Kína

Kína hætti ofsóknum gegn Úígúrum

Allt að ein milljón einstak­linga, aðal­lega minni­hluta­hópar múslima, hefur verið hand­tekin að geðþótta og komið fyrir í svoköll­uðum endur­mennt­un­ar­búðum í Xinjiang-héraði í norð­vest­ur­hluta Kína. Þeirra á meðal eru Úígúrar, Kasakar og aðrir múslimskir minni­hluta­hópar sem eiga sér sterkar trúar­legar og menn­ing­ar­legar rætur.

Markmið þessara svokall­aðra endur­mennt­un­ar­búða virðist vera að afmá trúar­skoð­anir og menn­ing­ar­legar rætur og þvinga í staðinn holl­ustu við kínversk stjórn­völd. Ættingjar og vinir þess fólks sem hefur verið hand­samað fá engar upplýs­ingar og vita ekki hvar ástvinum þeirra er haldið. Þessi hópur upplifir sig hvorki óhultan innan né utan Kína.

Úígúrar búsettir utan Kína þurfa að þola árásir og ofsóknir kínverskra yfir­valda. Amnesty Internati­onal hefur skráð um 400 sögur einstak­linga um ágengt eftirlit, ógnandi símtöl og jafnvel morð­hót­anir. Herjað er á fjöl­skyldu­með­limi sem búsettir eru í Kína til að þagga niður í þeim sem segja frá ástandinu erlendis.

Í júlí 2017 söfnuðu egypsk stjórn­völd saman hundruðum Úígúra, þar á meðal náms­mönnum, og fram­seldu til Kína. Óttast er að fólkinu hafi verið komið fyrir í endur­mennt­un­ar­búðum í Xinjiang-héraði.

Með því að skrifa undir ákallið áttu þátt í að mynda alþjóð­legan þrýsting á kínversk yfir­völd.

Skrifaðu undir ákallið núna! Krefstu þess að kínversk stjórn­völd hætti ofsóknum í garð Úígúra, Kasaka og annarra múslimskra minni­hluta­hópa innan sem utan Kína.

Lestu meira um málið hér.

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.