Tæland
Yfirvöld í Tælandi þagga ítrekað niður í friðsömum mótmælendum. Hundruð einstaklinga hafa verið handteknir.
Á meðal þeirra eru tvær baráttukonur sem hafa verið í hungurverkfalli og afþakkað vökva að mestu leyti síðan um miðjan janúar 2023 í mótmælasskyni við neitun um lausn gegn tryggingu. Óttast er um heilsu þeirra.
Þær, ásamt öðrum mótmælendum, eru í haldi að geðþótta fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla friðsamlega.
Amnesty kalla eftir því að baráttukonurnar tvær og aðrir friðsamir mótmælendur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega verði umsvifalaust leyst úr haldi og ákærur felldar niður.
Einnig er þess krafist að baráttukonurnar í hungurverkfalli séu verndaðar gegn pyndingum og annarri illri meðferð og fái aðgang að fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.
Lestu Meira: aðför að tjáningarfrelsinu í Tælandi þar sem börnum er refsað fyrir þátttöku í mótmælum.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía
Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.

Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum

Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.

Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu