Filippseyjar

Íbúar í leit að aðstoð vegna COVID-19 ákærðir

Lögregla leysti upp friðsöm mótmæli íbúa þorpsins San Roque í Quezon City á Filipps­eyjum með ofbeldi. Mótmæl­endur kröfðust aðstoðar borg­ar­yf­ir­valda vegna  kórónu­veirufar­ald­ursins en allt samfé­lagið er í sóttkví. Tuttugu og einn mótmæl­andi var hand­tekinn og settur í varð­hald í fimm daga þar til hópnum var sleppt gegn trygg­ingu.

Þann 1. apríl komu íbúar úr San Roque þorpinu í Quezon City saman við aðal þjóð­veginn í Metro Manila eftir fréttir að hjálp­ar­gögnum yrði dreift þar. Þegar ekkert varð úr dreif­ing­unni breyttist biðin í mótmæli þar sem krafist var aðstoðar frá yfir­völdum í Quezon City.

Samkvæmt sjón­ar­vottum barði lögreglan mótmæl­endur með trékylfum og handtók þá sem neituðu að fara. Amnesty Internati­onal ræddi við einn leið­toga hópsins sem sagði að á meðal þolenda væru maður og barn hans sem voru á svæðinu í öðrum erinda­gjörðum.

Þessa fimm daga sem mótmæl­end­urnir voru í haldi var þeim meinað um samskipti við ástvini sína og aðgang að mat. Þann 6. apríl var hópurinn látinn laus eftir að hafa lagt fram trygg­ingu að upphæð rúmlega einnar milljón króna sem safnað var með frjálsum fram­lögum. Þessi 21 einstak­lingur stendur nú frammi fyrir ákæru um „ólög­mæta samkomu“, „óhlýðni við fyrir­mæli yfir­valda“, „dreif­ingu á röngum upplýs­ingum“, „ósam­vinnu­þýði í neyð­ar­ástandi í heil­brigð­is­málum“ og „hindrun aðgangs á vegum“.

Krefstu þess að lögreglan falli frá öllum ákærum á hendur 21 íbúa San Roque  og að óháð rann­sókn á vald­beit­ingu lögregl­unnar fari fram. Auk þess er krafist að öllum íbúum San Roque  verði veittur full­nægj­andi aðgangur að mat, lyfjum og að öðrum grunn­þörfum sé mætt ásamt stuðn­ingi við fram­fylgni samfé­lags­legrar sótt­kvíar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kanada

Virða þarf rétt frumbyggja í Kanada

Kanadísk yfirvöld þurfa að fella niður ákærur á hendur baráttufólki sem berst gegn framkvæmdum á gasleiðslu á landsvæði Wet’suwet’en-frumbyggja. Brotið er á rétti þeirra til að ákvarða hvernig farið er með land forfeðranna.

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.