Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Rais­souni var hand­tekin af marokkósku lögregl­unni 31. ágúst síðast­liðinn grunuð um að hafa gengist undir þung­un­arrof, þrátt fyrir að engar sann­anir liggi fyrir. Hún var hand­tekin fyrir utan læknamið­stöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfs­mönnum læknamið­stöðv­ar­innar. Öll fimm eru enn í haldi.

Góð frétt: Hún ásamt hinum sem voru hand­tekin voru leyst úr haldi 16. október. Mál hennar vakti athygli mann­rétt­inda­sam­taka innan­lands sem og utan. Þrýst­ingur Amnesty Internati­onal átti þátt í lausn hennar og ýtti undir umræðu um rétt­indi kvenna og tján­ing­ar­frelsi í Marokkó.

Saad Sahli, lögræð­ingur Hajar, segir engar sann­anir vera í lækna­skýrslum sem bendi til þess að hún hafi gengist undir þung­un­arrof þennan dag. Hajar er ákærð fyrir að hafa gengist undir slíka aðgerð og unnusti hennar er ákærður fyrir spill­ingu og aðild að þung­un­ar­rofi. Lækn­irinn hennar er ákærður fyrir að fram­kvæma reglu­lega þung­un­arrof og starfs­fólk læknamið­stöðv­ar­innar fyrir aðild  að fram­kvæmd slíkra aðgerða. Öll fimm gætu átt yfir höfði sér eins árs fang­elsis­vist. Rétt­ar­höld hófust þann 16. sept­ember, daginn sem Hajar og unnusti hennar höfðu ráðgert að ganga í það heilaga.

Fjöl­miðla­fólk og mann­rétt­inda­sinnar eiga undir högg að sækja í Marokkó og eru reglu­lega fang­elsuð fyrir að tjá skoð­anir sínar á frið­saman hátt. Þann 4. sept­ember sendi Hajar Rais­souni bréf til dagblaðsins Akhbar al-Yaoum þar sem hún starfar. Þar segir hún frá því að hún hafi verið yfir­heyrð um póli­tísk skrif sín fyrir blaðið, spurð út í samstarfs­fólk sitt á blaðinu og fjöl­skyldu­með­limi sína. Þessar upplýs­ingar ýta stoðum undir að hand­taka hennar sé af póli­tískum toga og tengist störfum hennar í blaða­mennsku.

Samkvæmt lögum í Marokkó er kynlíf utan hjóna­bands glæp­sam­legt athæfi. Þung­un­arrof er einnig glæpur undir öllum kring­um­stæðum nema ef heilsu móður er ógnað og samþykki maka er til staðar. Hins vegar kveða alþjóðalög  á um að konur hafi sjálfs­for­ræði yfir eigin líkama og frelsi til ákvörð­un­ar­töku er varða kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi. Það er kynjam­is­rétti að glæpa­væða heil­brigð­is­þjón­ustu sem einungis konur þurfa á að halda, líkt og þung­un­arrof.

Þetta mál er mikilvæg áminning  um nauðsyn þess að fella úr gildi marokkósk lög sem refsa fyrir kynlíf utan hjóna­bands og þung­un­arrof. Þessi ákvæði í lögunum eru brot á rétt­indum kvenna, rétt­inum til sjálfs­for­ræðis yfir eigin líkama og eigin lífi, frelsi undan mismunun, þvingun og vald­beit­ingu og rétt­inum til að njóta bestu fáan­legu kyn- og frjó­sem­is­heilsu.

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að Hajar Rais­souni, unnusti hennar, læknir og starfs­fólk læknamið­stöðv­ar­innar verði leyst úr haldi án tafar.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Marokkó: Blaðamaður áreittur af stjórnvöldum

Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.

Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland: Verndum friðsama mótmælendur

Myndir og skýrslur sem varpa ljósi á ómannúðlegt lögregluofbeldi gegn friðsömum mótmælendum í Hvíta-Rússlandi, bæði á götum úti og í varðhaldi, hafa verið í fréttum um allan heim.

Venesúela

Venesúela: Fellið niður ákærur á hendur pólitísks fanga

Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku Nicmer Evans, stjórnmálafræðing, þann 13. júlí 2020 í Caracas í Venesúela. Þeir eru liðsmenn öryggissveitar hersins (DGCIM) og annarrar sérdeildar innan hersins (CICPC).

Íran

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir „njósnir“ eftir óréttlát réttarhöld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játningu sem náð var fram með pyndingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauðadómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum. 

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.