Fréttir

3. júlí 2025

Súdan: Kynferð­is­fbeldi algengt í átök­unum

Kynferð­isof­beldi er algengt í átök­unum í Súdan. 12 millj­ónir eiga á hættu að verða fyrir kynferð­isof­beldi.

Hersveitir RFS hafa með kerf­is­bundnum hætti ráðist á konur og stúlkur um allt landið. Grimmd­ar­verk, þar á meðal nauðg­anir, hópnauðg­anir og kynlífs­þrælkun, eru stríðs­glæpir og geta talist glæpur gegn mannúð sem er einn alvar­leg­asti glæp­urinn og á við þegar um er að ræða víðtækar eða kerf­is­bundnar ómann­úð­legar atlögur framdar af ásetn­ingi gegn óbreyttum borg­urum. Súdanski herinn hefur einnig beitt konur og stúlkur kynferð­isof­beldi í átök­unum, sem er stríðs­glæpur.

„Ég heyrði hinar konurnar öskra. Þeir nauðguðu okkur öllum. Sumar stúlk­urnar voru aðeins 15 ára.“

Hannah

Heim­urinn hefur brugðist því að vernda óbreytta borgara, veita nægi­lega mann­úð­ar­að­stoð og  draga gerendur þessara glæpa til ábyrgðar.

Það er tími til kominn að almenn­ingur og ríkis­stjórnir um allan heim varpi ljósi á það sem er raun­veru­lega að gerast í Súdan, sæki grunaða gerendur til saka og veiti þolendum alhliða kynheil­brigð­is­þjón­ustu og bætur.

„Konur eru ekki að stjórna eða taka þátt í þessu stríði en það eru þær sem þjást mest. Ég vil að allur heim­urinn viti af þján­ingum súdanskra kvenna og stúlkna og tryggi að öllum vondu mönn­unum sem nauðguðu okkur verði refsað.“

-Suhair

Amnesty Internati­onal mun áfram fylgjast með því sem er að gerast í Súdan.

#EyesOnSudan

Lestu einnig