Bandaríkin

Farandfólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í hættu vegna covid-19

Á sama tíma og heim­urinn bregst við fordæma­lausum aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar eru full­orðnir og börn, vistuð í varðhaldi á vegum innflytj­enda­eft­ir­lits Banda­ríkj­anna í yfirfullum rýmum, í mikilli smit­hættu og með takmark­aðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu.  

Farand­fólk og umsækjendur um alþjóð­lega vernd í varð­haldi eru í áhættu­hópi og smit geta borist hratt í yfir­fullum varð­haldsmið­stöðvum. Stór hópur er í sérstakri áhættu á að smitast vegna aldurs eða slæms heilsu­fars. Hreinlæti í varðhaldsmiðstöðv­unum er ófull­nægj­andi, lækn­is­þjón­usta er skert og stöðv­arnar eru yfir­fullar af fólki. 

Fólk skal hafa jafnan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og öryggi. Farand­fólk og umsækjendur um alþjóð­lega vernd eiga ekki að mæta afgangi. 

Banda­rísk stjórn­völd eru ábyrg fyrir heil­brigð­is­þjónustu og öryggi þeirra sem eru í haldi á þeirra vegum og verða að gera ráðstaf­anir til að minnka áhættuna á sýkingum, veikindum og dauðs­föllum þessara hópa sem og starfsfólks varð­haldsmiðstöðvanna. Stjórn­völd verða að leysa farand­fólk og umsækjendur um alþjóð­lega vernd úr haldi án tafar! Algengt er að þessir hópar eigi fjöl­skyldur eða önnur samfé­lagsleg tengsl í Banda­ríkj­unum og geta því leitað í öruggt húsaskjól ef þeim yrði sleppt úr haldi. 

Krefstu þess að banda­rísk stjórn­völd geri ráðstaf­anir til að veita farand­fólki og umsækjendum um alþjóð­lega vernd öryggi og aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu til jafns við aðra í samfé­laginu og að þessir hópar verði leystir úr haldi án tafar!  

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.