Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerða­sinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indó­nesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fang­elsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru hand­teknir eingöngu fyrir að nýta tján­ing­ar­frelsið og standa fyrir frið­sælum mótmælum. Þeir eru samviskufangar sem verður að leysa úr haldi strax.

Ferry Kombo, Alex­ander Gobai, Henky Hilapok og Irwanus Urop­mabin viry hand­teknir dagana 6. til 11. sept­ember 2019 í Jayapura í Vestur-Papúa. Þeir voru sakaðir um að standa fyrir uppþoti vegna þess að nemenda­félag þeirra var eina félagið sem upplýsti lögregluna um fyrir­huguð friðsæl mótmæli. Í sama mánuði voru aðrir aðgerða­sinnar hand­teknir og hafa þegar verið dæmdir fyrir landráð.

Rétt­ar­höldin yfir aðgerða­sinn­unum sjö hófust 11. febrúar 2020. Lögfræð­ingar þeirra halda því fram að það vanti í ákær­urnar upplýs­ingar um tíma, stað­setn­ingar og hvað þeir gerðust sekir um. Þrátt fyrir það voru þeir allir fundnir sekir um landráð þann 17. júní.

Það hefur aukist að fólk í Papúa sé dæmt fyrir landráð en að minnsta kosti 44 aðgerða­sinnar hafa verið dæmdir fyrir það undan­farin ár vegna þess að þeir nýttu tján­ing­ar­frelsi sitt eða hvöttu til frið­sælla mótmæla.

Indó­nesísk stjórn­völd hafa notað lög til að sakfella tugi frið­sælla aðgerða­sinna í Papúa síðast­liðinn áratug.

Amnesty Internati­onal tekur ekki póli­tíska afstöðu er varðar sjálf­stæði ákveð­inna svæða í Indó­nesíu en samtökin styðja hins vegar réttinn til tján­ing­ar­frelsis.

Skrifaðu undir og krefstu þess  rétturinn til tján­ing­ar­frelsis  tryggður. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.