Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerða­sinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indó­nesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fang­elsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru hand­teknir eingöngu fyrir að nýta tján­ing­ar­frelsið og standa fyrir frið­sælum mótmælum. Þeir eru samviskufangar sem verður að leysa úr haldi strax.

Ferry Kombo, Alex­ander Gobai, Henky Hilapok og Irwanus Urop­mabin viry hand­teknir dagana 6. til 11. sept­ember 2019 í Jayapura í Vestur-Papúa. Þeir voru sakaðir um að standa fyrir uppþoti vegna þess að nemenda­félag þeirra var eina félagið sem upplýsti lögregluna um fyrir­huguð friðsæl mótmæli. Í sama mánuði voru aðrir aðgerða­sinnar hand­teknir og hafa þegar verið dæmdir fyrir landráð.

Rétt­ar­höldin yfir aðgerða­sinn­unum sjö hófust 11. febrúar 2020. Lögfræð­ingar þeirra halda því fram að það vanti í ákær­urnar upplýs­ingar um tíma, stað­setn­ingar og hvað þeir gerðust sekir um. Þrátt fyrir það voru þeir allir fundnir sekir um landráð þann 17. júní.

Það hefur aukist að fólk í Papúa sé dæmt fyrir landráð en að minnsta kosti 44 aðgerða­sinnar hafa verið dæmdir fyrir það undan­farin ár vegna þess að þeir nýttu tján­ing­ar­frelsi sitt eða hvöttu til frið­sælla mótmæla.

Indó­nesísk stjórn­völd hafa notað lög til að sakfella tugi frið­sælla aðgerða­sinna í Papúa síðast­liðinn áratug.

Amnesty Internati­onal tekur ekki póli­tíska afstöðu er varðar sjálf­stæði ákveð­inna svæða í Indó­nesíu en samtökin styðja hins vegar réttinn til tján­ing­ar­frelsis.

Skrifaðu undir og krefstu þess  rétturinn til tján­ing­ar­frelsis  tryggður. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.