Mohamed Rusthum Mujuthaba, 39 ára aðgerða- og friðarsinni, á yfir höfði sér fimm mánaða fangelsi fyrir guðlast. Hann var í haldi í meira en sex mánuði áður en hann fór fyrir dóm. Stjórnvöld verða að fella niður ákærur gegn honum.
Mohamed var fyrst handtekinn í september 2019 fyrir að birta efni á samfélagsmiðlum. Hann var ákærður fyrir að gagnrýna íslam.
„Ég tísti um kvenréttindi, samviskufrelsi og vankanta trúarinnar, hvað er rangt og að ekki megi þröngva trú upp á neinn. Þau höfðu prentað öll tístin, þetta voru næstum 6 þúsund tíst,“ segir Mohamed.
Á Maldíveyjum eru gagnrýnar skoðanir um íslam, Kóraninn, spámanninn og guð taldar vera guðlast og refsiverðar. Innanríkisráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að Maldíveyjar séu 100% múslímaland og að guðlast verði ekki liðið.
Bann við guðlasti brýtur gegn alþjóðalögum nema í einstaka tilfellum þegar verið að kynda undir hatri, mismunun og ofbeldi. Ákærur á hendur Mohamed brjóta gegn alþjóðalögum meðal annars alþjóðasamingi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
Maldíveyjar gerðist aðili að alþjóðasamingi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi árið 2006.
Mohamed Rusthum Mujuthaba fær ekki lögfræðing í máli sínu vegna þess að mál hans tengist trú og trúfrelsi í landinu er bannað.
Amnesty International hefur áður skrásett slæmar aðstæður í fangelsum á Maldíveyjum. Mohamed fékk ekki föt til skiptanna og var haldið í mjög litlum klefa með þremur öðrum föngum. Nokkrir fangar réðust á hann þegar hann var í varðhaldi.
Skrifaðu undir ákall um að ákærur gegn Mohamed verði felldar niður strax.