Maldíveyjar

Aðgerðasinni dæmdur í fangelsi fyrir guðlast

Mohamed Rusthum Mujut­haba, 39 ára aðgerða- og frið­arsinni, á yfir höfði sér fimm mánaða fang­elsi fyrir guðlast. Hann var í haldi í meira en sex mánuði áður en hann fór fyrir dóm. Stjórn­völd verða að fella niður ákærur gegn honum.

Mohamed var fyrst hand­tekinn í sept­ember 2019 fyrir að birta efni á samfé­lags­miðlum. Hann var ákærður fyrir að gagn­rýna íslam.

„Ég tísti um kven­rétt­indi, samvisku­frelsi og vankanta trúar­innar, hvað er rangt og að ekki megi þröngva trú upp á neinn. Þau höfðu prentað öll tístin, þetta voru næstum 6 þúsund tíst,“ segir Mohamed.

Á Maldív­eyjum eru gagn­rýnar skoð­anir um íslam, Kóraninn, spámanninn og guð taldar vera guðlast og refsi­verðar. Innan­rík­is­ráð­herra hefur sagt í fjöl­miðlum að Maldív­eyjar séu 100% múslíma­land og að guðlast verði ekki liðið.

Bann við guðlasti brýtur gegn alþjóða­lögum nema í einstaka tilfellum þegar verið að kynda undir hatri, mismunun og ofbeldi. Ákærur á hendur Mohamed brjóta gegn alþjóða­lögum meðal annars alþjóða­sam­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi.

Maldív­eyjar gerðist aðili að alþjóða­sam­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi árið 2006.

Mohamed Rusthum Mujut­haba fær ekki lögfræðing í máli sínu vegna þess að mál hans tengist trú og trúfrelsi í landinu er bannað.

Amnesty Internati­onal hefur áður skrá­sett slæmar aðstæður í fang­elsum á Maldív­eyjum. Mohamed fékk ekki föt til skipt­anna og var haldið í mjög litlum klefa með þremur öðrum föngum. Nokkrir fangar réðust á hann þegar hann var í varð­haldi.

Skrifaðu undir ákall um að ákærur gegn Mohamed verði felldar niður strax.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.