Bandaríkin

Baráttumaður fyrir réttindum amerískra frumbyggja í fangelsi í rúm 44 ár

Leonard Peltier er aðgerðasinni sem hefur verið setið í fang­elsi í Banda­ríkj­unum í rúm 44 ár, þar af tölu­verðan tíma í einangr­un­ar­vist. Hann er að afplána tvöfaldan lífs­tíð­ardóm þrátt fyrir gagn­rýn­israddir um rétt­mæti dómsins. Hann er 77 ára gamall og hefur alltaf haldið því fram að hann sé saklaus. Heilsa hans er orðin slæm og hann þjáist af langvar­andi heilsu­vanda sem gæti dregið hann til dauða.

Leonard Peltier er amer­ískur frum­byggi af Anis­hinaabe-Lakota ættbálknum og var meðlimur í hópi sem berst fyrir rétt­indum amer­ískra frum­byggja, American Indian Movement. Hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo útsendara FBI út frá vitn­is­burði sjón­ar­votts sem vildi seinna draga vitn­is­burðinn til baka en dómari bannaði henni að koma fyrir rétt. Árið 2000 gaf sjón­ar­vott­urinn út opin­bera yfir­lýs­ingu um að ítrek­aðar hótanir FBI hafi leitt til vitn­is­burð­arins.

Lögfræð­ingur Leon­ards biðlaði til fyrrum forseta Banda­ríkj­anna, Barack Obama, árið 2016 um náðun en var hafnað. Enn á ný í júlí 2021 var sótt um náðun hjá núver­andi forseta Banda­ríkj­anna.

Í ljósi vafa­samrar máls­með­ferðar, langs afplán­un­ar­tíma og þverr­andi heilsu Leon­ards kallar Amnesty Internati­onal á núver­andi forseta Banda­ríkj­anna, Joe Biden, um að náða Leonard Peltier.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.