Tæland
Yfirvöld í Tælandi þagga ítrekað niður í friðsömum mótmælendum. Hundruð einstaklinga hafa verið handteknir.
Á meðal þeirra eru tvær baráttukonur sem hafa verið í hungurverkfalli og afþakkað vökva að mestu leyti síðan um miðjan janúar 2023 í mótmælasskyni við neitun um lausn gegn tryggingu. Óttast er um heilsu þeirra.
Þær, ásamt öðrum mótmælendum, eru í haldi að geðþótta fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla friðsamlega.
Amnesty kalla eftir því að baráttukonurnar tvær og aðrir friðsamir mótmælendur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega verði umsvifalaust leyst úr haldi og ákærur felldar niður.
Einnig er þess krafist að baráttukonurnar í hungurverkfalli séu verndaðar gegn pyndingum og annarri illri meðferð og fái aðgang að fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.
Lestu Meira: aðför að tjáningarfrelsinu í Tælandi þar sem börnum er refsað fyrir þátttöku í mótmælum.
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Íran
Zeynab Jalaian tók þátt í aðgerðum til að valdefla konur og stúlkur sem tilheyra kúguðum kúrdíkum minnihlutahópi. Hún hefur setið 15 ár á bak við lás og slá vegna þessara félagslegra og pólitískra aðgerða sinna.
Kamerún
Friðaraðgerðasinninn Abdul Karim Ali hefur verið í haldi að geðþótta án ákæru í Kamerún síðan 11. ágúst 2022.
Palestína
Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Fyrir ungt fólk sem vill hafa áhrif minnum við á ungliðahreyfingu Amnesty International en hópar eru starfandi um land allt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu