SMS

19. júní 2019

Súdan: Stöðvum árásir á mótmæl­endur

Súdanska hersveitin sem nefnist „Rapid Support Forces“ hefur ráðist á og myrt frið­sama mótmæl­endur. Súdanskir borg­arar hafa stofnað lífi sínu og öryggi í hættu við að krefjast umbóta í landinu. Mótmæl­endur hafa barist fyrir breyt­ingum og kallað eftir frelsi, friði og rétt­læti og í apríl síðast­liðinn var forseta landsins, Omar al-Bashir, komið frá völdum.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Súdanskir borg­arar höfðu þó lítinn tíma til að fagna. Hersveitin, sem hefur verið bendluð við alvarleg mann­rétt­inda­brot í Darfur, leiðir nú hrotta­lega herferð gegn frið­sam­legum mótmæl­endum sem krefjast borg­ara­legrar stjórn­ar­hátta.

Greint hefur verið frá því að her- og örygg­is­sveitir hafi notað skot­vopn gegn frið­sömum mótmæl­endum síðan í byrjun mánað­arins. Lík hafa fundist í ánni Níl og skýr merki eru um að lokað hafi verið fyrir inter­netið og samfé­lags­miðla.

Súdan hefur nú þegar verið vísað úr Afrík­u­sam­bandinu og forsæt­is­ráð­herra Eþíópíu hitti herfor­ingja­stjórnina (e. The Transiti­onal Military Council) þann 7. júní 2019. Með nægj­an­legum þrýst­ingi getum við tryggt að raddir fólksins í Súdan heyrist.

Krefj­umst þess að forsæt­is­ráð­herra Eþíópíu, Abiy Ahmed, þrýsti á herfor­ingja­stjórnina að koma í veg fyrir að hersveitin taki þátt í löggæslu í Súdan, sérstak­lega í Kartúm, og einbeiti sér heldur að tryggja öryggi borg­ar­anna.

Stöndum með fólkinu í Súdan! #WeAreAllSudan #EncampRSF.

Lestu einnig