SMS
26. desember 2023Anon Nampa, baráttumaður fyrir mannréttindum og lýðræði, hefur hlotið tvo fangelsisdóma fyrir að nýta friðsamlega mannréttindi sín og á yfir höfði sér fjölda ákæra sem gætu leitt til áratugalangrar fangelsisvistar.
Hann er í haldi fangelsi í Bangkok og yfirvöld neita honum um lausn gegn tryggingu sem hann á rétt á.
SMS-félagar krefjast þess að Anon Nampa verði umsvifalaust leystur úr haldi án skilyrða og að allar ákærur á hendur honum verði felldar niður
Einnig skulu yfirvöld fella niður allar kærur á hendur baráttufólki fyrir mannréttindum sem eru skotmark stjórnvalda fyrir það eitt að nýta mannréttindi sín.
SMS verður sent út á morgun. Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið til að skrifa undir.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu