Malta

160 einstaklingum haldið í ferjum á sjó

Stjórn­völd á Möltu hafa haldið 160 einstak­lingum í tveimur ferjum ætluðum ferða­mönnum undan ströndum landsins undir því yfir­skini að þau geti ekki lagst að landi vegna kórónu­veirufar­ald­ursins. Fólkið var fært í ferj­urnar eftir að þeim var bjargað úr öðrum minni bátum á Miðjarð­ar­hafinu dagana 29. apríl og 7. maí. Ástandið um borð í ferj­unum er hrika­legt þar sem þær eru ekki gerðar til lang­tíma­dvalar. Malt­nesk stjórn­völd  þurfa að koma fólkinu í land hið fyrsta, tryggja þeim öruggar móttökur og aðgang að umsókn um vernd.

Þann 29. apríl var 57 einstak­lingum bjargað af fiskibát og í kjöl­farið komið um borð í skipið Europa II. Tveimur öðrum hópum var svo bjargað 7. maí, annars vegar 45 einstak­lingumog hins vegar 78 einstak­lingum, um borð í fiskibát og hraðbát malt­neska hersins. Fjöl­skyldum, þar á meðal átján konum og börnum, var leyft að fara í land á Möltu en hinir 105 einstak­lingar voru færðir í ferjuna Bahari og síðar í ferjuna Atlantis. Fólkið hefur verið látið dúsa þar síðan en þessar ferjur eru ætlaðar sem skemmti­skip en ekki til lang­tíma­dvalar. Malt­nesk yfir­völd útveguðu fólkinu dýnur og mat og fregnir herma að COVID-19 skimun hafi farið fram. Hins vegar hafa fjöl­miðlar og óháð félaga­samtök flutt fréttir af grafal­var­legu ástandi um borð. Andleg líðan fólksins fer versn­andi og það er ótta­slegið og haldið kvíða. Nokkrir aðilar eru sagðir í hung­ur­verk­falli og enn aðrir hafa að sögn reynt sjálfsvíg.

Malt­nesk stjórn­völd halda fast í þá afstöðu sína að hleypa ekki fleirum inn í landið og hafa einnig gripið til þeirra aðgerða að ráða einka­fyr­ir­tæki til að halda fólki sem hefur verið bjargað á sjó frá því að komast í land á Möltu. Í sumum tilfellum hafa stjórn­völd jafnvel fyrir­skipað að sigla fólkinu til Líbíu. Að senda flótta­fólk til Líbíu stríðir gegn alþjóð­legum og evrópskum mann­rétt­inda- og flótta­manna­lögum.

Krefstu þess að malt­nesk stjórn­völd stöðvi þær aðgerðir að halda fólki um borð í Europa II og Atlantis núna strax! Einnig að fólkinu verði komið örugg­lega í land og fái þar aðgang að viðeig­andi aðstoð og geti sótt um alþjóð­lega vernd sé þess óskað.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.