Viðburðir

11. nóvember 2025

Þitt nafn bjargar lífi: Viðburðir víða um land

Eins og fyrri ár fer herferðin Þitt nafn bjargar lífi fram á ýmsum stöðum undir öflugri stjórn aðgerða­sinna á kaffi­húsum, jóla­mörk­uðum, bókasöfnum og í skólum víða um landUndir­skriftum til stjórn­valda er safnað til stuðn­ings átta einstak­lingum og hópum sem sæta mann­rétt­inda­brotum víða um heim. 

Ný og spenn­andi nálgun hefur verið tekin upp í fræðslu­starfi Íslands­deildar Amnesty í skólum landsins í tengslum við herferðina þar sem lögð er áhersla á að virkja samkennd nemenda í garð þolenda mann­rétt­inda­brota. Í ár er einnig sú nýbreytni að bóka­söfnum gefst færi á að halda samkennd­arsmiðju.  

Á döfinni eru fjöl­breyttir viðburðir og undir­skrifta­safn­anir í tengslum við herferðina.  

Reykjavík

Háskóla­torg, Háskóli Íslands, miðviku­daginn 12. nóvember kl. 12-14.
Starfs­fólk Íslands­deild­ar­innar kynna samkennd­ar­spjöld og safna undir­skriftum fyrir framan Hámu á Háskóla­torgi. Boðið verður upp á gular bolla­kökur.

Spurn­inga­keppni í Stúd­enta­kjall­ar­anum, miðviku­daginn 12. nóvember kl. 20-22. 
Undir­skriftum verður safnað í samstarfi við nemenda­félög mann­fræði- og félags­fræð­inema 

Kringlan, lok nóvember.
IB-nemar við Mennta­skólann við Hamra­hlíð safna undir­skriftum í Kringl­unni einn eftir­miðdag í síðustu viku nóvember.  

 

 

Aðvent­u­stund á skrif­stofu Íslands­deildar Amnesty Internati­onal, laug­ar­daginn 29. nóvember kl. 13-15
Gestum boðið að skrifa undir aðgerða­kort og stuðn­ingskveðjur til þolenda mann­rétt­inda­brota í herferð­inni í ár. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí

Vega­gerðin, 1.-18. desember. 
Stjórn­ar­með­limur Íslands­deildar Amnesty Internati­onal stendur fyrir söfnun undir­skrifta meðal starfs­fólks. 

Hlut­verkasetur, 4.-10. desember. 
Undir­skrifta­söfnun starfs­fólks og þjón­ustu­þega 

Landsbyggðin

Akur­eyri, 5.-7. desember kl.11-14.

  • Háskólinn á Akur­eyri í kaffiterí­unni, föstu­daginn 5. desember kl.11-14.  
  • Amtbóka­safnið, laug­ar­daginn 6. desember kl. 11-14.  
  • Penninn Eymundsson, sunnu­daginn 7. desember kl. 11-14.  

Egils­staðir, laug­ar­daginn 13. desember frá kl. 10-16. 
Jólakött­urinní Landsnets­húsinu. 

Kópa­sker, 5. desember og 12. desember kl. 13-18.
Versl­unin Skerja­kolla, föstu­dagana 5. desember og 12. desember.  

Þátttaka bókasafna

Undir­skrifta­söfnun fer fram á eftir­töldum bóka­söfnum á opnun­ar­tíma safnana. 

Höfuð­borg­ar­svæðið:

Borg­ar­bóka­safnið Gróf­inni, laug­ar­daginn 15. nóvember frá kl. 15-17, verður haldin samkennd­arsmiðja og  undir­skriftum safnað fram til 10. desember.

Bóka­safnið í Úlfarsárdal, dagana 4.-10. desember.  

Bóka­safnið Sólheimum, dagana 4.-10. desember.  

 

 

Lands­byggðin:

Héraðs­bóka­safn Rangæ­inga, 17. nóvember.

Bóka­safn Árborgar, dagana 4.-10 .desember.

Bóka­safn Reykja­nes­bæjar, dagana 4.-18. desember.  

Bóka­safnið á Laugum, dagana 4-.10. desember. 

Bóka­safnið á Húsavík, dagana 4.-10. desember.  

Bóka­safn Dalvík­ur­byggðar, dagana 4-10. desember. 

 

Lestu einnig