Hondúras

Hondúras: Réttlætis krafist í morðmáli Bertu Cáceres

Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Inti­bucá í Hond­úras. Berta Cáceres var hugrökk baráttu­kona fyrir mann­rétt­indum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heima­haga sinna og nátt­úru­auð­lind­anna sem þar finnast.

Sjö af átta ákærðum fyrir morðið á henni voru dæmdir sekir af saka­dóm­stól Hond­úras þann 29. nóvember 2018.

Fjöl­skylda Bertu Cáceres og COPINH (e. Civic Council of Popular and Indig­enous Organ­izations of Honduras) kalla áfram eftir því að allir einstak­lingar sem eru viðriðnir morðið séu færðir fyrir rétt, þar með taldir þeir sem fyrir­skipuðu morðið.

David Castillo, fyrrum fram­kvæmda­stjóri fyrir­tæksins DESA sem er tengt virkj­ana­fram­kvæmdum, var hand­tekinn vegna glæpsins 2. mars 2018 en málið er enn í biðstöðu.

David Castillo er sá eini sem er ásak­aður um að hafa fyrir­skipað morðið. Samkvæmt skýrslu frá GAIPE (e: Internati­onal Advisory Group of Experts) gætu fleiri hafa haft vitn­eskju um fyrir­hugað morð eða tekið þátt í skipu­lagn­ingu þess.

Stjórn­völd Hond­úras þurfa að rann­saka morðið með hlut­lausum, óháðum og nákvæmum hætti svo að allir aðilar sem eru ábyrgir fyrir morðinu, þar með talinn skipu­leggj­andi glæpsins, verði færðir fyrir dóm. Fyrir fjöl­skyldu Bertu verður rétt­lætinu ekki full­nægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sann­leik­urinn leiddur í ljós.

Krefstu þess að ríkis­sak­sóknari tryggi sann­leika og rétt­læti í máli Bertu Cáceres!

 

Tengt efni

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.