Íran

Bresk-írönsk kona sökuð um njósnir

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er fertug bresk-írönsk kona. Hún hefur nú setið í meira en þúsund daga í írönsku fang­elsi þar sem hún afplánar dóm en hún var sakfelld fyrir njósnir vorið 2016. Írönsk stjórn­völd búa ekki yfir neinum sönn­unum sem styðja þessar ásak­anir.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe býr alla jafna í London ásamt eigin­manni sínum og ungri dóttur þeirra. Hún starfar fyrir Thomson Reuters hjálp­ar­stofn­unina og hafa störf hennar þar verið notuð gegn henni og hún sökuð um að vera „meðlimur í ólög­legum samtökum“. Eftir ósann­gjarna máls­með­ferð og rétt­ar­höld var hún dæmd í fimm ára fang­elsi.

Þann 3. apríl 2016 var Nazanin á heim­leið til London ásamt eins árs gamalli dóttur sinni Gabriellu. Þær höfðu verið í heim­sókn hjá foreldrum Nazanin sem eru búsett þar. Á flug­vell­inum í Tehran voru þær mæðgur stöðv­aðar af örygg­is­vörðum og Nazanin hand­tekin og sett í varð­hald án þess að vera upplýst um ástæður hand­tök­unnar. Gabriella dóttir hennar var færð í hendur foreldra Nazanin sem höfðu fylgt þeim á flug­völlinn. Breskt vega­bréf Gabriellu var tekið af henni en síðar skilað aftur, hún er ekki með íranskt vega­bréf.

Nazanin var ekki upplýst um ástæður hand­tök­unnar og strax sett í einangr­un­ar­vist þar sem henni var haldið svo mánuðum skipti. Hún fékk ekki að hafa samband við fjöl­skyldu sína né lögfræðing. Fjöl­skylda hennar var heldur ekki upplýst um ástæður hand­tök­unnar.

Eins og áður segir var Nazanin Zaghari-Ratcliffe dæmd í fimm ára fang­elsi eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld í sept­ember 2016 eftir að hafa verið sökuð um að vera „meðlimur í ólög­legum samtökum“. Hún fékk að tala við lögfræðing einungis þremur dögum fyrir rétt­ar­höldin.

Fjöl­skylda Nazanin hefur lýst veru­legum áhyggjum af heilsu­fari hennar í fang­elsinu en hún er í miklu andlegu uppnámi og þjáist af þung­lyndi. Í nóvember 2016 skrifaði hún sjálfs­vígs­bréf til fjöl­skyldu sinnar þar sem henni þótti óbæri­legt að lifa við þessar aðstæður og fjarri dóttur sinni.

Írönsk stjórn­völd eru sögð ítrekað neita föngum aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, þá sérstak­lega póli­tískum föngum.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er samviskufangi sem þarf að leysa úr haldi strax! Skrifaðu undir núna og þrýstu á írönsk stjórn­völd að leysa Nazanin tafar­laust úr haldi svo hún komist heim til fjöl­skyldu sinnar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Yfirvofandi aftökur

Behrouz Ehsani, 69 ára, og Mehdi Hassani, 48 ára, eiga á hættu að verða teknir af lífi eftir afar ósanngjörn réttarhöld sem stóðu yfir í aðeins fimm mínútur og var litið fram hjá ásökunum þeirra um pyndingar og aðra illa meðferð til að þvinga fram „játningu“. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að írönsk yfirvöld ógildi dauðadóma yfir Behrouz Ehsani og Mehdi Hassani og leysi þá úr haldi án tafar.

Bandaríkin

Leysið Mahmoud Khalil úr haldi

Innflytjendayfirvöld Bandaríkjanna handtóku Mahmoud Khalil ólöglega og sætir hann nú geðþóttavarðhaldi. Hann er palestínskur aðgerðasinni sem nýlega lauk námi við Columbia-háskólann. Yfirvöld hafa upplýst hann um að þau hafi „afturkallað“ dvalarleyfi hans og að brottvísunarferli sé hafið. Skrifaðu undir og krefstu þess að bandarísk yfirvöld leysi Mahmoud úr haldi, virði tjáningar- og fundafrelsi hans og tryggi réttláta málsmeðferð.

Rússland

Stríðsglæpum gegn Úkraínubúum í haldi verður að linna

Í Rússlandi eru þúsundir úkraínskra hermanna og óbreyttra borgara í haldi. Fjölskyldur stríðsfanganna fá engar upplýsingar og ná ekki sambandi við fjölskyldumeðlimi sem eru í haldi. Þær leita örvæntingafull upplýsinga um ástvini sína og fjölskyldumeðlimi. Margir fangar njóta ekki grundvallarréttinda svo sem að eiga í samskiptum við ástvini og fjölskyldur og verða fyrir ómannúðlegri meðferð eins og pyndingum, kynferðisofbeldi og er synjað um heilbrigðisþjónustu á sama tíma og heilsu þeirra hrakar. Þessi meðferð stríðsfanga telst til stríðsglæpa og glæpa gegn mannúð. Skrifaðu undir ákall um að rússnesk yfirvöld bindi enda á þessa stríðsglæpi og glæpi gegn mannúð.

Haítí

Vernd fyrir börn gegn glæpagengjum á Haítí

Síaukið ofbeldi glæpagengja á Haítí bitnar verst á haítískum börnum. Þau eru svipt öruggu rými til að leika sér og læra og eru neydd til að alast upp í umhverfi þar sem ótti og óvissa ráða ríkjum. Vegna áskorana hjá haítískum yfirvöldum og aðgerðaleysis alþjóðasamfélagsins hefur neyðin aukist og skapað vítahring ofbeldis og vanrækslu. Skrifaðu undir ákall til haítískra yfirvalda og krefstu verndar fyrir börn á Haítí.

Bandaríkin

Hætta steðjar að umsækjendum um alþjóðlega vernd í Bandaríkjunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hrinda í framkvæmd áform um brottvísanir sem beinast að milljónum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Bandarískum stjórnvöldum ber skylda samkvæmt alþjóðalögum að tryggja að lög þeirra, stefnur og verklag leiði ekki til aukinnar hættu á að brotið sé á mannréttindum innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Skrifaðu undir ákall um að Trump forseti virði mannréttindi innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlega vernd og hætti við þau áform um vísa fjölda fólks úr landi.

Íran

Hætta er á fleiri aftökum í tengslum við mótmæli

Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórn­völd ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmæl­endur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með frið­sam­legum hætti.

Ekvador

Binda þarf enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum

Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.