Mexíkó

14 ára piltur beittur grófu lögregluofbeldi

Að ganga örugg heim úr skóla er ekki sjálfsagt fyrir börn í Mexíkó, José Adrián var ekki þeirrar gæfu aðnjót­andi. Fyrir tveimur árum var hann beittur ofbeldi sem veldur honum vanlíðan enn þann dag í dag, ástæðan er sú að árás­ar­menn­irnir, lögreglu­menn á svæðinu, ganga enn lausir.

José Adrián er 16 ára gamall drengur af Maja ættum búsettur í bænum X-Can í Yucatan fylki í Mexíkó. Hann er með slæma heyrn sem veldur oft erfið­leikum í samskiptum. Þann 25. febrúar 2016, þá 14 ára gamall, var hann hand­tekinn af handa­hófi og honum misþyrmt af lögregl­unni.

José var á leið heim úr skóla stuttu eftir að hópur drengja í nágrenninu hafði átt í áflogum og kastað steinum í átt að lögreglubíl. Í stað þess að José hafi hlotið vernd og notið öryggis þegar lögregluna bar að garði var hann hand­tekinn og barinn, stigið var á höfuð hans og hlaut hann meiðsl á hálsi. Hann var afklæddur, tekinn úr skónum og settur í fanga­klefa í nálægum bæ að nafni Chemax þar sem hann var hand­járn­aður upp við vegg og látinn dúsa í nokkrar klukku­stundir.

Foreldrar hans, sem heyrðu af ódæðinu frá nágrönnum sem urðu vitni að ofbeldinu, þurftu bæði að greiða sekt og fyrir skemmdir á lögreglu­bílnum til þess að fá hann lausan.

Í kjölfar ofbeld­isins hefur José þurft að flytjast búferlum með föður sínum til borg­ar­innar Cancún í Quintana Roo fylki. Hann hefur átt í erfið­leikum með að ná sér eftir þessa reynslu.

Fjöl­skyldan hefur ákveðið að taka þessum atburði ekki þegj­andi og hljóða­laust heldur krefjast rétt­lætis. Þau hafa ítrekað óskað eftir að aðilar innan lögregl­unnar lýsi yfir ábyrgð á ofbeldinu og að José fái skaða­bætur en hingað til hefur ekki verið á þau hlustað.

José Adrián er einn af fjöl­mörgum þolendum harð­ræðis af hálfu lögreglu­yf­ir­valda í heim­inum. Við getum lagt fjöl­skyldu hans lið með því að skrifa undir ákall Amnesty.

Netákalls­fé­lagar krefjast þess að yfir­völd á svæðinu gangist við verkn­að­inum og greiði þeim viðeig­andi skaða­bætur, að málið verði rann­sakað og laganna verðir sem þarna voru þarna að verki verði sóttir til saka.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.