Íran

Flest börn tekin af lífi í Íran

Geturðu ímyndað þér að vakna á hverjum morgni í óvissu um það hvort dagurinn í dag verði sá síðasti eða hvort þú fáir að sjá fjöl­skylduna þína aftur?

Því miður er það raun­veru­leiki um 90 barna og ungmenna á dauða­deild í Íran. Íran er það land sem fram­kvæmir flestar aftökur á börnum í heim­inum og samkvæmt heim­ildum eru 21 barn í bráðri hættu á að vera tekið af lífi.

Á síðustu þremur árum hefur Íran fjölgað aftökum á börnum og ungmennum sem framið höfðu glæpi á barns­aldri þrátt fyrir að það sé ólög­legt samkvæmt alþjóð­legum lögum og mjög alvar­legt brot á mann­rétt­indum. Til þess að koma í veg fyrir viðbrögð frá alþjóða­sam­fé­laginu hefur Íran ítrekað fram­kvæmt þessar ólög­legu aftökur á ungmennum í leyni, án vitn­eskju fjöl­skyldna eða lögfræð­inga þeirra. Með þeim hætti fá samtök eins og Amnesty Internati­onal ekki tæki­færi til að upplýsa heiminn um voða­verkin og hvetja fólk eins og þig til aðgerða.

Af þeim sökum biðjum við þig að skrifa undir þetta ákall strax og þrýsta þannig á írönsk stjórn­völd að stöðva aftökur á börnum sem fyrsta skref í áttina að því að afnema dauðarefs­ingu.

Á árunum 1990 til 2018 hafa 97 ungmenni, sem voru undir 18 ára aldri þegar þau frömdu glæp, verið tekin af lífi í Íran. Samkvæmt lands­lögum og sem aðili að Barna­sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna og alþjóða­samn­ingi um borg­araleg og stjórn­málaleg rétt­indi ber íranska ríkinu lagaleg skylda til að tryggja að börn sem fremja glæp séu aldrei dæmd tildauð­refs­inga eða í lífs­tíð­ar­fang­elsi.

Börn og ungmenni eru að meðal­tali í sjö ár á dauða­deild áður en þau eru færð úr klefum sínum til heng­ingar. Biðin er hræðileg. Verður þetta síðasti dagurinn? Fá þau tæki­færi til að hitta ástvini sína aftur? Að vita ekki hvenær aftakan fer fram er óbæri­legt. Svo gerist það ítrekað að þeim er frestað, þá tekur biðin og óvissan við á ný. Dæmi eru um að aftaka hafi verið sett á dagskrá sex sinnum hjá sama einstak­lingnum og jafn oft verið frestað. Óvissan er grimm, ómann­úðleg og niður­lægj­andi meðferð sem veldur veru­legri þján­ingu og andlegum kvölum sem Amnesty Internati­onal fordæmir.

Skrifaðu undir ákallið strax og krefstu þess að æðsti ráða­maður Íran, Ali Khamenei, stöðvi aftökur á börnum undir eins!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.