SMS

6. nóvember 2020

Víetnam: Baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum í hættu á að vera pynduð

Baráttu­konan Pham Thi Doan Trang var hand­tekin þann 6. október 2020 fyrir frið­samar aðgerðir og er í einangrun. Hún á yfir höfði sér 20 ára fang­elsi og er í hættu á að sæta pynd­ingum. Doan Trang er höfundur og blaða­kona sem hefur verið ötull tals­maður mann­rétt­inda. Undan­farin ár hefur hún orðið fyrir endur­tek­inni áreitni, hótunum og árásum af hálfu yfir­valda.

Taktu þátt í starfi Amnesty og skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Stjórn­völd stað­festu að hún sé ákærð fyrir að brjóta lög sem banna það að búa tilgeyma eða  dreifa upplýs­ingum gegn ríkinu í Víetnam. Verði hún fundin sek getur hún átt yfir höfði sér 20 ára fang­els­isdóm.

Hún hefur skrifað og gefið út bækur um stjórnmál í Víetnam. Hún hefur einnig rann­sakað og skrifað fjölda skýrslna um mann­rétt­inda­brot þar í landi. Að auki hefur hún sem áhrifa­valdur vakið athygli á mann­rétt­inda­brotum á samfé­lags­miðlum.

 

Sms-félagar krefjast þess  Pham Thi Doan Trang verði leyst úr haldi án tafar. 

Doan Trang hefur margoft sætt varð­haldi að geðþótta frá árinu 2015 og verið yfir­heyrð af lögreglu­mönnum sérsveit­ar­innar. Vegna þessa hefur hún þurft að flýja heimili sitt og hefur ekki verið á sama stað lengur en mánuð í senn. Hún hefur líka sætt pynd­ingum af hálfu lögreglu. Hvergi í Suðaustur-Asíu er jafn algengt að hand­taka frið­sama mótmæl­endur og í Víetnam. Aðstæður í fang­elsum eru slæmar, sérstak­lega fyrir pólí­tíska fanga. Pynd­ingum og annarri illri meðferð er oft beitt.

Víetnam ber skylda að verja baráttu­fólk fyrir mann­rétt­indum og tryggja að það geti unnið í öruggu umhverfi.

Lestu meira um stöðu tján­ing­ar­frelsis í Víetnam hér.

Lestu einnig