Erítrea

Fyrrum ráðherra horfinn eftir útgáfu bókar

Að morgni 17. sept­ember sat fyrrum fjár­mála­ráð­herra Erítreu að snæð­ingi með syni sínum í Asmara þegar örygg­is­verðir komu á staðinn og báðu hann að koma með sér. Fjöl­skylda hans hefur ekkert heyrt í honum síðan né verið upplýst um hvar hann er.

Amnesty Internati­onal telur að hand­takan tengist útgáfu nýrrar bókar sem hann er höfundur að og ber heitið ,,Erítrea, landið mitt” (e. Eritrea Hagerey). Bókin kom út þann 11. sept­ember síðast­liðinn. Í henni hvetur Berhane Erít­r­eu­menn til frið­sam­legra mótmæla og beinast að lýðræð­is­legum breyt­ingum innan stjórn­kerf­isins. Í hljóðupp­töku á netinu sem var deilt með lands­mönnum þann 6. sept­ember sagði Berhane núver­andi forseta Erítreu bera ábyrgð á þján­ingum samlanda sinna og krafðist breyt­inga. Þá skoraði hann einnig á forsetann að mæta til kapp­ræðna í sjón­varpi. Hljóðupp­takan var birt á netinu en enginn sjálf­stæður fjöl­miðill er starf­andi í Erítreu.

Kona Berhane, Almaz Habtermariam, hefur verið í haldi án dóms síðast­liðið ár fyrir að leyfa syni þeirra hjóna að fara frá landinu án leyfis yfir­valda fyrir því. Erít­r­eu­menn sem hyggjast yfir­gefa land sitt til lengri eða skemmri tíma verða að fá tilskilin leyfi hjá yfir­völdum.

Netákalls­fé­lagar krefjast þess að yfir­völd í Erítreu upplýsi um hvar Berhane er niður­kominn og leysi hann strax úr haldi; að Berhane sé ekki pynd­aður né hljóti illa meðferð þangað til honum er sleppt úr haldi og að rétt­urinn til tján­ing­ar­frelsis sé virtur án þess að borg­arar Erítreu óttist refs­ingu stjórn­valda.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Simbabve

Hvar er Itai Dzamara?

Itai Dzamara er blaðamaður frá Simbabve og leiðtogi hóps mótmælenda sem hefur barist friðsamlega fyrir auknu lýðræði í heimalandi sínu. Itai hvarf árið 2015 í Harare. Ekkert er vitað um örlög hans.

Tyrkland

Berið virðingu fyrir ættingjum hinna horfnu

Þann 25. ágúst síðastliðinn beitti lögreglan í Istanbúl táragasi og háþrýstivatnsdælum til að leysa upp friðsamleg mótmæli. Umrædd mótmæli samanstóðu aðallega af konum sem margar hverjar eru á áttræðisaldri og þekktar sem Laugardagsmæðurnar (e. Saturday Mothers).

Japan

Stjórnvöld afnemi dauðarefsinguna

Matsumoto Kenji hefur setið á dauðadeild fyrir morð frá árinu 1993 og má vænta aftöku sinnar hvað úr hverju. Hann hefur lengi verið andlega veikur en veikindi hans má rekja til kvikasilfurseitrunar. Hann er haldinn ofsóknaræði vegna veru sinnar í dauðadeild

Mexíkó

14 ára piltur beittur grófu lögregluofbeldi

José Adrián er 16 ára gamall drengur af Maja ættum búsettur í bænum X-Can í Yucatan fylki í Mexíkó. Hann er með slæma heyrn sem veldur oft erfiðleikum í samskiptum. Þann 25. febrúar 2016, þá 14 ára gamall, var hann handtekinn af handahófi og honum misþyrmt af lögreglunni.

Erítrea

Fyrrum ráðherra horfinn eftir útgáfu bókar

Að morgni 17. september sat fyrrum fjármálaráðherra Erítreu að snæðingi með syni sínum í Asmara þegar öryggisverðir komu á staðinn og báðu hann að koma með sér. Fjölskylda hans hefur ekkert heyrt í honum síðan né verið upplýst um hvar hann er

Kongó

Leysið unga aðgerðasinna úr haldi

Fimm ungir menn eiga yfir höfði sér þriggja ára dóm fyrir að krefjast lýðræðislegra umbóta í Kongó. Fyrir hvað? Að hvetja fólk til að mótmæla og tala fyrir lýðræðislegum og áreiðanlegum kosningum sem eru aðgengilegar öllum.