Bandaríkin

Baráttumaður fyrir réttindum amerískra frumbyggja í fangelsi í rúm 44 ár

Leonard Peltier er aðgerðasinni sem hefur verið setið í fang­elsi í Banda­ríkj­unum í rúm 44 ár, þar af tölu­verðan tíma í einangr­un­ar­vist. Hann er að afplána tvöfaldan lífs­tíð­ardóm þrátt fyrir gagn­rýn­israddir um rétt­mæti dómsins. Hann er 77 ára gamall og hefur alltaf haldið því fram að hann sé saklaus. Heilsa hans er orðin slæm og hann þjáist af langvar­andi heilsu­vanda sem gæti dregið hann til dauða.

Leonard Peltier er amer­ískur frum­byggi af Anis­hinaabe-Lakota ættbálknum og var meðlimur í hópi sem berst fyrir rétt­indum amer­ískra frum­byggja, American Indian Movement. Hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo útsendara FBI út frá vitn­is­burði sjón­ar­votts sem vildi seinna draga vitn­is­burðinn til baka en dómari bannaði henni að koma fyrir rétt. Árið 2000 gaf sjón­ar­vott­urinn út opin­bera yfir­lýs­ingu um að ítrek­aðar hótanir FBI hafi leitt til vitn­is­burð­arins.

Lögfræð­ingur Leon­ards biðlaði til fyrrum forseta Banda­ríkj­anna, Barack Obama, árið 2016 um náðun en var hafnað. Enn á ný í júlí 2021 var sótt um náðun hjá núver­andi forseta Banda­ríkj­anna.

Í ljósi vafa­samrar máls­með­ferðar, langs afplán­un­ar­tíma og þverr­andi heilsu Leon­ards kallar Amnesty Internati­onal á núver­andi forseta Banda­ríkj­anna, Joe Biden, um að náða Leonard Peltier.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Stjórnvöld í Tælandi nýta kórónuveirufaraldurinn til að þagga enn frekar niður í ungum friðsömum mótmælendum. Fleiri en 600 ungmenni eiga yfir höfði sér langa fangelsisdóma fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega þrátt fyrir að lögreglan hafi beitt óhóflegu valdi við að leysa upp mótmælin.

Bangladess

Aðför stjórnvalda að tjáningarfrelsi á netinu

Yfir þúsund einstaklingar hafa verið handteknir í Bangladess frá árinu 2018 á grundvelli laga um stafrænt öryggi (DSA, Digital Security ACT) fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar á netinu. Bregstu við og krefstu þess að forsætisráðherra Bangladess, Sheikh Hasina, felli lögin úr gildi eða endurbæti í samræmi við alþjóðalög þau ákvæði sem eru notuð til að þagga niður í gagnrýnisröddum.

Angóla

Hirðingjasamfélög í hættu

Nú varir einn versti þurrkur síðastliðin 40 ár í suðurhluta Angóla. Afleiðingarnar eru ógnvænlegar þar sem heilsa og mataröryggi hirðingjasamfélaga á svæðinu eru í verulegri hættu. Vannæring hefur aukist til muna og aðgangur að vatni og hreinlætisaðstöðu er ótryggður.

Alþjóðlegt

Ríki hætti ólögmætri notkun á njósnabúnaði

Í löndum víðsvegar um heiminn reiða yfirvöld sig sífellt meira á stafrænt eftirlit í þeim tilgangi að áreita eða handtaka einstaklinga sem tjá sig til varnar mannréttindum eða afhjúpa viðkvæmar upplýsingar. Aukning er á stafrænum árásum gegn mannréttindasinnum, fjölmiðlafólki og almennum borgurum. Njósnum, hótunum og þöggun er beitt með því að brjótast inn í stafræn tæki einstaklinga. Þessari aðför verður að linna. Með undirskrift þinni þrýstir þú á stjórnvöldá heimsvísu að bregðast við kröfum um að vernda mannréttindasinna um heim allan.