Íran

Bresk-írönsk kona sökuð um njósnir

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er fertug bresk-írönsk kona. Hún hefur nú setið í meira en þúsund daga í írönsku fang­elsi þar sem hún afplánar dóm en hún var sakfelld fyrir njósnir vorið 2016. Írönsk stjórn­völd búa ekki yfir neinum sönn­unum sem styðja þessar ásak­anir.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe býr alla jafna í London ásamt eigin­manni sínum og ungri dóttur þeirra. Hún starfar fyrir Thomson Reuters hjálp­ar­stofn­unina og hafa störf hennar þar verið notuð gegn henni og hún sökuð um að vera „meðlimur í ólög­legum samtökum“. Eftir ósann­gjarna máls­með­ferð og rétt­ar­höld var hún dæmd í fimm ára fang­elsi.

Þann 3. apríl 2016 var Nazanin á heim­leið til London ásamt eins árs gamalli dóttur sinni Gabriellu. Þær höfðu verið í heim­sókn hjá foreldrum Nazanin sem eru búsett þar. Á flug­vell­inum í Tehran voru þær mæðgur stöðv­aðar af örygg­is­vörðum og Nazanin hand­tekin og sett í varð­hald án þess að vera upplýst um ástæður hand­tök­unnar. Gabriella dóttir hennar var færð í hendur foreldra Nazanin sem höfðu fylgt þeim á flug­völlinn. Breskt vega­bréf Gabriellu var tekið af henni en síðar skilað aftur, hún er ekki með íranskt vega­bréf.

Nazanin var ekki upplýst um ástæður hand­tök­unnar og strax sett í einangr­un­ar­vist þar sem henni var haldið svo mánuðum skipti. Hún fékk ekki að hafa samband við fjöl­skyldu sína né lögfræðing. Fjöl­skylda hennar var heldur ekki upplýst um ástæður hand­tök­unnar.

Eins og áður segir var Nazanin Zaghari-Ratcliffe dæmd í fimm ára fang­elsi eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld í sept­ember 2016 eftir að hafa verið sökuð um að vera „meðlimur í ólög­legum samtökum“. Hún fékk að tala við lögfræðing einungis þremur dögum fyrir rétt­ar­höldin.

Fjöl­skylda Nazanin hefur lýst veru­legum áhyggjum af heilsu­fari hennar í fang­elsinu en hún er í miklu andlegu uppnámi og þjáist af þung­lyndi. Í nóvember 2016 skrifaði hún sjálfs­vígs­bréf til fjöl­skyldu sinnar þar sem henni þótti óbæri­legt að lifa við þessar aðstæður og fjarri dóttur sinni.

Írönsk stjórn­völd eru sögð ítrekað neita föngum aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, þá sérstak­lega póli­tískum föngum.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er samviskufangi sem þarf að leysa úr haldi strax! Skrifaðu undir núna og þrýstu á írönsk stjórn­völd að leysa Nazanin tafar­laust úr haldi svo hún komist heim til fjöl­skyldu sinnar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Fræðimaður í varðhaldi að geðþótta

Maati Monjib, marokkóskur fræðimaður og mannréttindasinni, var handtekinn þann 29. desember 2020 á veitingastað í Rabat, höfuðborg Marokkó. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Síðan þá hefur hann verið í varðhaldi að geðþótta. Hann og fjölskylda hans hafa legið undir ásökunum um peningaþvætti og hefur rannskókn á því máli staðið yfir síðan 7. október 2020. Rannsóknin er enn ein tilraunin til að kúga Maati Monjib vegna gagnrýni hans á stjórnvöld og ötula vinnu hans í þágu tjáningarfrelsis í Marokkó. Maati Monjib er samviskufangi og verður að leysa hann úr haldi án tafar!

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.