Egyptaland

Egyptaland: Fjöldi fólks sett í varðhald fyrir að segja skoðanir sínar

Egypsk yfir­völd hafa hand­tekið tugi einstak­linga í einni verstu aðför síðari tíma að tján­inga­frelsinu í landinu. Þeirra á meðal eru aðgerða­sinnar, fjöl­miðla­fólk, stjórn­mála­fólk, knatt­spyrnu­áhuga­fólk og lista­fólk.

Einstak­lingar sem gagn­rýna stjórn­völd eru ítrekað settir í varð­hald án rétt­látrar máls­með­ferðar og í kjöl­farið stimpl­aðir sem hryðju­verka­menn og glæpa­menn í fjöl­miðlum, einungis fyrir að tjá skoð­anir sínar. Aðför að tján­ing­ar­frelsi af þessari stærð­ar­gráðu hefur ekki sést í marga áratugi en hugrakkir einstak­lingar halda áfram að tjá skoð­anir sínar þrátt fyrir að eiga á hættu að verða hand­sam­aðir.

Þann 9. maí 2018 birti Amal Fathy mynd­band á Face­book þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferð­is­legri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagn­rýndi stjórn­völd fyrir að vernda ekki konur. Hún gagn­rýndi einnig stjórn­völd fyrir atlögu þeirra að mann­rétt­indum, bág kjör í landinu og lélega opin­bera þjón­ustu. Lögreglan réðst inn á heimili Amal að nóttu til þann 11. maí 2018, handtók hana og færði á lögreglu­stöð í Kaíró ásamt manni hennar, Mohamed Lofty og þriggja ára barni þeirra. Mál hennar var tekið fyrir í Bréf til bjargar lífi 2018.

Amal Fathy hefur verið leyst úr haldi en er þó á skil­orði, þökk sé þrýst­ingi frá fólki um allan heim. Það sama á við um Haytham Mohama­deen fyrr­ver­andi herferð­ar­stjóra forseta Egypta­lands og seinna tals­mann stjórn­ar­and­stöð­unnar.  Hann gagn­rýndi stjórn­völd fyrir að hafa átt við úrslit þing­kosn­inga í landinu og var hand­tekinn 27. maí 2018. Wael Abbas, bloggari sem var hand­tekinn 23. maí 2018 var einnig leystur úr haldi.

Skil­orðs­bundin lausn er ekki ásætt­anleg. Allir þessir einstak­lingar eiga á hættu að vera ákærðir. Í öðru af tveimur dóms­málum gegn Amal Fathy var hún dæmd til tveggja ára fang­elsis­vistar. Hún þarf að mæta tvisvar í viku á lögreglu­stöð, í fjórar klukku­stundir í senn og gæti verið fang­elsuð aftur hvenær sem er.

Margir eru enn í haldi og er því nauð­syn­legt að þrýsta áfram á egypsk stjórn­völd. Skrifaðu undir ákallið núna!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Palestína: Þrýstu á ísraelsk stjórnvöld að aflétta herkvínni á Gaza!

Alaa, sem er 21 árs, átti sér draum um að keppa fyrir hönd þjóðar sinnar í alþjóðlegri hjólakeppni en hann á erfitt með að sjá framtíð sína fyrir sér. Alaa hefur ekki tækifæri á að vera fulltrúi síns lands á alþjóðavettvangi vegna ástandsins á Gaza sem skerðir ferðafrelsi fólks eins og Alaa. Hann er einn af tveimur milljónum Palestínumanna sem hefur í 11 ár búið í herkví Ísraels á Gaza.

Filippseyjar

Filippseyjar: Stöðvum árásir á mannréttindasinna

Þann 22. apríl fékk mannréttindasinninn Christina Palabay textaskilaboð frá nafnlausum aðila þar sem hún var vöruð við því að hún og nokkrir aðrir sem tilheyra mannréttindasamtökunum Karapatan á Filippseyjum verði myrt á þessu ári. Nokkrum klukkustundum áður var meðlimur Karapatan, Bernadino Patigas, skotinn til bana í borginni Escalante í Negros-héraðinu í norðuhluta Filippseyja.

Sri Lanka

Sri Lanka: Aftaka þrettán fanga yfirvofandi!

Dauðarefsingu hefur ekki verið beitt á Sri Lanka í 43 ár en fréttir herma að forseti landsins Maithripala Sirisena sé að leggja drög að aftökum fanga á dauðadeild. Ekki er vitað hvort þessir einstaklingar hafi hlotið sanngjörn réttarhöld, haft aðgang að lögfræðingum eða átt kost á náðunaráfrýjun.

Danmörk

Danmörk: Kynlíf án samþykkis er nauðgun

Dönsk stjórnvöld hafa ekki sett samþykki í forgrunn við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun í hegningarlögum landsins. Lögin vísa eingöngu til ofbeldis eða hótana. Aðeins 8 lönd af 31 Evrópulandi hafa sett kröfu um samþykki við skilgreiningu á hugtakinu nauðgun og er Ísland eitt þeirra.

Bandaríkin

Bandaríkin: Fjölskyldur þurfa samkennd, ekki meira ofbeldi

Þúsundir einstaklinga frá Mið-Ameríku, fjölskyldur þar á meðal, neyðast til að flýja heimkynni sín og allt það sem er þeim kunnulegt og kært í leit að öryggi og betra lífi fyrir sig og börnin sín.