Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menn­ingu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heim­sótti son sinn, Bahram Sintash, í Banda­ríkj­unum í febrúar 2017. Sonur hans, sem er banda­rískur ríkis­borgari, telur að faðir sinn hafi verið hand­tekinn fyrir það eitt að eiga ættingja sem býr utan Kína þar sem hann frétti í sept­ember 2018 að faðir sinn hefði verið færður í svokall­aðar endur­mennt­un­ar­búðir.

Hann hefur miklar áhyggjur af föður sínum vegna aldurs og líkam­legs ástands. Amnesty Internati­onal hefur skráð fleiri tilfelli þar sem fólk frá Xianjiang hefur verið sent í endur­mennt­un­ar­búðir fyrir að eiga ættingja erlendis.

Bahram Sintash vinnur í Banda­ríkj­unum fyrir útvarps­stöðina Radio Free Asia (RFA), einn af fáum fjöl­miðlum sem fjalla óháð um ástandið í Xinjiang. Mörg dæmi eru um að skyld­menni starfs­fólks útvarps­stöðv­ar­innar hafi verið send í endur­mennt­un­ar­búðir í Kína.

Í Xinjiang eru einna flestir þjóð­ern­isminni­hluta­hópar í Kína. Meira en helm­ingur íbúa tilheyra múslimskum hópum, þar á meðal eru um 11,3 millj­ónir Úígúrar.

Í mars 2017 settu stjórn­völd reglu­gerð sem banna „öfga­hegðun“ eins og að ganga í búrku, vera með „óeðli­legt“ skegg og lesa eða birta  „öfga­fullt efni“. Áætlað er að rúmlega milljón Úígúrar og fleiri múslimskir hópar hafi verið í haldi í þessum svokölluðu endur­mennt­un­ar­búðum. Samkvæmt kínverskum stjórn­völdum er tilgangur búðanna að veita fólki valfrjálsa menntun en frásagnir einstak­linga sem hefur verið haldið þar lýsa matar­skorti, barsmíðum og einangr­un­ar­vist.

Skrifaðu undir og krefstu þess að Qurban Mamut verði látinn laus!

 

Kína: Úígúrar búsettir erlendis ofsóttir

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Rússland

Fólk fangelsað fyrir að mótmæla stríðinu í Úkraínu

Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum. Rússland verður að afnema þessi ósanngjörnu lög án tafar og leysa úr haldi öll þau sem eru fangelsuð fyrir að tjá skoðanir sínar gegn stríðinu. Sýnum fólki í Rússlandi samstöðu sem hefur þor til að mótmæla friðsamlega stríðinu gegn Úkraínu.

Kólumbía

Verndum mannréttindafrömuði í Kólumbíu

Dag hvern hætta mannréttindafrömuðir lífi sínu í þágu mannréttinda í Kólumbíu. Vernda verður rétt þeirra til að tryggt sé að kólumbískt fólk geti lifað lífi sínu frjálst undan ofbeldi. Að berjast fyrir mannréttindum í Kólumbíu er afar hættulegt og mannréttindafrömuður er myrtur um það bil annan hvern dag. Skrifaðu undir og krefstu þess að kólumbísk stjórnvöld tryggi umfangsmiklar öryggisaðgerðir og verndi alla mannréttindafrömuði.

Alþjóðlegt

TikTok þarf að gæta öryggis barna og ungs fólks

Ungir notendur lýsa TikTok sem skaðlegum og ávanabindandi miðli þar sem þeir eiga á hættu að verða háð miðlinum út af tillögum sem sérstaklega eru sniðnar að þeim. Börn og ungt fólk sem horfa á myndefni sem tengist geðheilsu á TikTok eru líklegri til að fá tillögur um að horfa á sífellt fleiri myndbönd sem fjalla um, fegra og jafnvel hvetja til þunglyndislegra hugsana, sjálfskaða og sjálfsvígs. Skrifaðu undir og krefstu þess að að TikTok banni á heimsvísu sérsniðnar auglýsingar sem beint er að ungum notendum, og sjái til þess að það sé val að hafa sérsníðaðar tillögur að myndefni á efnisveitunni í stað þess að það sé sjálfgefið.

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.