Bandaríkin

Farandfólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd í hættu vegna covid-19

Á sama tíma og heim­urinn bregst við fordæma­lausum aðstæðum sem skapast hafa vegna kórónuveirunnar eru full­orðnir og börn, vistuð í varðhaldi á vegum innflytj­enda­eft­ir­lits Banda­ríkj­anna í yfirfullum rýmum, í mikilli smit­hættu og með takmark­aðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu.  

Farand­fólk og umsækjendur um alþjóð­lega vernd í varð­haldi eru í áhættu­hópi og smit geta borist hratt í yfir­fullum varð­haldsmið­stöðvum. Stór hópur er í sérstakri áhættu á að smitast vegna aldurs eða slæms heilsu­fars. Hreinlæti í varðhaldsmiðstöðv­unum er ófull­nægj­andi, lækn­is­þjón­usta er skert og stöðv­arnar eru yfir­fullar af fólki. 

Fólk skal hafa jafnan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu og öryggi. Farand­fólk og umsækjendur um alþjóð­lega vernd eiga ekki að mæta afgangi. 

Banda­rísk stjórn­völd eru ábyrg fyrir heil­brigð­is­þjónustu og öryggi þeirra sem eru í haldi á þeirra vegum og verða að gera ráðstaf­anir til að minnka áhættuna á sýkingum, veikindum og dauðs­föllum þessara hópa sem og starfsfólks varð­haldsmiðstöðvanna. Stjórn­völd verða að leysa farand­fólk og umsækjendur um alþjóð­lega vernd úr haldi án tafar! Algengt er að þessir hópar eigi fjöl­skyldur eða önnur samfé­lagsleg tengsl í Banda­ríkj­unum og geta því leitað í öruggt húsaskjól ef þeim yrði sleppt úr haldi. 

Krefstu þess að banda­rísk stjórn­völd geri ráðstaf­anir til að veita farand­fólki og umsækjendum um alþjóð­lega vernd öryggi og aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu til jafns við aðra í samfé­laginu og að þessir hópar verði leystir úr haldi án tafar!  

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.