Maldíveyjar

Aðgerðasinni dæmdur í fangelsi fyrir guðlast

Mohamed Rusthum Mujut­haba, 39 ára aðgerða- og frið­arsinni, á yfir höfði sér fimm mánaða fang­elsi fyrir guðlast. Hann var í haldi í meira en sex mánuði áður en hann fór fyrir dóm. Stjórn­völd verða að fella niður ákærur gegn honum.

Mohamed var fyrst hand­tekinn í sept­ember 2019 fyrir að birta efni á samfé­lags­miðlum. Hann var ákærður fyrir að gagn­rýna íslam.

„Ég tísti um kven­rétt­indi, samvisku­frelsi og vankanta trúar­innar, hvað er rangt og að ekki megi þröngva trú upp á neinn. Þau höfðu prentað öll tístin, þetta voru næstum 6 þúsund tíst,“ segir Mohamed.

Á Maldív­eyjum eru gagn­rýnar skoð­anir um íslam, Kóraninn, spámanninn og guð taldar vera guðlast og refsi­verðar. Innan­rík­is­ráð­herra hefur sagt í fjöl­miðlum að Maldív­eyjar séu 100% múslíma­land og að guðlast verði ekki liðið.

Bann við guðlasti brýtur gegn alþjóða­lögum nema í einstaka tilfellum þegar verið að kynda undir hatri, mismunun og ofbeldi. Ákærur á hendur Mohamed brjóta gegn alþjóða­lögum meðal annars alþjóða­sam­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi.

Maldív­eyjar gerðist aðili að alþjóða­sam­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi árið 2006.

Mohamed Rusthum Mujut­haba fær ekki lögfræðing í máli sínu vegna þess að mál hans tengist trú og trúfrelsi í landinu er bannað.

Amnesty Internati­onal hefur áður skrá­sett slæmar aðstæður í fang­elsum á Maldív­eyjum. Mohamed fékk ekki föt til skipt­anna og var haldið í mjög litlum klefa með þremur öðrum föngum. Nokkrir fangar réðust á hann þegar hann var í varð­haldi.

Skrifaðu undir ákall um að ákærur gegn Mohamed verði felldar niður strax.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð stríðsfanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Bandaríkin

Hætta steðjar að umsækjendum um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Skrifaðu undir ákall um að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.