SMS

11. júní 2024

Venesúela: Leysið úr haldi rang­lega fang­elsaða Venesúelabúa

Undan­farinn áratug hefur Amnesty Internati­onal skrá­sett beit­ingu varð­haldsvist­unar að geðþótta í Venesúela. Aðgerð­irnar eru hluti kúgun­ar­stefnu ríkis­stjórnar Nicolás Maduro.

Kenn­arar, verka­lýðs­full­trúar, mann­rétt­inda­fröm­uðir og fjöl­miðla­fólk, hver sem er, getur átt á hættu að sæta varð­haldsvist af geðþótta­ástæðum í póli­tískum tilgangi, vera pynd­aður, sæta þvinguðu manns­hvarfi og verða af lífs­áformum sínum.

Á meðal þeirra eru sjö einstak­lingar:

  • Emir­lendris Benítez: móðir og versl­un­ar­kona, hand­tekin í ágúst 2018.
  • María Auxilia­dora Delgado og Juan Carlos Marrufo: hjón og sérfræð­ingar, hand­tekin í mars 2019.
  • Dario Estrada: einstak­lingur með tauga­þroskaröskun og verk­fræð­ingur, hand­tekinn í desember 2020.
  • Robert Franco: kennari og verka­lýðs­fé­lagi, hand­tekinn í desember 2020.
  • Javier Tarazona: mann­rétt­inda­fröm­uður og samviskufangi, hand­tekinn í júlí 2021.
  • Rocío San Miguel: baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum sem var hand­tekin í febrúar 2024.

 

Sum málin, eins og mál Roland Carreño, eru bein­tengd póli­tísku aðgerð­a­starfi gegn ríkis­stjórn landsins en í öðrum málum, eins og í tilfelli Emir­lendris Benítez, voru einstak­lingar skot­mark vegna fjöl­skyldu­tengsla við þriðja aðila sem stjórn­völd álitu tortryggileg.

Það hve ólík málin eru sýnir hversu mikil hættan er á að almenn­ingur sæti varð­haldi að geðþótta og öðrum alvar­legum mann­rétt­inda­brotum þar sem áhrif­anna gætir bæði á meðal þeirra sem eru yfir­lýstir andstæð­ingar stjórn­valda og einstak­linga sem eru ekki póli­tískir.

SMS-félagar kalla eftir því að þessi sjö einstak­lingar verði leystir úr haldi ásamt öllum þeim einstak­lingum sem eru eingöngu í haldi af póli­tískum ástæðum.

Lestu einnig