Gvatemala

Gvatemala: Frelsið umhverfisverndarsinnann Bernardo Caal

Bern­ardo Caal Xol var sviptur frelsi fyrir tveimur árum síðan. Hann er rang­lega fang­els­aður vegna frið­sam­legra aðgerða hans til að vernda land­svæði í Alta Verapaz sem er í norð­ur­hluta Gvatemala.

Bern­ardo tilheyrir samfé­lagi Q’eqchi sem eru Maya-frum­byggjar í Gvatemala. Þegar til stóð að reisa tvær vatns­afls­virkj­anir við ánna Cahabón, sem er heilög í augum Maya-frum­byggja, skipu­lagði Bern­ardo friðsöm mótmæli gegn virkj­ana­fram­kvæmd­unum. Hópur mótmæl­enda gagn­rýndi þar á meðal skort á upplýs­inga­gjöf og samráð við frum­byggja sem búa á svæðinu.

Eftir mótmælin dundi rógs­her­ferð gegn Bern­ardo með niðr­andi fréttum í blöðum, sjón­varpi, á dreifi­blöðum og samfé­lags­miðlum. Fljót­lega fór fram lögreglu­rann­sókn gegn honum þar sem hann var sakaður um að hafa beitt ofbeldi í mótmæl­unum gegn virkj­ana­fram­kvæmd­unum.

Dómstóllinn í Cobán dæmdi Bern­ardo í sjö ára og fjög­urra mánaða fang­elsi þrátt fyrir skort á sönn­un­ar­gögnum.

Bern­ardo er samviskufangi með þungan órétt­mætan dóm á bakinu. Hann á ekki að vera sviptur frelsi sínu fyrir að mótmæla ágangi gegn nátt­úr­unni með frið­sömum hætti.

Skrifaðu undir og krefstu þess að ríkis­sak­sóknari grípi til viðeig­andi aðgerða til að leysa Bern­ardo úr haldi og rann­saka hverjir áttu þátt í ólög­mætri hand­töku hans.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.