Bangladess

Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Næstum ein milljón Róhingja býr í flótta­manna­búðum í niður­níðslu í Cox Bazar í Bangla­dess eftir að hafa flúið heimili sín í Mjanmar vegna glæpa hersins þar í landi. Þessir glæpir jafn­gilda glæpum gegn mann­kyninu samkvæmt alþjóða­lögum og eru nú til skoð­unar hjá Alþjóða­dóm­stólnum í Haag.  

Kórónu­veirufar­ald­urinn hefur gert aðstæður Róhingja í flótta­manna­búðum enn þung­bærari. Aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu er skert vegna tungu­mála­örðugleika, illrar meðferðar frá heil­brigð­is­starfs­fólki og ófull­nægj­andi aðgengi upplýsinga um þá heil­brigð­is­þjón­ustu sem stendur til boða. 

Fleiri en 100 Róhingjar hafa verið teknir af lífi án dóms og laga frá árunum 2017 – 2020 samkvæmt mann­rétt­indasamtök­unum Odhikar í Bangla­dess. 

Flótta­fólk hefur greint frá því að gadda­vírs­girð­ingar kringum búðirnar geri líf fólks erfiðara fyrir og er stór­hættu­legt neyð­ar­ástandi, líkt og elds­voðum. Þúsundir Róhingja hafa verið þving­aðir til Bhashan Char, afskekktrar sand­eyju í Bengalflóa og eru áform yfirvalda að flytja um 100 þúsund einstak­linga á eyjuna.   

Framtíð næstum hálfrar millj­ónar Róhingja barna er döpur en þau fá nánast enga menntunÁrlega leggur fjöldi Róhingja á sig hættu­legar báts­ferðir til nærliggj­andi landa í von um betra líf frá erfiðum aðstæðum 

Í áratugi hefur Róhingjum í Mjanmar verið neitað um ríkis­borg­ara­rétt, ferða­frelsi og aðgengi að menntun, störfum og heil­brigð­is­þjón­ustu. Stjórn­völd geta vald­eflt þennan hóp með því að gefa þeim rödd og virða mann­rétt­indi þeirra 

Þrýstá stjórn­völd í Bangla­dess og alþjóða­sam­fé­lagið að tryggja þátt­töku Róhingja flótta­fólks í ákvarðana­töku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mann­rétt­indi þeirra séu vernduð.  

Undir­skrift­arlist­arnir eru sendir á stjórn­völd Bangla­dess ásamt stjórn­völdum Ástr­alíu, Kanada, Indó­nesíu og Banda­ríkjanna 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Kína: Leyfið fjölskyldusameiningu Úígúra

Aðför Kína gegn minnihlutahóp Úígúra í Xinjiang-héraði hefur leitt til þess að foreldrar hafa orðið viðskila við börn sín. Með þinni undirskrift getum við komið í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum. Saga þessarar fjölskyldu er ekki einstök. Foreldrar sem eru í minnihlutahóp Úígúra og búsettir erlendis þurftu mörg hver að skilja eitt eða fleiri börn eftir í umsjá ættingja í Xinjiang. Sumir þessara foreldra hafa svo komist að því að börnin hafa verið flutt nauðug á ríkisrekin munaðarleysingjahæli eða heimavistarskóla í kjölfarið af handtöku ættingjanna. Krefstu þess að kínversk stjórnvöld leyfi Úígúrum búsettum erlendis að fá börnin til sín.

Bangladess

Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert aðstæður Róhingja í flóttamannabúðum Cox Bazar í Bangladess enn þungbærari. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert vegna tungumálaörðugleika, illrar meðferðar frá heilbrigðisstarfsfólki og ófullnægjandi aðgengi upplýsinga um þá heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða. Þrýstu á stjórnvöld í Bangladess og alþjóðasamfélagið að tryggja þátttöku Róhingja flóttafólks í ákvarðanatöku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mannréttindi þeirra séu vernduð.

Íran

Íran: Bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks í haldi

Mehran Raoof, bresk-íranskur baráttumaður fyrir réttindum verkafólks, var handtekinn í Íran þann 16. október 2020. Hann hefur verið í einangrun síðan þá. Einangrunarvist sem stendur yfir í 22 tíma eða lengur á sólarhring og umfram 15 daga er brot á banni gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Mehran Raoof var eingungis handtekinn vegna baráttu sinnar fyrir réttindum verkafólks og stuðnings við verkalýðsfélög.

Hondúras

Hondúras: Réttlætis krafist í morðmáli Bertu Cáceres

Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.

Spánn

Spánn: Rappari dæmdur fyrir tíst

Pablo Hasél, spænskur rappari, var nýlega dæmdur í níu mánaða fangelsi og sektaður um 30 þúsund evrur fyrir vegsömun hryðjuverka sem og fyrir róg og níð gegn krúnunni og stjórnkerfi landsins. Dómurinn var byggður á 64 tístum og einu rapplagi. Hann er dæmdur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið sitt.

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.