Bandaríkin

Bandaríkin: Krefstu réttlætis fyrir George Floyd

„Ég næ ekki andanum“ kvað George Floyd á meðan lögreglu­maður kraup yfir honum, þrýsti hné sínu að hálsi hans og neitaði að færa sig af honum í sjö mínútur. „Ég er að deyja!“ sagði George með hend­urnar bundnar fyrir aftan bak.

Þegar lögreglu­mað­urinn loksins fjar­lægði hnéð af hálsi George var hann meðvit­und­ar­laus. George var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurð­aður látinn. George Floyd var óvopn­aður, svartur karl­maður.

Stuttu áður hafði afgreiðslu­maður í matvöru­verslun kallað til lögreglu vegna gruns um að George hafi reynt að greiða vörur með föls­uðum peninga­seðli. George fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Ef lögreglan hefði ekki beitt ólög­mætri vald­beit­ingu væri George enn á lífi.

Dauði George Floyd er birt­ing­ar­mynd gífur­legs ofbeldis og kynþáttam­is­réttis gegn svörtu fólki í Banda­ríkj­unum. Fjöldi sambæri­legra mála hafa átt sér stað undan­farið og má þar nefna morðið á Ahmaud Arbery sem var úti að skokka og morðið á Breonnu Taylor sem var sofandi heima hjá sér þegar lögreglan hóf skot­hríð. Lögreglan fremur fjöldann allan af mann­rétt­inda­brotum gegn minni­hluta­hópum fólks, sérstak­lega gegn svörtum Banda­ríkja­mönnum. Árið 2019 var lögreglan viðriðin yfir eitt þúsund dauðs­föll fólks í Banda­ríkj­unum.

Lögreglu­mönn­unum sem tengjast dauðs­falli George Floyd hefur verið vikið úr starfi en það er ekki nóg til að ná fram rétt­læti. Fjöl­skylda George og nærsam­félag kalla eftir því að þeir sem beri ábyrgð á dauða hans sæti refs­ingu og að tryggt verði að þetta gerist ekki aftur. Almenn­ingur í Banda­ríkj­unum stendur fyrir víðtækum mótmælum um allt landið og krefst aðgerða en þeim er mætt með kúgun og ofríki lögreglu.

Krefstu þess að yfir­völd í Banda­ríkj­unum sæki til saka þá sem bera ábyrgð á dauða George Floyd og annarra í sambæri­legum málum!

Skrifaðu undir málið núna og sýndu vinum, fjöl­skyldu og samfé­lagi George Floyd samstöðu. #Justicefor­Geor­geFloyd!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.