Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Rais­souni var hand­tekin af marokkósku lögregl­unni 31. ágúst síðast­liðinn grunuð um að hafa gengist undir þung­un­arrof, þrátt fyrir að engar sann­anir liggi fyrir. Hún var hand­tekin fyrir utan læknamið­stöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfs­mönnum læknamið­stöðv­ar­innar. Öll fimm eru enn í haldi.

Saad Sahli, lögræð­ingur Hajar, segir engar sann­anir vera í lækna­skýrslum sem bendi til þess að hún hafi gengist undir þung­un­arrof þennan dag. Hajar er ákærð fyrir að hafa gengist undir slíka aðgerð og unnusti hennar er ákærður fyrir spill­ingu og aðild að þung­un­ar­rofi. Lækn­irinn hennar er ákærður fyrir að fram­kvæma reglu­lega þung­un­arrof og starfs­fólk læknamið­stöðv­ar­innar fyrir aðild  að fram­kvæmd slíkra aðgerða. Öll fimm gætu átt yfir höfði sér eins árs fang­elsis­vist. Rétt­ar­höld hófust þann 16. sept­ember, daginn sem Hajar og unnusti hennar höfðu ráðgert að ganga í það heilaga.

Fjöl­miðla­fólk og mann­rétt­inda­sinnar eiga undir högg að sækja í Marokkó og eru reglu­lega fang­elsuð fyrir að tjá skoð­anir sínar á frið­saman hátt. Þann 4. sept­ember sendi Hajar Rais­souni bréf til dagblaðsins Akhbar al-Yaoum þar sem hún starfar. Þar segir hún frá því að hún hafi verið yfir­heyrð um póli­tísk skrif sín fyrir blaðið, spurð út í samstarfs­fólk sitt á blaðinu og fjöl­skyldu­með­limi sína. Þessar upplýs­ingar ýta stoðum undir að hand­taka hennar sé af póli­tískum toga og tengist störfum hennar í blaða­mennsku.

Samkvæmt lögum í Marokkó er kynlíf utan hjóna­bands glæp­sam­legt athæfi. Þung­un­arrof er einnig glæpur undir öllum kring­um­stæðum nema ef heilsu móður er ógnað og samþykki maka er til staðar. Hins vegar kveða alþjóðalög  á um að konur hafi sjálfs­for­ræði yfir eigin líkama og frelsi til ákvörð­un­ar­töku er varða kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi. Það er kynjam­is­rétti að glæpa­væða heil­brigð­is­þjón­ustu sem einungis konur þurfa á að halda, líkt og þung­un­arrof.

Þetta mál er mikilvæg áminning  um nauðsyn þess að fella úr gildi marokkósk lög sem refsa fyrir kynlíf utan hjóna­bands og þung­un­arrof. Þessi ákvæði í lögunum eru brot á rétt­indum kvenna, rétt­inum til sjálfs­for­ræðis yfir eigin líkama og eigin lífi, frelsi undan mismunun, þvingun og vald­beit­ingu og rétt­inum til að njóta bestu fáan­legu kyn- og frjó­sem­is­heilsu.

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að Hajar Rais­souni, unnusti hennar, læknir og starfs­fólk læknamið­stöðv­ar­innar verði leyst úr haldi án tafar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.

Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barnsaldri þrátt fyrir að það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum lögum og mjög alvarlegt brot á mannréttindum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu hefur Íran ítrekað framkvæmt þessar ólöglegu aftökur á ungmennum í leyni, án vitneskju fjölskyldna eða lögfræðinga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty International ekki tækifæri til að upplýsa heiminn um voðaverkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.