Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögreglu­of­beldis í kjölfar aðgerða stjórn­valda gegn kórónu­veirufar­aldr­inum. Fjöldi vitn­is­burða er um óhóf­lega vald­beit­ingu og notkun skot­vopna lögregl­unnar. Viðbrögð yfir­valda er fela í sér vald­beit­ingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast.

Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall. Daginn sem hann dó var hann á leik­velli þar sem hann æfði oft íþróttir, lék sér, söng og dansaði með vinum sínum. Lögreglu­menn mættu á svæðið um klukkan sjö um morg­uninn og skutu á hópinn til að dreifa úr honum. Stráka­hóp­urinn flúði skot­hríðina en Kilson féll til jarðar. Hann hafði verið skotinn í höfuðið. Lögreglu­menn­irnir fóru út úr bílum sínum og spörkuðu í hann. Þeir yfir­gáfu svæðið þegar þeir áttuðu sig á því honum blæddi. Nágrannar fóru með Kilson á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.

Sögur ungmenn­anna sjö um lögreglu­of­beldi eru keim­líkar. Þær sýna hvernig lögreglan beitti óhóf­legu valdi af kæru­leysi sem leiddi til dauða ungmenn­anna í stað þess að vernda líf þeirra.

Dauði þeirra er áminning til stjórn­valda um að viðbrögðum við kórónu­veirufar­aldr­inum er ætlað að bjarga manns­lífum en ekki valda dauða.

Kallað er eftir óháðri og skil­virkri rann­sókn án tafar!

Skrifaðu undir og krefstu þess að João Lourenço forseti landsins grípi til aðgerða til að tryggja rétt­læti og skaða­bætur fyrir fjöl­skyldur ungmenn­anna sem létu lífið vegna lögreglu­of­beldis.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.