Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstak­linga, aðal­lega minni­hluta­hópar múslima, hefur verið hand­tekin að geðþótta og komið fyrir í svoköll­uðum endur­mennt­un­ar­búðum í Xinjiang-héraði í norð­vest­ur­hluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og aðrir múslimskir minni­hluta­hópar sem eiga sér sterkar trúar­legar og menn­ing­ar­legar rætur.

Markmið þessara svokall­aðra endur­mennt­un­ar­búða virðist vera að afmá trúar­skoð­anir og menn­ing­ar­legar rætur og þvinga í staðinn holl­ustu við kínversk stjórn­völd. Ættingjar og vinir þess fólks sem hefur verið hand­samað fá engar upplýs­ingar og vita ekki hvar ástvinum þeirra er haldið. Þessi hópur upplifir sig hvorki óhultan innan né utan Kína.

Úígúrar búsettir utan Kína þurfa að þola árásir og ofsóknir kínverskra yfir­valda. Amnesty Internati­onal hefur skráð um 400 sögur einstak­linga um ágengt eftirlit, ógnandi símtöl og jafnvel morð­hót­anir. Herjað er á fjöl­skyldu­með­limi sem búsettir eru í Kína til að þagga niður í þeim sem segja frá ástandinu erlendis.

Í júlí 2017 söfnuðu egypsk stjórn­völd saman hundruðum Úígúra, þar á meðal náms­mönnum, og fram­seldu til Kína. Óttast er að fólkinu hafi verið komið fyrir í endur­mennt­un­ar­búðum í Xinjiang-héraði.

Með því að skrifa undir ákallið áttu þátt í að mynda alþjóð­legan þrýsting á kínversk yfir­völd.

Skrifaðu undir ákallið núna! Krefstu þess að kínversk stjórn­völd hætti ofsóknum í garð Úígúra, Kasaka og annarra múslimskra minni­hluta­hópa innan sem utan Kína.

Lestu meira um málið hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Mósambík

Mósambík: Leysið flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd úr haldi

Hópur flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd hefur verið í haldi að geðþótta í Pemba, í norðausturhluta Mósambík í meira en eitt og hálft ár við hræðilegar aðstæður á lögreglustöð. Um er að ræða sextán einstaklinga frá Lýðstjórnarveldinu Kongó og Eþíópíu. Vegna kórónuveirufaraldursins er heilsa þeirra í enn frekari hættu.

Kína

Kína: 70 ára Úígúra haldið í einangrun

Ekkert hefur heyrst frá Qurban Mamut síðan í nóvember 2017. Hann er Úígúri og fyrrum ritstjóri Xianjiang Civilization, sem fjallar um menningu og sögu Úígúra í Xianjiang í Kína. Qurban Mamut heimsótti son sinn, Bahram Sintash, í Bandaríkjunum í febrúar 2017.

Indónesía

Indónesía: Sjö aðgerðasinnar handteknir fyrir mótmæli

Þann 17. júní 2020 voru sjö aðgerðasinnar frá Papúa, svæði sem tilheyrir Indónesíu, sakfelldir fyrir landráð og dæmdir í 10 – 11 mánaða fangelsi fyrir aðild þeirra í mótmælum í ágúst 2019. Þeir voru handteknir eingöngu fyrir að nýta tjáningarfrelsið og standa fyrir friðsælum mótmælum. Þeir eru samviskufangarsem verður að leysa úr haldi strax.

Ungverjaland

Ungverjaland: Verndum réttindi trans og intersex fólks

Þann 28. maí staðfesti forseti Ungverjalands ný lög sem samþykkt voru á þingi 19. maí og banna breytingu á kynskráningu. Sérstakur eftirlitsmaður um grundvallarmannréttindi í Ungverjalandi (e. Hungary’s Commissioner for Fundamental Rights) getur komið í veg fyrir að lögin verði að veruleika með því að kalla eftir endurskoðun á þeim. Ef eftirlitsmaðurinn bregst ekki við er alvarlega vegið að réttindum trans og intersex fólks og hætta á að lögin ýti undir frekari árásir og hatursglæpi gegn þessum hópum.

Bandaríkin

Bandaríkin felli niður ákærur á hendur Julian Assange

Bandarísk yfirvöld verða að fella niður allar ákærur á hendur Julian Assange sem tengjast njósnum og birtingu gagna vegna starfa hans hjá Wikileaks. Miskunnarlausar tilraunir bandarískra stjórnvalda til að hafa hendur í hári Julian Assange vegna opinberunar gagna sem innihéldu meðal annars upplýsingar um mögulega stríðsglæpi bandaríska hersins eru alvarlegar árásir gegn réttinum til tjáningarfrelsis.