Viðburðir
11. nóvember 2025
Eins og fyrri ár fer herferðin Þitt nafn bjargar lífi fram á ýmsum stöðum undir öflugri stjórn aðgerðasinna á kaffihúsum, jólamörkuðum, bókasöfnum og í skólum víða um land. Undirskriftum til stjórnvalda er safnað til stuðnings átta einstaklingum og hópum sem sæta mannréttindabrotum víða um heim.
Ný og spennandi nálgun hefur verið tekin upp í fræðslustarfi Íslandsdeildar Amnesty í skólum landsins í tengslum við herferðina þar sem lögð er áhersla á að virkja samkennd nemenda í garð þolenda mannréttindabrota. Í ár er einnig sú nýbreytni að bókasöfnum gefst færi á að halda samkenndarsmiðju.
Á döfinni eru fjölbreyttir viðburðir og undirskriftasafnanir í tengslum við herferðina.
Reykjavík
Háskólatorg, Háskóli Íslands, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 12-14.
Starfsfólk Íslandsdeildarinnar kynna samkenndarspjöld og safna undirskriftum fyrir framan Hámu á Háskólatorgi. Boðið verður upp á gular bollakökur.
Spurningakeppni í Stúdentakjallaranum, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20-22.
Undirskriftum verður safnað í samstarfi við nemendafélög mannfræði- og félagsfræðinema.
Kringlan, lok nóvember.
IB-nemar við Menntaskólann við Hamrahlíð safna undirskriftum í Kringlunni einn eftirmiðdag í síðustu viku nóvember.
Aðventustund á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International, laugardaginn 29. nóvember kl. 13-15.
Gestum boðið að skrifa undir aðgerðakort og stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota í herferðinni í ár. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.
Vegagerðin, 1.-18. desember.
Stjórnarmeðlimur Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir söfnun undirskrifta meðal starfsfólks.
Hlutverkasetur, 4.-10. desember.
Undirskriftasöfnun starfsfólks og þjónustuþega.
Landsbyggðin
Akureyri, 5.-7. desember kl.11-14.
Egilsstaðir, laugardaginn 13. desember frá kl. 10-16.
Jólakötturinn, í Landsnetshúsinu.
Kópasker, 5. desember og 12. desember kl. 13-18.
Verslunin Skerjakolla, föstudagana 5. desember og 12. desember.
Þátttaka bókasafna
Undirskriftasöfnun fer fram á eftirtöldum bókasöfnum á opnunartíma safnana.
Höfuðborgarsvæðið:
Borgarbókasafnið Grófinni, laugardaginn 15. nóvember frá kl. 15-17, verður haldin samkenndarsmiðja og undirskriftum safnað fram til 10. desember.
Bókasafnið í Úlfarsárdal, dagana 4.-10. desember.
Bókasafnið Sólheimum, dagana 4.-10. desember.
Landsbyggðin:
Héraðsbókasafn Rangæinga, 17. nóvember.
Bókasafn Árborgar, dagana 4.-10 .desember.
Bókasafn Reykjanesbæjar, dagana 4.-18. desember.
Bókasafnið á Laugum, dagana 4-.10. desember.
Bókasafnið á Húsavík, dagana 4.-10. desember.
Bókasafn Dalvíkurbyggðar, dagana 4-10. desember.
Lestu einnig
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu