Ísland

Alþingismenn leiti allra leiða til að stöðva hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð (e. genocide) á Palestínu­búum á Gaza. Við krefj­umst þess að alþing­is­menn á Íslandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. Sátt­máli Sameinuðu þjóð­anna um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð skuld­bindur ríki um allan heim til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að hópmorð séu framin.  

Nú nýverið, í 60. lotu á alls­herj­ar­þingi Sameinuðu þjóð­anna þann 16. sept­ember 2025, var lögð fram skýrsla frá sjálf­stæðri rann­sókn­ar­nefnd Sameinuðu þjóð­anna um hernumda svæðið í Palestínu. Nefndin komst að þeirri niður­stöðu að Ísrael fremji hópmorð á Gaza og bætist þar með við í hóp fjölda mann­rétt­inda­sam­taka og sérfræð­inga sem hafa komist að sömu niður­stöðu þeirra á meðal Amnesty Internati­onal.  

Skýrsla Amnesty Internati­onal um hópmorð Ísraels á Gaza,You Feel Like You Are Subhuman”: Israel’s Genocide Against Palest­inians in Gaza, var gefin út í desember 2024. 

Samkvæmt niður­stöðum skýrsl­unnar er greini­legt að útrýming Palestínubúa á Gaza er ætlun Ísraels, hvort sem Ísrael sjái útrým­ingu Palestínubúa sem nauð­syn­legan þátt í að útrýma Hamas eða sem ásætt­an­lega auka­af­leið­ingu þessa mark­miðs.   

Íslands­deild Amnesty Internati­onal hefur áður kallað eftir því að utan­rík­is­ráð­herra Íslands grípi til aðgerða til að stöðva hópmorðið en í ljósi sífellt alvar­legrar stöðu á Gaza eru frekari aðgerðir nauð­syn­legar og skorum við því á alþing­is­mennleita allra leiða til að íslensk stjórn­völd: 

  • Viður­kenni að Ísrael fremur hópmorð (þjóð­armorð) á Palestínu­búum á Gaza.  
  • Haldi áfram að krefjast tafar­lauss og varan­legs vopna­hlés.  
  • Andmæli öllum tilraunum Ísraels til að koma á varan­legum ísra­elskum her og ísra­elskum land­töku­byggðum á Gaza, breyta landa­mærum svæð­isins og lýðfræði­legri samsetn­ingu eða minnka land­svæðið.   
  • Styðji hópmorðs­ákæru Suður-Afríku á hendur Ísrael fyrir Alþjóða­dóm­stólnum í Haag og leiti allra leiða til að tryggja að Ísrael fram­fylgi þeim bráða­birgða­ráð­stöf­unum sem dómstóllinn hefur fyrir­skipað í málinu. 
  • Fordæmi aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels, ómann­úð­lega herkví á Gaza og ólög­mætt hernám á palestínsku svæði. 
  • Haldi áfram að styðja UNRWA og aðrar stofn­anir Sameinuðu þjóð­anna gegn árásum Ísraels og annarra ríkja.  
  • Leiti allra leiða til að tryggja mann­úð­ar­að­stoð fyrir íbúa Gaza.  
  • Banni flutn­inga um loft- og land­helgi Íslands á hergögnum og hvers kyns búnaði og tækjum sem notuð eru í hern­að­ar­legum tilgangi ef grunur er um að þau verði notuð í Ísrael og þar með hætta á að þau verði notuð til að fremja hómorð.  
  • Banni innflutning á vörum frá land­töku­svæðum Ísraels. 
  • Beiti Ísrael þving­un­ar­að­gerðum, til að mynda ferða­banni og fryst­ingu fjár­muna tiltek­inna einstak­linga og lögaðila sem eiga þátt í að Ísrael viðhaldi ólög­mætu hernámi. 

 

Skrifaðu undir og krefstu þess að alþing­is­menn geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva hópmorðið á Gaza.

 

Ítar­efni

Hvers vegna notar Amnesty Internati­onal hópmorð frekar en þjóð­armorð? 

Íslands­deild Amnesty Internati­onal notar orðið hópmorð í stað þjóð­armorðs fyrir enska orðið genocide til samræmis við íslensk lög. Hugtakið hópmorð nær þar með yfir aðra hópa eins og þjóð­ern­is­hópa, kynstofna eða trúflokka en ekki eingöngu þjóð.   

