Malta

160 einstaklingum haldið í ferjum á sjó

Stjórn­völd á Möltu hafa haldið 160 einstak­lingum í tveimur ferjum ætluðum ferða­mönnum undan ströndum landsins undir því yfir­skini að þau geti ekki lagst að landi vegna kórónu­veirufar­ald­ursins. Fólkið var fært í ferj­urnar eftir að þeim var bjargað úr öðrum minni bátum á Miðjarð­ar­hafinu dagana 29. apríl og 7. maí. Ástandið um borð í ferj­unum er hrika­legt þar sem þær eru ekki gerðar til lang­tíma­dvalar. Malt­nesk stjórn­völd  þurfa að koma fólkinu í land hið fyrsta, tryggja þeim öruggar móttökur og aðgang að umsókn um vernd.

Þann 29. apríl var 57 einstak­lingum bjargað af fiskibát og í kjöl­farið komið um borð í skipið Europa II. Tveimur öðrum hópum var svo bjargað 7. maí, annars vegar 45 einstak­lingumog hins vegar 78 einstak­lingum, um borð í fiskibát og hraðbát malt­neska hersins. Fjöl­skyldum, þar á meðal átján konum og börnum, var leyft að fara í land á Möltu en hinir 105 einstak­lingar voru færðir í ferjuna Bahari og síðar í ferjuna Atlantis. Fólkið hefur verið látið dúsa þar síðan en þessar ferjur eru ætlaðar sem skemmti­skip en ekki til lang­tíma­dvalar. Malt­nesk yfir­völd útveguðu fólkinu dýnur og mat og fregnir herma að COVID-19 skimun hafi farið fram. Hins vegar hafa fjöl­miðlar og óháð félaga­samtök flutt fréttir af grafal­var­legu ástandi um borð. Andleg líðan fólksins fer versn­andi og það er ótta­slegið og haldið kvíða. Nokkrir aðilar eru sagðir í hung­ur­verk­falli og enn aðrir hafa að sögn reynt sjálfsvíg.

Malt­nesk stjórn­völd halda fast í þá afstöðu sína að hleypa ekki fleirum inn í landið og hafa einnig gripið til þeirra aðgerða að ráða einka­fyr­ir­tæki til að halda fólki sem hefur verið bjargað á sjó frá því að komast í land á Möltu. Í sumum tilfellum hafa stjórn­völd jafnvel fyrir­skipað að sigla fólkinu til Líbíu. Að senda flótta­fólk til Líbíu stríðir gegn alþjóð­legum og evrópskum mann­rétt­inda- og flótta­manna­lögum.

Krefstu þess að malt­nesk stjórn­völd stöðvi þær aðgerðir að halda fólki um borð í Europa II og Atlantis núna strax! Einnig að fólkinu verði komið örugg­lega í land og fái þar aðgang að viðeig­andi aðstoð og geti sótt um alþjóð­lega vernd sé þess óskað.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Marokkó: Blaðamaður áreittur af stjórnvöldum

Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.

Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland: Verndum friðsama mótmælendur

Myndir og skýrslur sem varpa ljósi á ómannúðlegt lögregluofbeldi gegn friðsömum mótmælendum í Hvíta-Rússlandi, bæði á götum úti og í varðhaldi, hafa verið í fréttum um allan heim.

Venesúela

Venesúela: Fellið niður ákærur á hendur pólitísks fanga

Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku Nicmer Evans, stjórnmálafræðing, þann 13. júlí 2020 í Caracas í Venesúela. Þeir eru liðsmenn öryggissveitar hersins (DGCIM) og annarrar sérdeildar innan hersins (CICPC).

Íran

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir „njósnir“ eftir óréttlát réttarhöld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játningu sem náð var fram með pyndingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauðadómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum. 

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.