Fréttir
20. desember 2019Íslandsdeild Amnesty International þakkar heilshugar öllum þeim sem ljáðu nafn sitt við herferðina, Þitt nafn bjargar lífi og studdu þannig tíu ungmenni víðs vegar um heiminn sem sæta grófum mannréttindabrotum.
Aldrei fyrr hafa jafn margir Íslendingar lagt herferðinni lið sitt. Alls hafa 68.117 undirskriftir borist á netinu til stuðnings ungmennunum og er það 97% af þeim árangri sem stefnt var að.
Mannréttindabaráttan hefst ekki án ykkar og samstöðumátturinn skilar árangri í baráttunni fyrir betri heimi.
Hvetjum vini og vandamenn til þess að kynna sér málin frekar og skrifa undir til 31. desember – náum markmiðinu saman, hver undirskrift skiptir máli!
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu