Tæland

Baráttukonur í haldi

Yfir­völd í Tælandi þagga ítrekað niður í frið­sömum mótmæl­endum. Hundruð einstak­linga hafa verið hand­teknir.

Á meðal þeirra eru tvær baráttu­konur sem hafa verið í hung­ur­verk­falli og afþakkað vökva að mestu leyti síðan um miðjan janúar 2023 í mótmælasskyni við neitun um lausn gegn trygg­ingu. Óttast er um heilsu þeirra.

Þær, ásamt öðrum mótmæl­endum, eru í haldi að geðþótta fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla frið­sam­lega.

Amnesty kalla eftir því að baráttu­kon­urnar tvær og aðrir frið­samir mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig frið­sam­lega verði umsvifa­laust leyst úr haldi og ákærur felldar niður.

Einnig er þess krafist að baráttu­kon­urnar í hung­ur­verk­falli séu vernd­aðar gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð og fái aðgang að full­nægj­andi heil­brigð­is­þjón­ustu.

 

Lestu Meira: aðför að tján­ing­ar­frelsinu í Tælandi þar sem börnum er refsað fyrir þátt­töku í mótmælum.

 

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.