Tyrkland

Berið virðingu fyrir ættingjum hinna horfnu

Þann 25. ágúst síðast­liðinn beitti lögreglan í Istanbúl tára­gasi og háþrýsti­vatns­dælum til að leysa upp frið­samleg mótmæli. Umrædd mótmæli saman­stóðu aðal­lega af konum sem margar hverjar eru á áttræðis­aldri og þekktar sem Laug­ar­dags­mæð­urnar (e. Saturday Mothers). Konurnar hafa staðið fyrir frið­ar­vökum þar sem þær og fleiri mótmæla þving­uðum manns­hvörfum ættingja þeirra frá því um miðjan tíunda áratuginn. Tyrk­nesk yfir­völd hafa nú bannað vökurnar.

Laug­ar­dags­mæð­urnar hafa komið saman á hverjum laug­ar­degi á Galatas­aray-torgi og haldið frið­ar­vökur allt frá árinu 1995. Árið 1999 neyddust fjöl­skyldur hinna horfnu til að hætta frið­ar­vök­unum vegna ógnana og áreitnis af hálfu lögreglu. Viku­legar samkomur hófust aftur árið 2009 og hafa verið haldnar síðan þá. Fjöl­skyld­urnar kalla eftir sann­leika og rétt­læti fyrir ástvini sína sem eru aðeins nokkrir af þeim hundruðum einstak­linga sem hurfu í Tyrklandi á níunda og tíunda áratugnum. Fyrir flestum eru ástæður þving­aðra manns­hvarfa skyld­menna þeirra óljósar og ekki er vitað hvort hinir horfnu séu lifandi eða liðnir. Enginn hefur verið gerður ábyrgur fyrir umræddum mann­rétt­inda­brotum.

Þann 25. ágúst síðast­liðinn lögðu Laug­ar­dags­mæð­urnar af stað til að halda sjöhundruð­ustu frið­ar­vökuna sína en viðburð­urinn hafði verið auglýstur víðs vegar um Istanbúl. Dagurinn átti að vera tileink­aður ástvinum þeirra. Vakan var þó fljót­lega stöðvuð með harð­neskju­legum afskiptum lögreglu. Fjöldi lögreglu­manna notaði táragas og háþrýsti­vatns­dælur auk þess sem gúmmí­kúlum var skotið á fólk. Þá voru 47 manns, þar á meðal margir ættingjar hinna horfnu, settir í gæslu­varð­hald í nokkra klukku­tíma inni í lögreglu­bílum.

Frið­ar­vakan hefur verið bönnuð síðan 25. ágúst og í hverri viku óttast skyld­menni hinna horfnu, sem eru ákveðnir í að halda frið­sam­legum mótmælum sínum áfram, að lögreglan muni leysa upp mann­söfn­uðinn með ofbeld­is­fullum hætti.

Forseti Tyrk­lands, Recep Tayyip Erdoğan, fór á fund nokk­urra ættingja hinna horfnu árið 2011. Eftir tveggja tíma fund lofaði Erdoğan að tyrk­nesk stjórn­völd myndu vinna í málinu og rann­saka manns­hvörfin. Því fleiri sem hvetja forsetann til að efna loforð sitt því líklegra er að frið­ar­vöku­banninu verði aflétt. Með þínum stuðn­ingi getum við magnað upp raddir þeirra og tryggt að frið­ar­vakan sé þekkt um allan heim.

Stattu með þeim og skrifaðu undir Netákallið!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.