SMS

10. janúar 2022

Venesúela: Leysið samviskufanga úr haldi

Javier Tarazona, fram­kvæmda­stjóri félaga­sam­tak­anna FundaREDES var hand­tekinn að geðþótta í júlí 2021 eftir tilraun til að tilkynna áreiti af hálfu örygg­is­varða á skrif­stofu ríkis­sak­sóknara. Hann var ákærður fyrir etja til haturs, föður­lands­svik og hryðju­verk. Eftir fimm mánaða töf var málið loks tekið fyrir hjá dómstólum. Heilsu Javier hefur hrakað þar sem  hann fær ekki viðun­andi lækn­is­með­ferð. Hann er með háþrýsting, sykur­sýki og eftir­köst vegna Covid-19.

FundaREDES eru mann­rétt­inda­samtök í Venesúela. Samtökin skrá­setja og miðla fréttum af mann­rétt­inda­brotum í landinu. Undan­farið hafa þau einbeitt sér að fylkinu Apure í suður­hluta Venesúela þar sem yfir­völd eiga í átökum við skæru­liða­hreyf­inguna FARC.  

 

Síðan í byrjun 2021 hefur bylgja árása gegn mann­rétt­inda- og aðgerða­sinnum riðið yfir. Alþjóð­legt samstarf hefur verið gert refsi­vert og þögg­un­ar­til­burðir yfir­valda áber­andi. Þessar árásir hafa líka haft áhrif á sjálf­stæða fjöl­miðla í landinu. 

Á síðasta ári kom út skýrsla á vegum Sameinuðu þjóð­anna þar sem skrá­sett voru hundruð tilfella mann­rétt­inda­brota af hálfu yfir­valda frá árinu 2014: aftökur, þvinguð manns­hvörf, hand­tökur að geðþótta, pynd­ingar og önnur slæm meðferð. Í skýrsl­unni kemur fram að þessi mann­rétt­inda­brot megi mögu­lega skil­greina sem glæpi gegn mann­kyni. 

Sms-aðgerða­sinnar krefjast þess að stjórn­völd í Venesúela leysi Javier Tarazona strax úr haldi skil­yrð­is­laust. 

Lestu einnig