Filippseyjar

Íbúar í leit að aðstoð vegna COVID-19 ákærðir

Lögregla leysti upp friðsöm mótmæli íbúa þorpsins San Roque í Quezon City á Filipps­eyjum með ofbeldi. Mótmæl­endur kröfðust aðstoðar borg­ar­yf­ir­valda vegna  kórónu­veirufar­ald­ursins en allt samfé­lagið er í sóttkví. Tuttugu og einn mótmæl­andi var hand­tekinn og settur í varð­hald í fimm daga þar til hópnum var sleppt gegn trygg­ingu.

Þann 1. apríl komu íbúar úr San Roque þorpinu í Quezon City saman við aðal þjóð­veginn í Metro Manila eftir fréttir að hjálp­ar­gögnum yrði dreift þar. Þegar ekkert varð úr dreif­ing­unni breyttist biðin í mótmæli þar sem krafist var aðstoðar frá yfir­völdum í Quezon City.

Samkvæmt sjón­ar­vottum barði lögreglan mótmæl­endur með trékylfum og handtók þá sem neituðu að fara. Amnesty Internati­onal ræddi við einn leið­toga hópsins sem sagði að á meðal þolenda væru maður og barn hans sem voru á svæðinu í öðrum erinda­gjörðum.

Þessa fimm daga sem mótmæl­end­urnir voru í haldi var þeim meinað um samskipti við ástvini sína og aðgang að mat. Þann 6. apríl var hópurinn látinn laus eftir að hafa lagt fram trygg­ingu að upphæð rúmlega einnar milljón króna sem safnað var með frjálsum fram­lögum. Þessi 21 einstak­lingur stendur nú frammi fyrir ákæru um „ólög­mæta samkomu“, „óhlýðni við fyrir­mæli yfir­valda“, „dreif­ingu á röngum upplýs­ingum“, „ósam­vinnu­þýði í neyð­ar­ástandi í heil­brigð­is­málum“ og „hindrun aðgangs á vegum“.

Krefstu þess að lögreglan falli frá öllum ákærum á hendur 21 íbúa San Roque  og að óháð rann­sókn á vald­beit­ingu lögregl­unnar fari fram. Auk þess er krafist að öllum íbúum San Roque  verði veittur full­nægj­andi aðgangur að mat, lyfjum og að öðrum grunn­þörfum sé mætt ásamt stuðn­ingi við fram­fylgni samfé­lags­legrar sótt­kvíar.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Íran

Íran: Dauðadómur í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Barzan Nasrollahzadeh var handtekinn þann 29. maí 2010, aðeins 17 ára gamall. Hann er súnní-múslími og Kúrdi sem er minnihlutahópur í Íran. Hann var í haldi í marga mánuði án þess að hafa aðgang að fjölskyldu sinni og var yfirheyrður án þess að lögfræðingur væri viðstaddur. Hann segist hafa verið pyndaður, meðal annars barinn, látinn hanga á hvolfi og honum gefið rafstuð. Hann var síðan neyddur til að skrifa undir yfirlýsingu sem bendlaði hann við saknæmt athæfi.

Angóla

Angóla: Réttlæti fyrir ungmenni sem létu lífið vegna lögregluofbeldis

Sjö ungmenni létu lífið frá maí til júlí 2020 vegna lögregluofbeldis í kjölfar aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirufaraldrinum. Fjöldi vitnisburða er um óhóflega valdbeitingu og notkun skotvopna lögreglunnar. Viðbrögð yfirvalda er fela í sér valdbeitingu sem getur leitt til dauða á ekki að líðast. Kilson var einn þeirra sem féll fyrir hendi lögreglu. Hann var aðeins fimmtán ára gamall.

Egyptaland

Egyptaland: Blaðakona í haldi sökuð um hryðjuverk

Esraa Abdefattah, aðgerðasinni og blaðakona, var numin af brott af óeinkennisklæddum lögreglumönnum og sætti pyndingum á ótilgreindum stað í október 2019. Síðan þá hefur hún sætt ólöglegu varðhaldi fyrir rangar sakargiftir sem tengjast hryðjuverkum. Hún var ein af fjölmörgum aðgerðasinnum sem herjað var á eftir að mótmæli brutust út þann 20. september 2019. Amnesty International skilgreinir hana sem samviskufanga.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.