Grikkland

Börn á flótta fái aðgang að heilbrigðisþjónustu

Síðan í júlí 2019 hefur umsækj­endum um alþjóð­lega vernd og börnum óskráðs flótta­fólks verið mein­aður aðgangur að opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu í Grikklandi. Ný lög um alþjóð­lega vernd sem kynnt voru í nóvember síðast­liðnum hafa komið einhvers konar reglu á málið en skortur á aðgerða­áætlun veldur því að líf og heilsa þúsunda barna og full­orð­inna er í hættu.

Grísk lög veita “viðkvæmum þjóð­fé­lags­hópum” eins og flótta­fólki, umsækj­endum um alþjóð­lega vernd og börnum rétt á lækna- og lyfja­þjón­ustu óháð rétt­ar­stöðu. Annað­hvort með gríska kenni­tölu (AMKA) eða í gegnum sérstakt sjúkra­kort fyrir útlend­inga (K.Y.P.A). Frá því að breyt­ingar á lögum áttu sér stað í júlí 2019 hafa erlendir ríkis­borg­arar hins­vegar ekki átt mögu­leika á að fá gríska kenni­tölu (AMKA) og aðgangur að heil­brigð­is­þjón­ustu því takmark­aður.

Ný lög um alþjóð­lega vernd frá nóvember 2019 lögðu fram mögu­leika um “tíma­bundið númer fyrir sjúkra­trygg­ingu fyrir ríkis­borgara frá þriðja landi (PAAYPA)” fyrir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Hins­vegar vantar enn aðgerða­áætlun sem hefur leitt til þess að þúsundir umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, þar á meðal næstum 50.000 einstak­lingar sem hafa komið til Grikk­lands síðan í júlí 2019, hafa ekki aðgang að lækna- og lyfja­þjón­ustu. Án grískrar kenni­tölu eiga þau einnig í erfið­leikum með að nálgast aðrar félags- og atvinnu­þjón­ustu­leiðir.

Þetta ástand setur líf og heilsu fólks í hættu og er alvar­legt brot á rétt­inum til heil­brigð­is­þjón­ustu!

Skrifaðu undir málið núna og krefstu þess að umsækj­endum um alþjóð­lega vernd, fylgd­ar­lausum börnum og börnum sem fæðast í Grikklandi en eiga foreldra sem eru óskráðir í landinu verði tryggður aðgangur að opin­berri heil­brigð­is­þjón­ustu eins og grísk lög gera ráð fyrir (4368/2016).

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.