Næstum ein milljón Róhingja býr í flóttamannabúðum í niðurníðslu í Cox Bazar í Bangladess eftir að hafa flúið heimili sín í Mjanmar vegna glæpa hersins þar í landi. Þessir glæpir jafngilda glæpum gegn mannkyninu samkvæmt alþjóðalögum og eru nú til skoðunar hjá Alþjóðadómstólnum í Haag.
Kórónuveirufaraldurinn hefur gert aðstæður Róhingja í flóttamannabúðum enn þungbærari. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert vegna tungumálaörðugleika, illrar meðferðar frá heilbrigðisstarfsfólki og ófullnægjandi aðgengi upplýsinga um þá heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða.
Fleiri en 100 Róhingjar hafa verið teknir af lífi án dóms og laga frá árunum 2017 – 2020 samkvæmt mannréttindasamtökunum Odhikar í Bangladess.
Flóttafólk hefur greint frá því að gaddavírsgirðingar kringum búðirnar geri líf fólks erfiðara fyrir og er stórhættulegt neyðarástandi, líkt og eldsvoðum. Þúsundir Róhingja hafa verið þvingaðir til Bhashan Char, afskekktrar sandeyju í Bengal–flóa og eru áform yfirvalda að flytja um 100 þúsund einstaklinga á eyjuna.
Framtíð næstum hálfrar milljónar Róhingja barna er döpur en þau fá nánast enga menntun. Árlega leggur fjöldi Róhingja á sig hættulegar bátsferðir til nærliggjandi landa í von um betra líf frá erfiðum aðstæðum.
Í áratugi hefur Róhingjum í Mjanmar verið neitað um ríkisborgararétt, ferðafrelsi og aðgengi að menntun, störfum og heilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld geta valdeflt þennan hóp með því að gefa þeim rödd og virða mannréttindi þeirra.
Þrýstu á stjórnvöld í Bangladess og alþjóðasamfélagið að tryggja þátttöku Róhingja flóttafólks í ákvarðanatöku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mannréttindi þeirra séu vernduð.
Undirskriftarlistarnir eru sendir á stjórnvöld Bangladess ásamt stjórnvöldum Ástralíu, Kanada, Indónesíu og Bandaríkjanna.