Bandaríkin

Bandaríkin: Lokið Gvantanamó-fangabúðunum

Í byrjun forsetatíðar Trumps Banda­ríkja­for­seta skrifaði hann undir forseta­til­skipun þess efnis að herfang­elsið í Gvant­anamó yrði áfram haldið opnu. Síðan þá hafa engir nýir fangar komið þangað og aðeins einn verið fluttur þaðan. Biden, nýr forseti Banda­ríkj­anna, hefur nú tæki­færi til að breyta þessari grimmi­legu stefnu og loka fanga­búð­unum fyrir fullt og allt. 

Enn eru 40 fangar, múslímskir karl­menn, þar í haldi í óákveðinn tíma. Flestir þeirra eru þar án ákæru og margir hafa sætt pynd­ingum. Enginn þessara fanga hefur fengið sann­gjörn rétt­ar­höld 

Fimm fangar í Gvant­anamó fengu leyfi fyrir mörgum árum að vera fluttir til annars lands en þeim er samt sem áður enn haldið þar. Einn þeirra er Toffiq al-Bihani sem fékk leyfi til flutnings til annars lands árið 2010Hann var pynd­aður af leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna, CIA, áður en hann var fluttur í Gvant­anamó árið 2003. Toffiq al-Bihani hefur enn ekki verið ákærður eða fengið rétt­ar­höld. 

Það er ljóst að þarna eiga mann­rétt­inda­brot sér stað og nú er það í höndum stjórnar Bidens að loka fanga­búð­unum í Gvant­anamó. 

Krefstu þess að banda­rísk stjórn­völd loki Gvant­anamó-fanga­búð­unum án tafar!

 

Amnesty Internati­onal mælir með mynd­inni The Maurit­anian sem byggð er á sannri sögu fanga í Gvant­anamó-fanga­búð­unum.

Sjá sýnis­horn hér:

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Íran: Bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks í haldi

Mehran Raoof, bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks, var handtekinn í Íran þann 16. október 2020. Hann hefur verið í einangrun síðan þá. Einangrunarvist sem stendur yfir í 22 tíma eða lengur á sólarhring og umfram 15 daga er brot á banni gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Mehran Raoof var eingungis handtekinn vegna baráttu sinnar fyrir réttindum verkafólks og stuðnings við verkalýðsfélög.

Spánn

Spánn: Rappari dæmdur fyrir tíst

Pablo Hasél, spænskur rappari, var nýlega dæmdur í níu mánaða fangelsi og sektaður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðjuverka sem og fyrir róg og níð gegn krúnunni og stjórnkerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapplagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið sitt.

Bandaríkin

Bandaríkin: Lokið Gvantanamó-fangabúðunum

Í byrjun forsetatíðar Trumps Bandaríkjaforseta skrifaði hann undir forsetatilskipun þess efnis að herfangelsið í Gvantanamó yrði áfram haldið opnu. Síðan þá hafa engir nýir fangar komið þangað og aðeins einn verið fluttur þaðan. Biden, nýr forseti Bandaríkjanna, hefur nú tækifæri til að breyta þessari grimmilegu stefnu og loka fangabúðunum fyrir fullt og allt.

Bretland

Pyndingar verði ekki lengur refsiverðar

Um þessar mundir vinna bresk stjórnvöld að því að koma nýju frumvarpi í gegnum þingið sem kveður á um að pyndingar og stríðsglæpir af hálfu breskra hermanna verði ekki lengur refsiverð ef liðin eru fimm ár frá því brotin voru framin. Nái frumvarpið í gegn er breski herinn í raun hafinn yfir lög þar sem stríðsglæpir breskra hermanna fyrnast á fimm árum. Þetta þýðir að nær ógerlegt verður að sækja þá til saka fyrir glæpi eins og pyndingar ef liðin eru fimm ár.

Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.