Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáver­andi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstak­lingar hafa látið lífið í mótmæl­unum af völdum lögregl­unnar og her landsins vegna óhóf­legrar vald­beit­ingar. Þann 9. janúar síðast­liðinn létu 18 einstak­lingar lífið í mótmælum í borg­inni Juliaca í Perú.  

Á síðustu árum hefur Perú upplifað langvar­andi pólí­tíska krísu sem náði hámarki  þegar Castillo reyndi að leysa upp þing landsins og var hand­tekinn í kjöl­farið. Dina Bolu­arte, vara­for­seti, var svarin í embætti forseta stuttu eftir það.
Amnesty Internati­onal lýsir yfir áhyggjum af ofbeldinu sem mótmæl­endur hafa verið beittir og krefst rétt­lætis fyrir fjöl­skyldur hinna látnu. 

Skrifaðu undir og krefstu þess að óhóf­legri vald­beit­ingu gegn mótmæl­endum verði hætt án tafar og að mann­rétt­inda­brot í tengslum við mótmælin verði rann­sökuð. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.