SMS

26. ágúst 2021

Tæland: Krefj­umst rétt­lætis fyrir frið­sama mótmæl­endur í Tælandi

Nemendur og ungt baráttu­fólk í Tælandi hefur verið í farar­broddi í fjölda­mót­mælum, sem haldin hafa verið reglu­lega frá því í júlí 2020, þar sem krafist er umbóta í landinu.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Stjórn­völd hafa sett á neyð­arlög sem banna fólki að koma saman og segja ástæðuna vera til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónu­veirufar­ald­ursins. Ungt fólk sem mótmælir og jafnvel tjáir sig á netinu hefur í auknum mæli verið hand­tekið og ákært.

Fjöldi fólks hefur verið lengi í haldi og margir einnig smitast af kórónu­veirunni í varð­haldi. Lögreglan hefur beitt óhóf­legu valdi til að leysa upp mótmæli og verður valdinu sem beitt er sífellt grófara. Nú, ári síðar, eiga hundruð von á mála­ferlum.

SMS-aðgerða­sinnar krefjast þess að tælensk stjórn­völd noti ekki heims­far­ald­urinn sem afsökun til að svipta fólki mann­rétt­indum.

stöndum saman til að vernda réttinn til frið­samra mótmæla!

Lestu einnig