Kína

Kína: Fjögurra ára fangelsisdómur fyrir umfjöllun um kórónuveirufaraldurinn

Zhang Zhan var hand­tekin í maí 2020 og ákærð fyrir að „stofna til rifr­ilda og vand­ræða“ vegna umfjöll­unar hennar í febrúar 2020 um kórónu­veirufar­ald­urinn í Wuhan. Hún var dæmd í fjög­urra ára fang­elsi þann 28. desember 2020. Í rétt­ar­höld­unum var hún sökuð um að nota samfé­lags­miðla til að dreifa fölskum upplýs­ingum.

Zhang Zhan er fyrrum lögfræð­ingur en hún er sjálf­stæð netfrétta­kona og hefur fjallað um stjórnmál og mann­rétt­indi í Kína í gegnum ýmsa netmiðla. Í febrúar 2020, á hápunkti kórónu­veirufar­ald­ursins, fór hún til Wuhan til að fjalla um ástandið þar á miðlum eins og WeChat, Twitter og YouTube.

Zhang Zhan fór í hung­ur­verk­fall í júní til að mótmæla varð­haldi og sýna fram á sakleysi sitt. Að sögn var hún þvinguð til að fá næringu í gegnum slöngu og fjötruð allan sólar­hringinn í þrjá mánuði sem refs­ingu fyrir hung­ur­verk­fallið. Hún hætti í hung­ur­verk­fallinu 28. desember til að losna undan illri meðferð. Heilsu hennar hefur hrakað síðast­liðna mánuði.

Zhang Zhan er samviskufangi sem er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið sitt til að fjalla um kórónu­veirufar­ald­urinn.

Krefstu þess að Zhang Zhan verði tafar­laust leyst úr haldi án skil­yrða!

 

Bakgrunnur

Sjálf­stætt starf­andi fjöl­miðla­fólk var fyrst til að fjalla órit­skoðað um kórónu­veirufar­ald­urinn í Kína. Það er iðulega áreitt og kúgað af yfir­völdum fyrir það að dreifa upplýs­ingum án ritskoð­unar stjórn­valda.

Nánar um stöðu tján­ing­ar­frels­isins í Kína má lesa hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Nígería

Nígería: Aðgerðasinnar í haldi 

Aðgerðasinnarnir Larry Emmanuel og Victor Anene Udoka mótmæltu spillingu og bágri stöðu mannréttinda í Nígeríu þann 5. apríl síðastliðinn og hafa verið í ólögmætu varðhaldi síðan. Þeir eru í haldi fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsi sitt og rétt sinn til að mótmæla með friðsömum hætti. Skrifaðu undir og krefstu þess að Larry Emmanuel og Victor Anene Udoka verði tafarlaust látnir lausir án skilyrða.

Rússland

Rússland: Frelsið Aleksei Navalny

Heilsu Aleksei Navalny fer hrakandi með hverjum degi á meðan hann er í fangelsi. Navalny hefur greint frá því að honum sé meinuð læknisaðstoð og meinaður svefn þar sem fangaverðir vekja hann á klukkutíma fresti á hverri nóttu. Rússlandi ber skylda til að virða og vernda rétt fanga til lífs og heilsu og vernda þá gegn pyndingum og annarri illri meðferð. Þrýstu á Vladimir Putin forseta Rússlands að leysa Aleksei Navalny tafarlaust úr haldi og tryggja að hann fái trausta læknisaðstoð á meðan hann er í fangelsi.

Alþjóðlegt

Amazon: Leyfið starfsfólki að ganga í stéttarfélag 

Í kórónuveirufaraldrinum hefur hagnaður netsölurisans Amazon aukist gríðarlega og forstjórinn Jeff Bezos telst nú með ríkustu mönnum heims. Á sama tíma er heilsu starfsfólks fyrirtækisins ógnað vegna óöruggra vinnuskilyrða á tímum faraldursins. Til að koma í veg fyrir að starfsfólki nýti rétt sinn til að mynda eða ganga í stéttarfélag hefur starfsfólk verið rekið eða ávítt í kjölfar kvartana út af skertum vinnuskilyrðum. Sýndu starfsfólki Amazon stuðning með undirskrift þinni.  

Bangladess

Bangladess: Gefum Róhingjum rödd

Kórónuveirufaraldurinn hefur gert aðstæður Róhingja í flóttamannabúðum Cox Bazar í Bangladess enn þungbærari. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er skert vegna tungumálaörðugleika, illrar meðferðar frá heilbrigðisstarfsfólki og ófullnægjandi aðgengi upplýsinga um þá heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða. Þrýstu á stjórnvöld í Bangladess og alþjóðasamfélagið að tryggja þátttöku Róhingja flóttafólks í ákvarðanatöku sem snýr að þeirra eigin lífi til að tryggt sé að mannréttindi þeirra séu vernduð.

Hondúras

Hondúras: Réttlætis krafist í morðmáli Bertu Cáceres

Berta Cáceres var myrt að nóttu til þann 2. mars 2016 á heimili sínu í Intibucá í Hondúras. Berta Cáceres var hugrökk baráttukona fyrir mannréttindum sem hætti lífi sínu til að verja rétt Lenca-fólksins, heimahaga sinna og náttúruauðlindanna sem þar finnast. Fyrir fjölskyldu Bertu verður réttlætinu ekki fullnægt fyrr en allir sem viðriðnir voru morðið hafa verið sóttir til saka og sannleikurinn leiddur í ljós.

Kína

Kína: Leyfið fjölskyldusameiningu Úígúra

Aðför Kína gegn minnihlutahóp Úígúra í Xinjiang-héraði hefur leitt til þess að foreldrar hafa orðið viðskila við börn sín. Með þinni undirskrift getum við komið í veg fyrir aðskilnað barna frá foreldrum sínum. Saga þessarar fjölskyldu er ekki einstök. Foreldrar sem eru í minnihlutahóp Úígúra og búsettir erlendis þurftu mörg hver að skilja eitt eða fleiri börn eftir í umsjá ættingja í Xinjiang. Sumir þessara foreldra hafa svo komist að því að börnin hafa verið flutt nauðug á ríkisrekin munaðarleysingjahæli eða heimavistarskóla í kjölfarið af handtöku ættingjanna. Krefstu þess að kínversk stjórnvöld leyfi Úígúrum búsettum erlendis að fá börnin til sín.