Íran

Bresk-írönsk kona sökuð um njósnir

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er fertug bresk-írönsk kona. Hún hefur nú setið í meira en þúsund daga í írönsku fang­elsi þar sem hún afplánar dóm en hún var sakfelld fyrir njósnir vorið 2016. Írönsk stjórn­völd búa ekki yfir neinum sönn­unum sem styðja þessar ásak­anir.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe býr alla jafna í London ásamt eigin­manni sínum og ungri dóttur þeirra. Hún starfar fyrir Thomson Reuters hjálp­ar­stofn­unina og hafa störf hennar þar verið notuð gegn henni og hún sökuð um að vera „meðlimur í ólög­legum samtökum“. Eftir ósann­gjarna máls­með­ferð og rétt­ar­höld var hún dæmd í fimm ára fang­elsi.

Þann 3. apríl 2016 var Nazanin á heim­leið til London ásamt eins árs gamalli dóttur sinni Gabriellu. Þær höfðu verið í heim­sókn hjá foreldrum Nazanin sem eru búsett þar. Á flug­vell­inum í Tehran voru þær mæðgur stöðv­aðar af örygg­is­vörðum og Nazanin hand­tekin og sett í varð­hald án þess að vera upplýst um ástæður hand­tök­unnar. Gabriella dóttir hennar var færð í hendur foreldra Nazanin sem höfðu fylgt þeim á flug­völlinn. Breskt vega­bréf Gabriellu var tekið af henni en síðar skilað aftur, hún er ekki með íranskt vega­bréf.

Nazanin var ekki upplýst um ástæður hand­tök­unnar og strax sett í einangr­un­ar­vist þar sem henni var haldið svo mánuðum skipti. Hún fékk ekki að hafa samband við fjöl­skyldu sína né lögfræðing. Fjöl­skylda hennar var heldur ekki upplýst um ástæður hand­tök­unnar.

Eins og áður segir var Nazanin Zaghari-Ratcliffe dæmd í fimm ára fang­elsi eftir ósann­gjörn rétt­ar­höld í sept­ember 2016 eftir að hafa verið sökuð um að vera „meðlimur í ólög­legum samtökum“. Hún fékk að tala við lögfræðing einungis þremur dögum fyrir rétt­ar­höldin.

Fjöl­skylda Nazanin hefur lýst veru­legum áhyggjum af heilsu­fari hennar í fang­elsinu en hún er í miklu andlegu uppnámi og þjáist af þung­lyndi. Í nóvember 2016 skrifaði hún sjálfs­vígs­bréf til fjöl­skyldu sinnar þar sem henni þótti óbæri­legt að lifa við þessar aðstæður og fjarri dóttur sinni.

Írönsk stjórn­völd eru sögð ítrekað neita föngum aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, þá sérstak­lega póli­tískum föngum.

Nazanin Zaghari-Ratcliffe er samviskufangi sem þarf að leysa úr haldi strax! Skrifaðu undir núna og þrýstu á írönsk stjórn­völd að leysa Nazanin tafar­laust úr haldi svo hún komist heim til fjöl­skyldu sinnar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Víetnam

Meðlimir sjálfstæðrar bókaútgáfu pyndaðir af lögreglu

Meðlimir bókaútgáfunnar Liberal Publishing House sem er sjálfstætt rekin bókaútgáfa og selur bækur sem stjórnvöld telja innihalda viðkvæmar upplýsingar hafa verið fangelsaðir og pyndaðir af lögreglu í borginni Ho Chi Minh í Víetnam. Frá því í október á síðasta ári hafa hundruð einstaklinga, bæði viðskiptavinir og starfsfólk, verið áreittir og ógnað af lögreglu vegna tengsla þeirra við Liberal Publishing House. Bókaútgáfan sem var stofnuð í febrúar 2019 gefur út fræðibækur um stjórnmál, stefnumál stjórnvalda og önnur samfélagsleg málefni.

Indland

Handtekin fyrir að mótmæla harðneskjulegum lögum

Aðgerðasinnarnir Meeran Haider, Shifa-Ur-Rehman og Safoora Zargar voru handtekin í apríyrir friðsöm mótmæli í febrúar gegn breytingum á lögum um ríkisborgararétt. Safoora er þunguð og komin þrjá mánuði á leið. Breytingarlögin heimila mismunun á grundvelli trúarbragða og ganga í berhögg við stjórnarskrá Indlands og alþjóðamannréttindalög.

Sri Lanka

Lögfræðingur í haldi

Hejaaz Hizbullah, þekktur lögfræðingur á Sri Lanka var handtekinn 14. apríl síðastliðinn og hefur setið í varðhaldi síðan án ákæru og aðgengis að lögfræðingi. Fjölskylda hans telur Hejaaz vera skotspón stjórnvalda vegna vinnu sinnar, ekki síst mannréttindabaráttu í þágu múslima sem eru minnihlutahópur í landinu.

Filippseyjar

Íbúar í leit að aðstoð vegna COVID-19 ákærðir

Lögregla leysti upp friðsöm mótmæli íbúa þorpsins San Roque í Quezon City á Filippseyjum með ofbeldi. Mótmælendur kröfðust aðstoðar borgaryfirvalda vegna  kórónuveirufaraldursins en allt samfélagið er í sóttkví. Tuttugu og einn mótmælandi var handtekinn og settur í varðhald í fimm daga þar til hópnum var sleppt gegn tryggingu.

Tyrkland

Ranglega fangelsaðir og í mestri hættu vegna COVID-19 verði leystir úr haldi

COVID-19 faraldurinn dreifist hratt í Tyrklandi um þessar mundir og líf þúsunda fanga og fangavarða í yfirfullum og óhreinum fangelsum eru í mikilli hættu. Nýlega greindu stjórnvöld frá fyrirhuguðum aðgerðum sínum um lagasetningu sem gæti leitt til þess að 100.000 fangar verði leystir úr haldi fyrr en áætlað var. Umræddar aðgerðir eru skref í rétta átt en ekki nóg.

Bandaríkin

Farandfólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í hættu vegna covid-19

Á sama tíma og heimurinn bregst við fordæmalausum aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar eru fullorðnir og börn, vistuð í varðhaldi á vegum innflytjendaeftirlits Bandaríkjanna í yfirfullum rýmum, í mikilli smithættu og með takmarkaðan aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstaklinga, aðallega minnihlutahópar múslima, hefur verið handtekin að geðþótta og komið fyrir í svokölluðum endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og önnur þjóðarbrot sem eiga sér sterkar trúarlegar og menningarlegar rætur.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.

Íran

Íslensk stjórnvöld beiti sér á alþjóðavettvangi

Í Íran fer ástand mannréttinda stöðugt versnandi. Stjórnvöld brjóta á rétti borgara sinna til tjáningarfrelsis, félaga- og fundafrelsis. Konur verða fyrir margvíslegri mismunun og þeim refsað fyrir að láta sjá sig opinberlega án höfuðslæðu. Baráttukonur fyrir mannréttindum eru fangelsaðar fyrir að mótmæla ástandinu með friðsömum hætti. Pyndingum og annarri illri meðferð er beitt án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar. Þá er dauðarefsingin enn lögleg í Íran, auk þess sem aftökur eru framkvæmdar án dóms og laga.