Kína

Kína: Fjögurra ára fangelsisdómur fyrir umfjöllun um kórónuveirufaraldurinn

Zhang Zhan var hand­tekin í maí 2020 og ákærð fyrir að „stofna til rifr­ilda og vand­ræða“ vegna umfjöll­unar hennar í febrúar 2020 um kórónu­veirufar­ald­urinn í Wuhan. Hún var dæmd í fjög­urra ára fang­elsi þann 28. desember 2020. Í rétt­ar­höld­unum var hún sökuð um að nota samfé­lags­miðla til að dreifa fölskum upplýs­ingum.

Zhang Zhan er fyrrum lögfræð­ingur en hún er sjálf­stæð netfrétta­kona og hefur fjallað um stjórnmál og mann­rétt­indi í Kína í gegnum ýmsa netmiðla. Í febrúar 2020, á hápunkti kórónu­veirufar­ald­ursins, fór hún til Wuhan til að fjalla um ástandið þar á miðlum eins og WeChat, Twitter og YouTube.

Zhang Zhan fór í hung­ur­verk­fall í júní til að mótmæla varð­haldi og sýna fram á sakleysi sitt. Að sögn var hún þvinguð til að fá næringu í gegnum slöngu og fjötruð allan sólar­hringinn í þrjá mánuði sem refs­ingu fyrir hung­ur­verk­fallið. Hún hætti í hung­ur­verk­fallinu 28. desember til að losna undan illri meðferð. Heilsu hennar hefur hrakað síðast­liðna mánuði.

Zhang Zhan er samviskufangi sem er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið sitt til að fjalla um kórónu­veirufar­ald­urinn.

Krefstu þess að Zhang Zhan verði tafar­laust leyst úr haldi án skil­yrða!

 

Bakgrunnur

Sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla­fólk var fyrst til að fjalla órit­skoðað um kórónu­veirufar­ald­urinn í Kína. Það er iðulega áreitt og kúgað af yfir­völdum fyrir það að dreifa upplýs­ingum án ritskoð­unar stjórn­valda.

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frels­isins í Kína má lesa hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.