Kamerún

Kamerún: Krefjumst lausnar friðsamra mótmælenda og aðgerðasinna

Á ensku­mæl­andi svæðum Kamerún hefur verið herjað á stuðn­ings­fólk stærsta stjórn­ar­and­stöðu­flokks landsins, mann­rétt­inda­frömuði, aðgerða­sinna og mótmæl­endur fyrir það eitt að nýta sér tján­ing­ar­frelsið og réttinn til að mótmæla frið­sam­lega. Rúmlega hundrað einstak­lingar hafa verið hand­teknir að geðþótta.

Dorg­elesse Nguessan, hársnyrtir og einstæð móðir unglings­pilts, tók þátt í sinni fyrstu kröfu­göngu í sept­ember 2020 sem fór frið­sam­lega fram. Kröfu­gangan, sem var á vegum MRC-stjórn­ar­and­stöðu­flokksins, fór fram þó að stjórn­völd hafi  bannað hana. Rúmlega 500 einstak­lingar voru hand­teknir og Dorg­elesse var á meðal þeirra. Hún var dæmd í  í fimm ára fang­elsi í desember 2021 fyrir „uppreisn“ og fyrir að „ógna þjóðarör­yggi“. 

Intifalia Oben, stuðn­ings­maður MRC-flokksins, var dæmdur í fimm ára fang­elsi í herrétti í desember 2021. Hann var hand­tekinn í sept­ember 2020 af þremur óein­kennisklæddum örygg­is­sveit­ar­mönnum eftir að hafa afgreitt sérpöntun á stutterma­bolum með póli­tískum skila­boðum sem þeir höfðu pantað hjá honum. Hann var ákærður fyrir „tilraun til bylt­ingar, uppreisnar og ófrið­sam­legrar samkomu“ og „fyrir að eiga ekki  viðeig­andi skil­ríki“.  

Penn Terence Khan, er fjög­urra barna faðir og aðstoð­ar­skóla­stjóri í fram­halds­skóla í Bambili á ensku­mæl­andi svæðum Kamerún. Hann var hand­tekinn fyrir að fylgja ákalli um snið­göngu og verk­falls­að­gerðum sem voru skipulagðar af aðgerða­sinnum, kenn­urum og lögfræð­ingum. Honum var rænt úr bíl sínum af tíu örygg­is­sveit­ar­mönnum. Hann var m.a. ákærður fyrir  fyrir „að fjár­magna hryðju­verk“ og fyrir „hlut­deild í bylt­ingu“. Hann var dæmdur í 12 ára fang­elsi. Einu sönn­un­ar­gögnin gegn honum voru stutterma­bolir með slag­orðum, þar sem m.a. annars stóð: „Við erum Kamerúnar, við erum ekki öfga­fólk“.  

Tsi Conrad, fjöl­miðla­maður og heim­ilda­gerð­ar­maður frá Bamenda (í ensku­mæl­andi hlut­anum), fjallaði um mótmæli á ensku­mæl­andi svæðum Kamerún. Hann var þekktur fyrir að deila mynd­böndum af óhóflegri vald­beit­ingu örygg­is­sveitar gegn mótmæl­endum á einkafjöl­miðli sem sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla­maður. Hann var hand­tekinn í desember 2016 þegar hann fjallaði um mótmæli þar sem örygg­is­sveitir hleyptu ítrekað skotum í átt að mótmæl­endum. Hann var dæmdur í 15 ára fang­elsi m.a. fyrir hryðju­verk,og dreifa fölskum upplýs­ingum. 

Frá árinu 2016 hafa rúmlega hundrað einstak­lingar verið hand­teknir í tengslum við mótmæli á ensku­mæl­andi svæð­unum og eru þeir enn í haldi. Að hand­taka fólk fyrir það eitt að nýta sér tján­ingar-og funda­frelsið er ólög­mætt. Fang­elsis­vist í kjölfar rétt­ar­halda án rétt­látrar máls­með­ferðar er einnig ólögmæt.  

Skrifaðu undir og krefstu þess að stjórn­völd leysi póli­tíska aðgerða­sinna, mann­rétt­inda­frömuði og frið­sama mótmæl­endur úr haldi og allar ákærur á hendur þeirra verði felldar niður.  

 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Palestína

Systur frá Gaza-svæðinu í bráðri hættu

Ekkert hefur spurst til tveggja palestínskra systra frá 6. janúar síðastliðnum eftir að Palestínska öryggisveitin neyddi þær aftur í umsjá ofbeldisfulls föður síns. Systurnar Wissam al-Tawil, 24 ára, og Fatimah al-Tawil, 20 ára, hafa þurft að þola margs konar ofbeldi af hálfu föður síns, þar með talið barsmíðar, morðhótanir og „yfirheyrslur” þar sem þeim var hótað með skotvopni. Amnesty International óskar eftir sönnunum þess efnis að Wissam og Fatimah séu á lífi og óhultar og að yfirvöld á Gaza veiti þeim umsvifalaust vernd frá öllu kynbundnu ofbeldi.

Perú

Fjöldi fólks hefur látið lífið í mótmælum

Mikil mótmæli brutust út eftir að Pedro Castillo, þáverandi forseti Perú,  reyndi að leysa upp þing landsins þann 7 . desember. Að minnsta kosti 40 einstaklingar hafa látið lífið í mótmælunum af völdum lögreglunnar og her landsins vegna óhóflegrar valdbeitingar. Þann 9. janúar síðastliðinn létu 18 einstaklingar lífið í mótmælum í borginni Juliaca í Perú.  

Færeyjar

Réttur til þungunarrofs ekki virtur

Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert 28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Færeyjar eru eina þjóðin á Norðurlöndunum þar sem konur geta ekki tekið sjálfstæða ákvörðun um þungunarrof. Færeysk þungunarrofslög eru með þeim ströngustu í Evrópu. Við krefjumst þess að færeyskar stúlkur, konur og ólétt fólk fái að njóta réttarins til þungunarrofs.