Bandaríkin

Bandaríkin: Lokið Gvantanamó-fangabúðunum

Í byrjun forsetatíðar Trumps Banda­ríkja­for­seta skrifaði hann undir forseta­til­skipun þess efnis að herfang­elsið í Gvant­anamó yrði áfram haldið opnu. Síðan þá hafa engir nýir fangar komið þangað og aðeins einn verið fluttur þaðan. Biden, nýr forseti Banda­ríkj­anna, hefur nú tæki­færi til að breyta þessari grimmi­legu stefnu og loka fanga­búð­unum fyrir fullt og allt. 

Enn eru 40 fangar, múslímskir karl­menn, þar í haldi í óákveðinn tíma. Flestir þeirra eru þar án ákæru og margir hafa sætt pynd­ingum. Enginn þessara fanga hefur fengið sann­gjörn rétt­ar­höld 

Fimm fangar í Gvant­anamó fengu leyfi fyrir mörgum árum að vera fluttir til annars lands en þeim er samt sem áður enn haldið þar. Einn þeirra er Toffiq al-Bihani sem fékk leyfi til flutnings til annars lands árið 2010Hann var pynd­aður af leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna, CIA, áður en hann var fluttur í Gvant­anamó árið 2003. Toffiq al-Bihani hefur enn ekki verið ákærður eða fengið rétt­ar­höld. 

Það er ljóst að þarna eiga mann­rétt­inda­brot sér stað og nú er það í höndum stjórnar Bidens að loka fanga­búð­unum í Gvant­anamó. 

Krefstu þess að banda­rísk stjórn­völd loki Gvant­anamó-fanga­búð­unum án tafar!

 

Amnesty Internati­onal mælir með mynd­inni The Maurit­anian sem byggð er á sannri sögu fanga í Gvant­anamó-fanga­búð­unum.

Sjá sýnis­horn hér:

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórnvöld í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjónustufyrirtækjum að loka fyrir Twitter. Fjölmiðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikningum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tjáningarfrelsinu, fjölmiðlafrelsi og skerða aðgengi að upplýsingum. Friðsamir mótmælendur hafa mætt ofbeldisfullum aðgerðum af hálfu nígerískra yfirvalda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

Alsír

Alsír: Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórnvöld nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að herja á aðgerðasinna, fangelsa stjórnarandstæðinga og þagga niður í fjölmiðlum. Það verður að leysa úr haldi alla einstaklinga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tjáningar og friðsamlegra mótmæla. Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty International til verndar tjáningarfrelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórnvöld stöðvi varðhöld að geðþótta á Hirak-mómælendum og leysi friðsamlega mótmælendur tafarlaust úr haldi án skilyrða.