Indland

Handtekin fyrir að mótmæla harðneskjulegum lögum

Aðgerða­sinn­arnir Meeran Haider, Shifa-Ur-Rehman og Safoora Zargar voru hand­tekin í apríl fyrir friðsöm mótmæli í febrúar gegn breyt­ingum á lögum um ríkis­borg­ara­rétt. Safoora er þunguð og komin þrjá mánuði á leið. Breyt­ing­ar­lögin heimila mismunun á grund­velli trúar­bragða og ganga í berhögg við stjórn­ar­skrá Indlands og alþjóða­mann­rétt­indalög.

Samkvæmt lögum um forvarnir gegn ólög­mætri starf­semi (e. Unlawful Acti­vities Prevention Act, UAPA) er yfir­völdum heimilt að halda þremenn­ing­unum án ákæru í 180 daga sem er mun lengri tími en alþjóðaleg viðmið segja til um. Vöntun á ákvæði í lögunum um vernd gegn pynd­ingum og annarri illri meðferð auk áhætt­unnar á kórónu­veiru­smiti í fang­elsinu stefnir heilsu­fari og líðan þremenn­ing­anna í mikla hættu.

Frið­samir mótmæl­endur komu sér fyrir við Jaffrabad-neðanjarð­ar­lest­ar­stöðina í norð­aust­ur­hluta Nýju-Delí þann 22. febrúar 2020 til að mótmæla breyt­ingum á lögum um ríkis­borg­ara­rétt. Degi síðar hélt Kapli Mishra, leið­togi stjórn­mála­flokks hindúa Baharatiya Janata, ögrandi ræðu og skoraði á lögregluna að fjar­lægja mótmæl­endur innan þriggja daga. Stuttu eftir ræðu hans brutust út óeirðir þar sem hópur hindúa réðst á múslima á svæðinu. Minnst 50 einstak­lingar létu lífið.

Á meðan óeirð­unum stóð náðust mynd­bönd af lögreglu­mönnum berja unga múslima og neyða þá til að syngja þjóð­sönginn á meðan þeir grát­báðu lögregluna um að hætta. Einn þeirra lést af sárum sínum eftir átök við lögregluna.

Krefstu þess að lög sem glæpa­væða tján­ing­ar­frelsi verði lögð af og þremenn­ing­arnir Safoora Zargar, Meeran Haider og Shifa-Ur-Rehman, sem voru hand­tekin fyrir að nýta rétt sinn til tján­ingar, verði látin laus án tafar!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.