Indland

Handtekin fyrir að mótmæla harðneskjulegum lögum

Aðgerða­sinn­arnir Meeran Haider, Shifa-Ur-Rehman og Safoora Zargar voru hand­tekin í apríl fyrir friðsöm mótmæli í febrúar gegn breyt­ingum á lögum um ríkis­borg­ara­rétt. Safoora er þunguð og komin þrjá mánuði á leið. Breyt­ing­ar­lögin heimila mismunun á grund­velli trúar­bragða og ganga í berhögg við stjórn­ar­skrá Indlands og alþjóða­mann­rétt­indalög.

Samkvæmt lögum um forvarnir gegn ólög­mætri starf­semi (e. Unlawful Acti­vities Prevention Act, UAPA) er yfir­völdum heimilt að halda þremenn­ing­unum án ákæru í 180 daga sem er mun lengri tími en alþjóðaleg viðmið segja til um. Vöntun á ákvæði í lögunum um vernd gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð auk áhætt­unnar á kórónu­veiru­smiti í fang­elsinu stefnir heilsu­fari og líðan þremenn­ing­anna í mikla hættu.

Frið­samir mótmæl­endur komu sér fyrir við Jaffrabad-neðanjarð­ar­lest­ar­stöðina í norð­aust­ur­hluta Nýju-Delí þann 22. febrúar 2020 til að mótmæla breyt­ingum á lögum um ríkis­borg­ara­rétt. Degi síðar hélt Kapli Mishra, leið­togi stjórn­mála­flokks hindúa Baharatiya Janata, ögrandi ræðu og skoraði á lögregluna að fjar­lægja mótmæl­endur innan þriggja daga. Stuttu eftir ræðu hans brutust út óeirðir þar sem hópur hindúa réðst á múslima á svæðinu. Minnst 50 einstak­lingar létu lífið.

Á meðan óeirð­unum stóð náðust mynd­bönd af lögreglu­mönnum berja unga múslima og neyða þá til að syngja þjóð­sönginn á meðan þeir grát­báðu lögregluna um að hætta. Einn þeirra lést af sárum sínum eftir átök við lögregluna.

Krefstu þess að lög sem glæpa­væða tján­ing­ar­frelsi verði lögð af og þremenn­ing­arnir Safoora Zargar, Meeran Haider og Shifa-Ur-Rehman, sem voru hand­tekin fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar, verði látin laus án tafar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Filippseyjar

Filippseyjar: Herjað á ritstjóra og starfsfólk netfréttamiðils

Maria Ressa, mannréttindafrömuður og aðalritstjóri netfréttamiðilisins Rappler, og Rey Santos Jr. fyrrum rannsóknarblaðamaður hjá Rappler eru fyrsta fjölmiðlafólkið á Filippseyjum sakfellt fyrir meiðyrði á netinu. Þau standa frammi fyrir allt að sex ára fangelsi. Mál þeirra byggir á grein sem Rey skrifaði árið 2012 en það var áður en lögin um netglæpi tóku gildi sem ákæran byggði á.

Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögregluofbeldis í kjölfar aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi vitnisburða er um óhóflega valdbeitingu og notkun skotvopna lögreglunnar. Viðbrögð yfirvalda er fela í sér valdbeitingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast. Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.