Kína

Kína: Fjögurra ára fangelsisdómur fyrir umfjöllun um kórónuveirufaraldurinn

Zhang Zhan var hand­tekin í maí 2020 og ákærð fyrir að „stofna til rifr­ilda og vand­ræða“ vegna umfjöll­unar hennar í febrúar 2020 um kórónu­veirufar­ald­urinn í Wuhan. Hún var dæmd í fjög­urra ára fang­elsi þann 28. desember 2020. Í rétt­ar­höld­unum var hún sökuð um að nota samfé­lags­miðla til að dreifa fölskum upplýs­ingum.

Zhang Zhan er fyrrum lögfræð­ingur en hún er sjálf­stæð netfrétta­kona og hefur fjallað um stjórnmál og mann­rétt­indi í Kína í gegnum ýmsa netmiðla. Í febrúar 2020, á hápunkti kórónu­veirufar­ald­ursins, fór hún til Wuhan til að fjalla um ástandið þar á miðlum eins og WeChat, Twitter og YouTube.

Zhang Zhan fór í hung­ur­verk­fall í júní til að mótmæla varð­haldi og sýna fram á sakleysi sitt. Að sögn var hún þvinguð til að fá næringu í gegnum slöngu og fjötruð allan sólar­hringinn í þrjá mánuði sem refs­ingu fyrir hung­ur­verk­fallið. Hún hætti í hung­ur­verk­fallinu 28. desember til að losna undan illri meðferð. Heilsu hennar hefur hrakað síðast­liðna mánuði.

Zhang Zhan er samviskufangi sem er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið sitt til að fjalla um kórónu­veirufar­ald­urinn.

Krefstu þess að Zhang Zhan verði tafar­laust leyst úr haldi án skil­yrða!

 

Bakgrunnur

Sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla­fólk var fyrst til að fjalla órit­skoðað um kórónu­veirufar­ald­urinn í Kína. Það er iðulega áreitt og kúgað af yfir­völdum fyrir það að dreifa upplýs­ingum án ritskoð­unar stjórn­valda.

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frels­isins í Kína má lesa hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Fellið úr gildi Twitter-bann

Stjórnvöld í Nígeríu bönnuðu Twitter þann 4. júní í landinu og skipuðu netþjónustufyrirtækjum að loka fyrir Twitter. Fjölmiðlar þurftu einnig að loka Twitter-reikningum sínum. Þessar aðgerðir brjóta á tjáningarfrelsinu, fjölmiðlafrelsi og skerða aðgengi að upplýsingum. Friðsamir mótmælendur hafa mætt ofbeldisfullum aðgerðum af hálfu nígerískra yfirvalda og nú á einnig að þagga niður í röddum þeirra á netinu.

Hong Kong

Hong Kong: 64 einstaklingar ákærðir á grundvelli óljósra þjóðaröryggislaga

Þjóðaröryggislög tóku gildi þann 30. júní 2020 í Hong Kong. Skilgreiningin á „þjóðaröryggi“ er óljós í lögunum og þeim hefur verið beitt að geðþótta til að skerða tjáningar-og fundafrelsið og bæla niður alla stjórnarandstöðu. Nú þegar hafa 118 einstaklingar verið handteknir á grundvelli laganna, þar af þrír undir 18 ára aldri og 64 hafa verið ákærðir. Sumir standa frammi fyrir lífstíðarfangelsi.

Alsír

Alsír: Verjum réttinn til að mótmæla

Alsírsk stjórnvöld nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að herja á aðgerðasinna, fangelsa stjórnarandstæðinga og þagga niður í fjölmiðlum. Það verður að leysa úr haldi alla einstaklinga sem er haldið fyrir það eitt að nýta sér rétt til tjáningar og friðsamlegra mótmæla. Það verður einnig að fella niður ákærur á hendur þeim. Skrifaðu undir ákall Amnesty International til verndar tjáningarfrelsinu í Alsír og krefstu þess að alsírsk stjórnvöld stöðvi varðhöld að geðþótta á Hirak-mómælendum og leysi friðsamlega mótmælendur tafarlaust úr haldi án skilyrða.