Kína

Fjöldahandtökur í Xinjiang

Í Xinjiang, sem er kínverskt sjálf­stjórn­ar­hérað Úígúra, eru að minnsta kosti 120 einstak­lingar úr múslímskum minni­hluta­hópum í fang­elsi án rétt­látrar máls­með­ferðar eða í fanga­búðum. Mál þessara einstak­linga eru hluti af herferð Amnesty Internati­onal þar sem kallað er eftir lausn fanga í Xinjiang héraði.

Mál þessara 120 einstak­linga eru þó aðeins hluti þeirra sem hafa verið teknir fanga í héraðinu síðan 2017. Amnesty Internati­onal áætlar að jafnvel meira en ein milljón manns hafi verið í haldi yfir­valda síðan þá.

Kínversk yfir­völd hafa að yfir­lögðu ráði herjað á múslímska minni­hluta­hópa í Xinjiang sem hafa sætt fjölda­hand­tökum, pynd­ingum og illri meðferð.

Kínversk yfir­völd verða að leysa úr haldi fólk sem fært hefur verið af geðþótta­ástæðum í fang­elsi og fanga­búðir í Xinjiang-héraði.

Skrifaðu undir og krefstu þess að kínversk stjórn­völd leysi þennan hóp fólks í Xinjiang-héraði úr haldi.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.