Skil­greining á hópmorði 

Hópmorð samkvæmt sátt­mála um ráðstaf­anir gegn og refs­ingar fyrir hópmorð er einn eða fleiri verkn­aðir af fimm sem eru framdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða hluta þjóð, þjóð­ern­is­hópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum, sem í þessu tilfelli eru Palestínu­búar.  

Niður­staða Amnesty Internati­onal er sú að Ísrael hafi framið þrjá verknaði af fimm sem teljast hópmorð á Gaza.  

  1. að drepa einstak­linga úr viðkom­andi hópi. 
  1. að valda einstak­lingum úr viðkom­andi hópi alvar­legum líkam­legum eða andlegum skaða. 
  1. að þröngva viðkom­andi hópi af ásetn­ingi til þess að búa við lífs­skil­yrði sem miða að líkam­legri eyðingu hópsins eða hluta hans. 

Skýrsla Amnesty Internati­onal sýnir fram á ásetning um útrým­ingu 

Í skýrslu Amnesty Internati­onal er sýnt fram á ásetning um útrým­ingu: 

  1. Hern­að­ar­að­gerðir Ísraels gefa til kynna að mark­miðið sé að útrýma Palestínu­búum að fullu eða að hluta í ljósi:
  • umfangs tjóns og eyði­legg­ingar á palestínskum heim­ilum, skýlum, sjúkra­húsum, mann­virkjum fyrir vatn og hrein­læti, land­bún­að­ar­svæðum og menn­ing­ar­verð­mætum. 
  • hertrar herkvíar á Gaza og hindr­unar á dreif­ingu mann­úð­ar­að­stoðar og nauð­syn­legrar þjón­ustu til Gaza. 
  • ítrek­aðra sprengju­árása sem valda mikilli eyði­legg­ingu í þétt­býlum íbúða­hverfum. 
  • gífur­legs mann­falls meðal óbreyttra borgara. 
  • árása sem ekki tengjast hern­að­ar­legum skot­mörkum og beinast að óbreyttum borg­urum. 
  • nauð­unga­flutn­inga fjölda óbreyttra borgara með víðtækum og oft vill­andi fyrir­mælum um rýmingu. 

 

  1. Orðræða ísra­elskra embætt­is­manna:
  • Fjöldi yfir­lýs­inga embætt­is­manna, heryf­ir­valda og þing­manna þar sem er hvatt til  aðgerða sem teljast til hópmorðs eða fela í sér afmennskun á Palestínu­búum á Gaza. Sams­konar tals­máti var ítrekað notaður af ísra­elskum hermönnum sem gerðu árásir á Gaza og kölluðu meðal annars eftir því að „þurrka út“ Gaza.  

 

Amnesty Internati­onal hefur skoðað alla þessa þætti í víðara samhengi við aðskiln­að­ar­stefnu Ísraels, ómann­úð­lega herkví á Gaza og ólög­mæts hernáms á palestínsku svæði í 57 ár, sem kúgað hefur Palestínubúa og valdið gríð­ar­legum mann­legum þján­ingum.   

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísland

Alþingismenn leiti allra leiða til að stöðva hópmorðið á Gaza

Ísrael fremur hópmorð (e. genocide) á Palestínubúum á Gaza. Við krefjumst þess að alþingismenn á Íslandi geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva það. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð skuldbindur ríki um allan heim til að gera sitt besta til að koma í veg fyrir að hópmorð séu framin. 

Ísrael

Leysa þarf palestínskan lækni úr haldi

Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan þá.

Hong Kong

Lýðræðissinni í fangelsi fyrir friðsamleg mótmæli

Owen Chow Ka-shing er ungur aðgerðasinni sem hefur beitt sér fyrir lýðræði í Hong Kong. Hann var virkur þátttakandi í mótmælahreyfingu sem kennd var við regnhlífar árið 2014 og í mótmælum gegn frumvarpi um framsal frá Hong Kong til Kína árið 2019. Chow er í fangelsi fyrir að nýta tjáningar- og fundafrelsið með friðsamlegum hætti. Hann afplánar nú 12 ára og 10 mánaða dóm.

Búlgaría

Fjölskyldur Rómafólks bornar út og hús rifin niður

Fjölskyldur Rómafólks voru bornar út og hús þeirra rifin niður. Nær 200 manneskjur urðu heimilislausar, þar með talin börn, eldri borgarar, barnshafandi konur og fatlað fólk. Skrifaðu undir ákall þar sem krafist er að búlgörsk yfirvöld veiti Rómafjölskyldunum sem urðu fyrir útburðinum viðunandi húsnæði, heilbrigðisþjónustu og félagsaðstoð.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.