Það er erfitt að hunsa milljónir undirskrifta

Þitt nafn bjargar lífi

Alþjóðleg herferð þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim

Taktu þátt og skrifaðu undir 10 áríð­andi mál einstak­linga sem beittir eru alvar­legum órétti. Þannig söfnum við millj­ónum undir­skrifta og mögnum saman þrýsting á stjórn­völd víða um heim sem brjóta mann­rétt­indi.

Látum ljós okkar skína á þolendur mann­rétt­inda­brota og þrýstum á um bjartari framtíð fyrir þessa einstak­linga og heiminn allan, hver undir­skrift skiptir máli!

87%
 • Undirskriftir 43.477
 • Markmið 50.000

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Þitt nafn bjargar lífi

Undirskriftasöfnun víða um land

Árið 2001 var herferð­inni Þitt nafn bjargar lífi ýtt úr vör af aðgerða­sinnum í Varsjá í Póllandi ári. Síðan þá hefur herferðin vaxið jafnt og þétt og raun­veru­legar breyt­ingar á lífi fólks eiga sér stað á hverju ári. Í gegnum tíðina hefur tekist að umbreyta lífi rúmlega 100 þolenda.

Án aðgerða­sinna eins og þín sem lætur sig varða líf þeirra sem beittir eru grófu misrétti næðum við ekki árangri í barátt­unni gegn mann­rétt­inda­brotum.

Á Íslandi hafa undir­skrifta­safn­anir farið fram víðs vegar um landið, á bóka­söfnun, kaffi­húsum, vinnu­stöðum og í skólum með frábærum árangri.

Þú getur tekið þátt á þeim stöðum sem næstir þér eru og auglýstir eru hér. Einnig getur þú staðið fyrir undir­skrifta­söfnun í þinni heima­byggð og skráð þig til þátt­töku undir „Skrá mig sem skipu­leggj­anda“.

Segðu vinum og fjöl­skyldu frá undir­skrifta­söfn­un­inni og með þinni hjálp getuherferðin orðið enn sýni­legri

Skrá mig sem skipuleggjanda
 • Háskólinn á Akureyri
  Norðurslóð 2
  6. nóvember kl. 12:30

 • Amtsbókasafnið
  Brekkugötu 17
  9. desember frá kl. 11:30-14:30

 • Penninn, Eymundsson
  Hafnarstræti 91-93
  10. desember frá kl. 11:30-14