Bandaríkin
Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.
Julian Assange er í haldi í Belmarsh– öryggisfangelsinu í Bretlandi á grundvelli framsalsbeiðni Bandaríkjanna. Amnesty International leggst alfarið gegn því að Julian Assange verði framseldur eða fluttur með einum eða öðrum hætti til Bandaríkjanna. Julian Assange gæti átt á hættu varðhaldsvist við aðstæður sem teljast til pyndinga og annarrar illrar meðferðar, t.d. einangrunarvist. Í ljósi háværrar opinberrar umræðu embættisfólks í efstu lögum stjórnsýslunnar gegn honum er mikil hætta á ósanngjörnum réttarhöldum sem grefur alvarlega undan rétti Julian Assange til að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð.
Julian Assange birti trúnaðargögn í tengslum við störf sín hjá Wikileaks. Slík birting á ekki að vera refsiverð og svipar til starfa fjölmiðlafólks sem reglulega rannsakar mál í starfi sínu. Þessar ákærur gætu haft hrollvekjandi afleiðingar fyrir tjáningarfrelsið og leitt til þess að fjölmiðlafólk ritskoði sjálft sig af ótta við málsókn.
Lestu meira um málið hér.
Verndum tjáningarfrelsið!
Krefstu þess að bandarísk stjórnvöld felli niður ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast eingöngu birtingu gagna á Wikileaks.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu