Íran

Bresk-írönsk kona sökuð um njósnir

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er fertug bresk-írönsk kona. Hún hefur nú setið í meira en þúsund daga í írönsku fang­elsi þar sem hún afplánar dóm en hún var sakfelld fyrir njósnir vorið 2016. Írönsk stjórn­völd búa ekki yfir neinum sönn­unum sem styðja þessar ásak­anir.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe býr alla jafna í London ásamt eigin­manni sínum og ungri dóttur þeirra. Hún starfar fyrir Thomson Reuters hjálp­ar­stofn­unina og hafa störf hennar þar verið notuð gegn henni og hún sökuð um að vera „meðlimur í ólög­legum samtökum“. Eftir ósann­gjarna máls­með­ferð og rétt­ar­höld var hún dæmd í fimm ára fang­elsi.

Þann 3. apríl 2016 var Nazanin á heim­leið til London ásamt eins árs gamalli dóttur sinni Gabriellu. Þær höfðu verið í heim­sókn hjá foreldrum Nazanin sem eru búsett þar. Á flug­vell­inum í Tehran voru þær mæðgur stöðv­aðar af örygg­is­vörðum og Nazanin hand­tekin og sett í varð­hald án þess að vera upplýst um ástæður hand­tök­unnar. Gabriella dóttir hennar var færð í hendur foreldra Nazanin sem höfðu fylgt þeim á flug­völlinn. Breskt vega­bréf Gabriellu var tekið af henni en síðar skilað aftur, hún er ekki með íranskt vega­bréf.

Nazanin var ekki upplýst um ástæður hand­tök­unnar og strax sett í einangr­un­ar­vist þar sem henni var haldið svo mánuðum skipti. Hún fékk ekki að hafa samband við fjöl­skyldu sína né lögfræðing. Fjöl­skylda hennar var heldur ekki upplýst um ástæður hand­tök­unnar.

Eins og áður segir var Nazanin Zaghari-Ratcliffe dæmd í fimm ára fang­elsi eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld í sept­ember 2016 eftir að hafa verið sökuð um að vera „meðlimur í ólög­legum samtökum“. Hún fékk að tala við lögfræðing einungis þremur dögum fyrir rétt­ar­höldin.

Fjöl­skylda Nazanin hefur lýst veru­legum áhyggjum af heilsu­fari hennar í fang­elsinu en hún er í miklu andlegu uppnámi og þjáist af þung­lyndi. Í nóvember 2016 skrifaði hún sjálfs­vígs­bréf til fjöl­skyldu sinnar þar sem henni þótti óbæri­legt að lifa við þessar aðstæður og fjarri dóttur sinni.

Írönsk stjórn­völd eru sögð ítrekað neita föngum aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, þá sérstak­lega póli­tískum föngum.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er samviskufangi sem þarf að leysa úr haldi strax! Skrifaðu undir núna og þrýstu á írönsk stjórn­völd að leysa Nazanin tafar­laust úr haldi svo hún komist heim til fjöl­skyldu sinnar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barnsaldri þrátt fyrir að það sé ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum lögum og mjög alvarlegt brot á mannréttindum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu hefur Íran ítrekað framkvæmt þessar ólöglegu aftökur á ungmennum í leyni, án vitneskju fjölskyldna eða lögfræðinga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty International ekki tækifæri til að upplýsa heiminn um voðaverkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.

Marokkó

Blaðakona í haldi á fölskum forsendum

Hajar Raissouni var handtekin af marokkósku lögreglunni 31. ágúst síðastliðinn grunuð um að hafa gengist undir þungunarrof, þrátt fyrir að engar sannanir liggi fyrir. Hún var handtekin fyrir utan læknamiðstöð í Rabat ásamt unnusta sínum, lækni og tveimur starfsmönnum læknamiðstöðvarinnar. Öll fimm eru enn í haldi.

Simbabve

Lækni rænt af heimili sínu

Peter Magombeyi, læknir og forseti Félags sjúkrahúslækna í Simbabve, var rænt af heimili sínu í Harare Budiriro að næturlagi af þremur vopnuðum mönnum þann 14. september síðastliðinn. Aðilar grunaðir um að starfa fyrir leyniþjónustu Simbabve höfðu hótað honum að hann myndi hverfa sporlaust með valdi ef hann hætti ekki afskiptum sínum af verkfalli lækna.