Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Rais­souni var hand­tekin af marokkósku lögregl­unni 31. ágúst síðast­liðinn grunuð um að hafa gengist undir þung­un­arrof, þrátt fyrir að engar sann­anir liggi fyrir. Hún var hand­tekin fyrir utan læknamið­stöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfs­mönnum læknamið­stöðv­ar­innar. Öll fimm eru enn í haldi.

Góð frétt: Hún ásamt hinum sem voru hand­tekin voru leyst úr haldi 16. október. Mál hennar vakti athygli mann­rétt­inda­sam­taka innan­lands sem og utan. Þrýst­ingur Amnesty Internati­onal átti þátt í lausn hennar og ýtti undir umræðu um rétt­indi kvenna og tján­ing­ar­frelsi í Marokkó.

Saad Sahli, lögræð­ingur Hajar, segir engar sann­anir vera í lækna­skýrslum sem bendi til þess að hún hafi gengist undir þung­un­arrof þennan dag. Hajar er ákærð fyrir að hafa gengist undir slíka aðgerð og unnusti hennar er ákærður fyrir spill­ingu og aðild að þung­un­ar­rofi. Lækn­irinn hennar er ákærður fyrir að fram­kvæma reglu­lega þung­un­arrof og starfs­fólk læknamið­stöðv­ar­innar fyrir aðild  að fram­kvæmd slíkra aðgerða. Öll fimm gætu átt yfir höfði sér eins árs fang­elsis­vist. Rétt­ar­höld hófust þann 16. sept­ember, daginn sem Hajar og unnusti hennar höfðu ráðgert að ganga í það heilaga.

Fjöl­miðla­fólk og mann­rétt­inda­sinnar eiga undir högg að sækja í Marokkó og eru reglu­lega fang­elsuð fyrir að tjá skoð­anir sínar á frið­saman hátt. Þann 4. sept­ember sendi Hajar Rais­souni bréf til dagblaðsins Akhbar al-Yaoum þar sem hún starfar. Þar segir hún frá því að hún hafi verið yfir­heyrð um póli­tísk skrif sín fyrir blaðið, spurð út í samstarfs­fólk sitt á blaðinu og fjöl­skyldu­með­limi sína. Þessar upplýs­ingar ýta stoðum undir að hand­taka hennar sé af póli­tískum toga og tengist störfum hennar í blaða­mennsku.

Samkvæmt lögum í Marokkó er kynlíf utan hjóna­bands glæp­sam­legt athæfi. Þung­un­arrof er einnig glæpur undir öllum kring­um­stæðum nema ef heilsu móður er ógnað og samþykki maka er til staðar. Hins vegar kveða alþjóðalög  á um að konur hafi sjálfs­for­ræði yfir eigin líkama og frelsi til ákvörð­un­ar­töku er varða kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi. Það er kynjam­is­rétti að glæpa­væða heil­brigð­is­þjón­ustu sem einungis konur þurfa á að halda, líkt og þung­un­arrof.

Þetta mál er mikilvæg áminning  um nauðsyn þess að fella úr gildi marokkósk lög sem refsa fyrir kynlíf utan hjóna­bands og þung­un­arrof. Þessi ákvæði í lögunum eru brot á rétt­indum kvenna, rétt­inum til sjálfs­for­ræðis yfir eigin líkama og eigin lífi, frelsi undan mismunun, þvingun og vald­beit­ingu og rétt­inum til að njóta bestu fáan­legu kyn- og frjó­sem­is­heilsu.

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að Hajar Rais­souni, unnusti hennar, læknir og starfs­fólk læknamið­stöðv­ar­innar verði leyst úr haldi án tafar.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Esvatíní

Esvatíní: Leysa þarf fyrrum þingmenn úr haldi

Bacede Mabuza og Mthandeni Dube, fyrrum þingmenn og baráttumenn fyrir lýðræði, eru samviskufangar í Esvatíní. Þeir voru handteknir 25. júlí 2021 fyrir að tjá sig um kúgun ríkisvaldsins og kalla eftir úrbótum á stjórnarskránni. Þeir hlutu 85 ára og 58 ára dóm á grundvelli kúgandi laga gegn hryðjuverkum og uppreisnaráróðri.

Bretland

Bretland: Fella þarf niður ákærur á hendur friðsömum mótmælendum 

Friðsamir mótmælendur voru handteknir á Bretlandi fyrir að mótmæla banni við Palestine Action-aðgerðahópnum sem tók gildi 5. júlí 2025. Í ágúst voru rúmlega 700 mótmælendur handteknir í London og víðar um Bretland. Til viðbótar voru 857 mótmælendur handteknir í London á einum degi, þann 6. september.

Ísrael

Leysa þarf palestínskan lækni úr haldi

Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan þá.

Hong Kong

Lýðræðissinni í fangelsi fyrir friðsamleg mótmæli

Owen Chow Ka-shing er ungur aðgerðasinni sem hefur beitt sér fyrir lýðræði í Hong Kong. Hann var virkur þátttakandi í mótmælahreyfingu sem kennd var við regnhlífar árið 2014 og í mótmælum gegn frumvarpi um framsal frá Hong Kong til Kína árið 2019. Chow er í fangelsi fyrir að nýta tjáningar- og fundafrelsið með friðsamlegum hætti. Hann afplánar nú 12 ára og 10 mánaða dóm.

Fílabeinsströndin

Upplýsingafulltrúi stéttarfélags fær tveggja ára fangelsisdóm

Hettuklæddir menn handtóku Ghislain Duggary Assy, upplýsingafulltrúa stéttarfélags kennara, í kjölfar þess að bandalag stéttarfélaga kennara blés til verkfalls á Fílabeinsströndinni. Ghislain fékk tveggja ára fangelsisdóm. Skrifaðu undir ákall um að Ghislain Duggary Assy verði leystur úr haldi, tafarlaust og án skilyrða.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð fanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.