Indland

Handtekin fyrir að mótmæla harðneskjulegum lögum

Aðgerða­sinn­arnir Meeran Haider, Shifa-Ur-Rehman og Safoora Zargar voru hand­tekin í apríl fyrir friðsöm mótmæli í febrúar gegn breyt­ingum á lögum um ríkis­borg­ara­rétt. Safoora er þunguð og komin þrjá mánuði á leið. Breyt­ing­ar­lögin heimila mismunun á grund­velli trúar­bragða og ganga í berhögg við stjórn­ar­skrá Indlands og alþjóða­mann­rétt­indalög.

Samkvæmt lögum um forvarnir gegn ólög­mætri starf­semi (e. Unlawful Acti­vities Prevention Act, UAPA) er yfir­völdum heimilt að halda þremenn­ing­unum án ákæru í 180 daga sem er mun lengri tími en alþjóðaleg viðmið segja til um. Vöntun á ákvæði í lögunum um vernd gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð auk áhætt­unnar á kórónu­veiru­smiti í fang­elsinu stefnir heilsu­fari og líðan þremenn­ing­anna í mikla hættu.

Frið­samir mótmæl­endur komu sér fyrir við Jaffrabad-neðanjarð­ar­lest­ar­stöðina í norð­aust­ur­hluta Nýju-Delí þann 22. febrúar 2020 til að mótmæla breyt­ingum á lögum um ríkis­borg­ara­rétt. Degi síðar hélt Kapli Mishra, leið­togi stjórn­mála­flokks hindúa Baharatiya Janata, ögrandi ræðu og skoraði á lögregluna að fjar­lægja mótmæl­endur innan þriggja daga. Stuttu eftir ræðu hans brutust út óeirðir þar sem hópur hindúa réðst á múslima á svæðinu. Minnst 50 einstak­lingar létu lífið.

Á meðan óeirð­unum stóð náðust mynd­bönd af lögreglu­mönnum berja unga múslima og neyða þá til að syngja þjóð­sönginn á meðan þeir grát­báðu lögregluna um að hætta. Einn þeirra lést af sárum sínum eftir átök við lögregluna.

Krefstu þess að lög sem glæpa­væða tján­ing­ar­frelsi verði lögð af og þremenn­ing­arnir Safoora Zargar, Meeran Haider og Shifa-Ur-Rehman, sem voru hand­tekin fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar, verði látin laus án tafar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Marokkó

Marokkó: Blaðamaður áreittur af stjórnvöldum

Þann 29. júlí 2020 var blaðamaðurinn Omar Radi handtekinn og ákærður fyrir að grafa undan þjóðaröryggi og fyrir nauðgun. Marokkósk stjórnvöld hafa áreitt hann síðan skýrsla frá Amnesty International sem birt var í júní 2020 sýndi fram á að njósnað hefði verið um hann í gegnum síma hans. Omar Radi hefur verið ötull gagnrýnandi ríkisstjórnarinnar og hefur rannsakað spillingu stjórnvalda.

Hvíta-Rússland

Hvíta-Rússland: Verndum friðsama mótmælendur

Myndir og skýrslur sem varpa ljósi á ómannúðlegt lögregluofbeldi gegn friðsömum mótmælendum í Hvíta-Rússlandi, bæði á götum úti og í varðhaldi, hafa verið í fréttum um allan heim.

Venesúela

Venesúela: Fellið niður ákærur á hendur pólitísks fanga

Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku Nicmer Evans, stjórnmálafræðing, þann 13. júlí 2020 í Caracas í Venesúela. Þeir eru liðsmenn öryggissveitar hersins (DGCIM) og annarrar sérdeildar innan hersins (CICPC).

Íran

Íran: Íranskur Kúrdi á yfir höfði sér dauðadóm

Arsalan Khodkam hlaut dauðadóm fyrir „njósnir“ eftir óréttlát réttarhöld sem stóðu yfir í 30 mínútur. Dómurinn var byggður á játningu sem náð var fram með pyndingum. Hann hefur ekki fengið að velja sér lögfræðing. Dauðadómur fyrir njósnir brýtur gegn alþjóðalögum. 

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.