Kína

Fjöldahandtökur í Xinjiang

Í Xinjiang, sem er kínverskt sjálf­stjórn­ar­hérað Úígúra, eru að minnsta kosti 120 einstak­lingar úr múslímskum minni­hluta­hópum í fang­elsi án rétt­látrar máls­með­ferðar eða í fanga­búðum. Mál þessara einstak­linga eru hluti af herferð Amnesty Internati­onal þar sem kallað er eftir lausn fanga í Xinjiang héraði.

Mál þessara 120 einstak­linga eru þó aðeins hluti þeirra sem hafa verið teknir fanga í héraðinu síðan 2017. Amnesty Internati­onal áætlar að jafnvel meira en ein milljón manns hafi verið í haldi yfir­valda síðan þá.

Kínversk yfir­völd hafa að yfir­lögðu ráði herjað á múslímska minni­hluta­hópa í Xinjiang sem hafa sætt fjölda­hand­tökum, pynd­ingum og illri meðferð.

Kínversk yfir­völd verða að leysa úr haldi fólk sem fært hefur verið af geðþótta­ástæðum í fang­elsi og fanga­búðir í Xinjiang-héraði.

Skrifaðu undir og krefstu þess að kínversk stjórn­völd leysi þennan hóp fólks í Xinjiang-héraði úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.