Hondúras
Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast.
Sjö af átta ákærðum fyrir morðið á henni voru dæmdir sekir af sakadómstól Hondúras þann 29. nóvember 2018.
Fjölskylda Bertu Cáceres og COPINH (e. Civic Council of Popular and Indigenous Organizations of Honduras) kalla áfram eftir því að allir einstaklingar sem eru viðriðnir morðið séu færðir fyrir rétt, þar með taldir þeir sem fyrirskipuðu morðið.
David Castillo, fyrrum framkvæmdastjóri fyrirtæksins DESA sem er tengt virkjanaframkvæmdum, var handtekinn vegna glæpsins 2. mars 2018 en málið er enn í biðstöðu.
David Castillo er sá eini sem er ásakaður um að hafa fyrirskipað morðið. Samkvæmt skýrslu frá GAIPE (e: International Advisory Group of Experts) gætu fleiri hafa haft vitneskju um fyrirhugað morð eða tekið þátt í skipulagningu þess.
Stjórnvöld Hondúras þurfa að rannsaka morðið með hlutlausum, óháðum og nákvæmum hætti svo að allir aðilar sem eru ábyrgir fyrir morðinu, þar með talinn skipuleggjandi glæpsins, verði færðir fyrir dóm. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.
Krefstu þess að ríkissaksóknari tryggi sannleika og réttlæti í máli Bertu Cáceres!
Tengt efni
Þín undirskrift getur bjargað mannslífi
Íran
Að minnsta kosti tíu einstaklingar í Íran eiga yfir höfði sér aftöku í kjölfar dauðadóma í tengslum við mótmæli sem kennd voru við slagorðið „Kona, líf, frelsi“. Skrifaðu undir ákall um að írönsk stjórnvöld ógildi dauðadóma yfir friðsama mótmælendur og leysi úr haldi þá mótmælendur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig með friðsamlegum hætti.
Kína
Kínverski leikstjórinn Chen Pinlin var handtekinn 5. janúar 2024 og er í haldi í Shanghai. Hann er í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið með friðsamlegum hætti.
Ekvador
Stjórnvöld í Ekvador hafa ekki framfylgt dómsúrskurði sem féll í vil níu baráttustúlkna og ungra kvenna um að binda enda á notkun gasbruna í Amazon-skóginum. Gasbrunar brjóta á réttindum íbúa nærliggjandi svæða vegna mengunar sem þeir valda. Skrifaðu undir ákall og krefstu þess að forseti Ekvador hrindi af stað áætlun um að stöðva notkun gasbruna (sérstaklega þeirra sem staðsettir eru 5 km frá byggð) í samræmi við dómsúrskurð, verndi mannréttindi íbúa sem búa í grennd við gasbruna, stuðli að réttlátum orkuskiptum þar sem dregið verður smám saman úr notkun jarðefnaeldsneytis.
Alþjóðlegt
Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.
Allt starf Amnesty International er fjármagnað og drifið áfram af einstaklingum eins og þér. Hvert framlag — hver aðgerð vegur þungt.
Styrktu & skrifaðu undir áköll með símanum
Einfalt og áhrifaríkt aðgerðanet
Vertu með í netákallinu, þar sem meðlimir fá tilkynningar í tölvupósti um alvarleg mannréttindarbrot sem krefjast tafarlausra viðbragða.
Þú ætlar að styðja og .
Skrifaðu undir og Amnesty á Íslandi sendir viðeigandi aðilum bréf í þínu nafni. Engar aðrar persónuupplýsingar en nafn þitt munu fylgja bréfinu á viðkomandi stjórnvöld.
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú skilmála Íslandsdeildar Amnesty International um undirskriftir og persónuverndarstefnu