Tæland

Baráttukonur í haldi

Yfir­völd í Tælandi þagga ítrekað niður í frið­sömum mótmæl­endum. Hundruð einstak­linga hafa verið hand­teknir.

Á meðal þeirra eru tvær baráttu­konur sem hafa verið í hung­ur­verk­falli og afþakkað vökva að mestu leyti síðan um miðjan janúar 2023 í mótmælasskyni við neitun um lausn gegn trygg­ingu. Óttast er um heilsu þeirra.

Þær, ásamt öðrum mótmæl­endum, eru í haldi að geðþótta fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla frið­sam­lega.

Amnesty kalla eftir því að baráttu­kon­urnar tvær og aðrir frið­samir mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega verði umsvifa­laust leyst úr haldi og ákærur felldar niður.

Einnig er þess krafist að baráttu­kon­urnar í hung­ur­verk­falli séu vernd­aðar gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð og fái aðgang að full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu.

 

Lestu Meira: aðför að tján­ing­ar­frelsinu í Tælandi þar sem börnum er refsað fyrir þátt­töku í mótmælum.

 

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Alþjóðlegt

Styddu réttindi verkafólks í fataiðnaði

Í áraraðir hafa stjórnvöld og tískufyrirtæki hagnast á slæmum starfsaðstæðum kvenna sem sauma fötin okkar. Brotið er kerfisbundið á mannréttindum verkafólks í fataiðnaði sem vinnur oft við hættulegar aðstæður, launin eru undir framfærsluviðmiði og ráðningarsamningar eru ótryggir. Laun sem duga ekki fyrir framfærslu þýðir að verkafólkið hefur ekki aðgang að nauðsynjum eins og mat, heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, menntun og öruggu húsnæði.

Ungverjaland

Skipuleggjandi gleðigöngu á yfir höfði sér ákærur

Géza Buzás-Hábel, sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigönguna í Pécs í Ungverjalandi sem fór fram 4. október síðastliðinn þrátt fyrir bann gegn gleðigöngunni. Amnesty International kallar eftir því að saksóknaraembættið loki tafarlaust rannsókn á málinu þar sem hún brýtur gegn réttinum til friðsamlegrar samkomu, tjáningarfrelsinu og banni gegn mismunun samkvæmt evrópskum og alþjóðlegum mannréttindalögum.

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.