Egyptaland

Egyptaland: Fjöldi fólks sett í varðhald fyrir að segja skoðanir sínar

Egypsk yfir­völd hafa hand­tekið tugi einstak­linga í einni verstu aðför síðari tíma að tján­inga­frelsinu í landinu. Þeirra á meðal eru aðgerða­sinnar, fjöl­miðla­fólk, stjórn­mála­fólk, knatt­spyrnu­áhuga­fólk og lista­fólk.

Einstak­lingar sem gagn­rýna stjórn­völd eru ítrekað settir í varð­hald án rétt­látrar máls­með­ferðar og í kjöl­farið stimpl­aðir sem hryðju­verka­menn og glæpa­menn í fjöl­miðlum, einungis fyrir að tjá skoð­anir sínar. Aðför að tján­ing­ar­frelsi af þessari stærð­ar­gráðu hefur ekki sést í marga áratugi en hugrakkir einstak­lingar halda áfram að tjá skoð­anir sínar þrátt fyrir að eiga á hættu að verða hand­sam­aðir.

Þann 9. maí 2018 birti Amal Fathy mynd­band á Face­book þar sem hún deildi reynslu sinni af kynferð­is­legri áreitni, vakti athygli á umfangi vandans í Egyptalandi og gagn­rýndi stjórn­völd fyrir að vernda ekki konur. Hún gagn­rýndi einnig stjórn­völd fyrir atlögu þeirra að mann­rétt­indum, bág kjör í landinu og lélega opin­bera þjón­ustu. Lögreglan réðst inn á heimili Amal að nóttu til þann 11. maí 2018, handtók hana og færði á lögreglu­stöð í Kaíró ásamt manni hennar, Mohamed Lofty og þriggja ára barni þeirra. Mál hennar var tekið fyrir í Bréf til bjargar lífi 2018.

Amal Fathy hefur verið leyst úr haldi en er þó á skil­orði, þökk sé þrýst­ingi frá fólki um allan heim. Það sama á við um Haytham Mohama­deen fyrr­ver­andi herferð­ar­stjóra forseta Egypta­lands og seinna tals­mann stjórn­ar­and­stöð­unnar.  Hann gagn­rýndi stjórn­völd fyrir að hafa átt við úrslit þing­kosn­inga í landinu og var hand­tekinn 27. maí 2018. Wael Abbas, bloggari sem var hand­tekinn 23. maí 2018 var einnig leystur úr haldi.

Skil­orðs­bundin lausn er ekki ásætt­anleg. Allir þessir einstak­lingar eiga á hættu að vera ákærðir. Í öðru af tveimur dóms­málum gegn Amal Fathy var hún dæmd til tveggja ára fang­elsis­vistar. Hún þarf að mæta tvisvar í viku á lögreglu­stöð, í fjórar klukku­stundir í senn og gæti verið fang­elsuð aftur hvenær sem er.

Margir eru enn í haldi og er því nauð­syn­legt að þrýsta áfram á egypsk stjórn­völd. Skrifaðu undir ákallið núna!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Ísland

Ísland: Verndið mannréttindi intersex barna

Í niðurstöðum rannsóknar Amnesty International kemur fram að einstaklingar með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og fjölskyldur þeirra mæta ekki skýru mannréttindamiðuðu verklagi í íslensku heilbrigðiskerfi.