Fréttir
3. júlí 2025Kynferðisofbeldi er algengt í átökunum í Súdan. 12 milljónir eiga á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi.
Hersveitir RFS hafa með kerfisbundnum hætti ráðist á konur og stúlkur um allt landið. Grimmdarverk, þar á meðal nauðganir, hópnauðganir og kynlífsþrælkun, eru stríðsglæpir og geta talist glæpur gegn mannúð sem er einn alvarlegasti glæpurinn og á við þegar um er að ræða víðtækar eða kerfisbundnar ómannúðlegar atlögur framdar af ásetningi gegn óbreyttum borgurum. Súdanski herinn hefur einnig beitt konur og stúlkur kynferðisofbeldi í átökunum, sem er stríðsglæpur.
„Ég heyrði hinar konurnar öskra. Þeir nauðguðu okkur öllum. Sumar stúlkurnar voru aðeins 15 ára.“
Hannah
Heimurinn hefur brugðist því að vernda óbreytta borgara, veita nægilega mannúðaraðstoð og draga gerendur þessara glæpa til ábyrgðar.
Það er tími til kominn að almenningur og ríkisstjórnir um allan heim varpi ljósi á það sem er raunverulega að gerast í Súdan, sæki grunaða gerendur til saka og veiti þolendum alhliða kynheilbrigðisþjónustu og bætur.
„Konur eru ekki að stjórna eða taka þátt í þessu stríði en það eru þær sem þjást mest. Ég vil að allur heimurinn viti af þjáningum súdanskra kvenna og stúlkna og tryggi að öllum vondu mönnunum sem nauðguðu okkur verði refsað.“
-Suhair
Amnesty International mun áfram fylgjast með því sem er að gerast í Súdan.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu