Bandaríkin

Bandaríkin: Krefstu réttlætis fyrir George Floyd

„Ég næ ekki andanum“ kvað George Floyd á meðan lögreglu­maður kraup yfir honum, þrýsti hné sínu að hálsi hans og neitaði að færa sig af honum í sjö mínútur. „Ég er að deyja!“ sagði George með hend­urnar bundnar fyrir aftan bak.

Þegar lögreglu­mað­urinn loksins fjar­lægði hnéð af hálsi George var hann meðvit­und­ar­laus. George var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurð­aður látinn. George Floyd var óvopn­aður, svartur karl­maður.

Stuttu áður hafði afgreiðslu­maður í matvöru­verslun kallað til lögreglu vegna gruns um að George hafi reynt að greiða vörur með föls­uðum peninga­seðli. George fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Ef lögreglan hefði ekki beitt ólög­mætri vald­beit­ingu væri George enn á lífi.

Dauði George Floyd er birt­ing­ar­mynd gífur­legs ofbeldis og kynþáttam­is­réttis gegn svörtu fólki í Banda­ríkj­unum. Fjöldi sambæri­legra mála hafa átt sér stað undan­farið og má þar nefna morðið á Ahmaud Arbery sem var úti að skokka og morðið á Breonnu Taylor sem var sofandi heima hjá sér þegar lögreglan hóf skot­hríð. Lögreglan fremur fjöldann allan af mann­rétt­inda­brotum gegn minni­hluta­hópum fólks, sérstak­lega gegn svörtum Banda­ríkja­mönnum. Árið 2019 var lögreglan viðriðin yfir eitt þúsund dauðs­föll fólks í Banda­ríkj­unum.

Lögreglu­mönn­unum sem tengjast dauðs­falli George Floyd hefur verið vikið úr starfi en það er ekki nóg til að ná fram rétt­læti. Fjöl­skylda George og nærsam­félag kalla eftir því að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans sæti refs­ingu og að tryggt verði að þetta gerist ekki aftur. Almenn­ingur í Banda­ríkj­unum stendur fyrir víðtækum mótmælum um allt landið og krefst aðgerða en þeim er mætt með kúgun og ofríki lögreglu.

Krefstu þess að yfir­völd í Banda­ríkj­unum sæki til saka þá sem bera ábyrgð á dauða George Floyd og annarra í sambæri­legum málum!

Skrifaðu undir málið núna og sýndu vinum, fjöl­skyldu og samfé­lagi George Floyd samstöðu. #Justicefor­Geor­geFloyd!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Íran: Bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks í haldi

Mehran Raoof, bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks, var handtekinn í Íran þann 16. október 2020. Hann hefur verið í einangrun síðan þá. Einangrunarvist sem stendur yfir í 22 tíma eða lengur á sólarhring og umfram 15 daga er brot á banni gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Mehran Raoof var eingungis handtekinn vegna baráttu sinnar fyrir réttindum verkafólks og stuðnings við verkalýðsfélög.

Spánn

Spánn: Rappari dæmdur fyrir tíst

Pablo Hasél, spænskur rappari, var nýlega dæmdur í níu mánaða fangelsi og sektaður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðjuverka sem og fyrir róg og níð gegn krúnunni og stjórnkerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapplagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið sitt.

Bandaríkin

Bandaríkin: Lokið Gvantanamó-fangabúðunum

Í byrjun forsetatíðar Trumps Bandaríkjaforseta skrifaði hann undir forsetatilskipun þess efnis að herfangelsið í Gvantanamó yrði áfram haldið opnu. Síðan þá hafa engir nýir fangar komið þangað og aðeins einn verið fluttur þaðan. Biden, nýr forseti Bandaríkjanna, hefur nú tækifæri til að breyta þessari grimmilegu stefnu og loka fangabúðunum fyrir fullt og allt.

Bretland

Pyndingar verði ekki lengur refsiverðar

Um þessar mundir vinna bresk stjórnvöld að því að koma nýju frumvarpi í gegnum þingið sem kveður á um að pyndingar og stríðsglæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsiverð ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frumvarpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðsglæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær ógerlegt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pyndingar ef liðin eru fimm ár.

Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.