Fréttir

20. desember 2019

Takk fyrir stuðn­inginn, þitt nafn bjargar lífi!

Íslands­deild Amnesty Internati­onal þakkar heils­hugar öllum þeim sem ljáðu nafn sitt við herferðina, Þitt nafn bjargar lífi og studdu þannig tíu ungmenni víðs vegar um heiminn sem sæta grófum mann­rétt­inda­brotum.

Aldrei fyrr hafa jafn margir Íslend­ingar lagt herferð­inni lið sitt. Alls hafa 68.117 undir­skriftir borist á netinu til stuðn­ings ungmenn­unum og er það 97% af þeim árangri sem stefnt var að.

Mann­rétt­inda­bar­áttan hefst ekki án ykkar og samstöðu­mátt­urinn skilar árangri í barátt­unni fyrir betri heimi.

Hvetjum vini og vanda­menn til þess að kynna sér málin frekar og skrifa undir til 31. desember – náum mark­miðinu saman, hver undir­skrift skiptir máli!

 

Lestu einnig