Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Rais­souni var hand­tekin af marokkósku lögregl­unni 31. ágúst síðast­liðinn grunuð um að hafa gengist undir þung­un­arrof, þrátt fyrir að engar sann­anir liggi fyrir. Hún var hand­tekin fyrir utan læknamið­stöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfs­mönnum læknamið­stöðv­ar­innar. Öll fimm eru enn í haldi.

Góð frétt: Hún ásamt hinum sem voru hand­tekin voru leyst úr haldi 16. október. Mál hennar vakti athygli mann­rétt­inda­sam­taka innan­lands sem og utan. Þrýst­ingur Amnesty Internati­onal átti þátt í lausn hennar og ýtti undir umræðu um rétt­indi kvenna og tján­ing­ar­frelsi í Marokkó.

Saad Sahli, lögræð­ingur Hajar, segir engar sann­anir vera í lækna­skýrslum sem bendi til þess að hún hafi gengist undir þung­un­arrof þennan dag. Hajar er ákærð fyrir að hafa gengist undir slíka aðgerð og unnusti hennar er ákærður fyrir spill­ingu og aðild að þung­un­ar­rofi. Lækn­irinn hennar er ákærður fyrir að fram­kvæma reglu­lega þung­un­arrof og starfs­fólk læknamið­stöðv­ar­innar fyrir aðild  að fram­kvæmd slíkra aðgerða. Öll fimm gætu átt yfir höfði sér eins árs fang­elsis­vist. Rétt­ar­höld hófust þann 16. sept­ember, daginn sem Hajar og unnusti hennar höfðu ráðgert að ganga í það heilaga.

Fjöl­miðla­fólk og mann­rétt­inda­sinnar eiga undir högg að sækja í Marokkó og eru reglu­lega fang­elsuð fyrir að tjá skoð­anir sínar á frið­saman hátt. Þann 4. sept­ember sendi Hajar Rais­souni bréf til dagblaðsins Akhbar al-Yaoum þar sem hún starfar. Þar segir hún frá því að hún hafi verið yfir­heyrð um póli­tísk skrif sín fyrir blaðið, spurð út í samstarfs­fólk sitt á blaðinu og fjöl­skyldu­með­limi sína. Þessar upplýs­ingar ýta stoðum undir að hand­taka hennar sé af póli­tískum toga og tengist störfum hennar í blaða­mennsku.

Samkvæmt lögum í Marokkó er kynlíf utan hjóna­bands glæp­sam­legt athæfi. Þung­un­arrof er einnig glæpur undir öllum kring­um­stæðum nema ef heilsu móður er ógnað og samþykki maka er til staðar. Hins vegar kveða alþjóðalög  á um að konur hafi sjálfs­for­ræði yfir eigin líkama og frelsi til ákvörð­un­ar­töku er varða kyn- og frjó­sem­is­rétt­indi. Það er kynjam­is­rétti að glæpa­væða heil­brigð­is­þjón­ustu sem einungis konur þurfa á að halda, líkt og þung­un­arrof.

Þetta mál er mikilvæg áminning  um nauðsyn þess að fella úr gildi marokkósk lög sem refsa fyrir kynlíf utan hjóna­bands og þung­un­arrof. Þessi ákvæði í lögunum eru brot á rétt­indum kvenna, rétt­inum til sjálfs­for­ræðis yfir eigin líkama og eigin lífi, frelsi undan mismunun, þvingun og vald­beit­ingu og rétt­inum til að njóta bestu fáan­legu kyn- og frjó­sem­is­heilsu.

Skrifaðu undir ákallið núna og krefstu þess að Hajar Rais­souni, unnusti hennar, læknir og starfs­fólk læknamið­stöðv­ar­innar verði leyst úr haldi án tafar.

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.