar.

Menn­irnir tíu eru: Adel Ibrahim Faqir, (65 ára og leið­togi samfélag Núbía í Riyadh), Dr. Farjallah Ahmed Youssef, (fyrrum leið­togi samfélag Núbía í Riyadh), Jamal Abdullah Masri, (forseti Núbíu­sam­taka í Riyadh), Mohamed Fathallah Gomaa (37 ára), Sayyed Hashem Shater, Ali Gomaa Ali Bahr (37 ára), Saleh Gomaa Ahmed, Abdulsalam Gomaa Ali Bahr (43 ára), Abdullah Gomaa Ali og Wael Ahmed Hassan Ishaq (53 ára). 

Lestu einnig