Simbabve

Hvar er Itai Dzamara?

Itai Dzamara er blaða­maður frá Simbabve og leið­togi hóps mótmæl­enda sem hefur barist frið­sam­lega fyrir auknu lýðræði í heimalandi sínu. Itai hvarf árið 2015 í Harare en hann hefur verið skot­mark örygg­is­lög­regl­unnar, verið barinn, numinn á brott og hafður í haldi með ólög­mætum hætti.

Itai var vel þekktur gagn­rýn­andi ríkis­stjórnar fyrrum forseta Simbabve, Robert Mugabe. Hann kallaði opin­ber­lega eftir afsögn forsetans sem hann taldi hafa mistekist að stýra hrak­andi efnahag landsins.

Þann 8. mars árið 2015 var Itai staddur á rakara­stofu í Glen, Harare, þegar fimm óþekktir menn mættu á staðinn og námu hann á brott. Degi áður flutti hann ávarp á fjölda­fundi og fjallaði um hrak­andi efnahag landsins. Vitni segja mennina fimm hafa hand­járnað hann og neytt inn í hvítan vörubíl. Númera­plötur bílsins voru huldar.

Itai hafði áður verið rænt, hann hafður í haldi með ólög­mætum hætti og barinn af örygg­is­lög­regl­unni í Simbabve. Amnesty Internati­onal telur hann vera fórn­ar­lamb þvingaðs manns­hvarfs.

Simbabve býr yfir langri sögu þving­aðra manns­hvarfa aðgerða­sinna og gagn­rýn­enda stjórn­valda.

Eftir hvarf Itai lagði fjöl­skylda hans fram skýrslu til Glen Noran-lögreglu­stöðv­ar­innar. Engin raun­veruleg rann­sókn hefur átt sér stað enda hafa engar skýrslur verið lagðar fram af hálfu yfir­valda til dómstóla. Enn er ekkert vitað um örlög hans.

Fjöl­skylda Itai á skilið að fá svör. Skrifaðu undir og skoraðu á stjórn­völd í Simbabve að hefja rann­sókn á hvarfi Itai Dzamara.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Bandaríkin

Google: Kjósa hagnað í Kína í stað mannréttinda

Google hefur unnið að hinu leynilega verkefni Dragonfly en í því felst að hleypa leitarvélinni aftur af stokkunum í Kína - jafnvel þó að það feli í sér samvinnu við kínversk stjórnvöld sem ritskoða netið þar í landi og hafa virkt eftirlit með því.

Simbabve

Hvar er Itai Dzamara?

Itai Dzamara er blaðamaður frá Simbabve og leiðtogi hóps mótmælenda sem hefur barist friðsamlega fyrir auknu lýðræði í heimalandi sínu. Itai hvarf árið 2015 í Harare. Ekkert er vitað um örlög hans.