Kína

Kínverskur leikstjóri handtekinn fyrir heimildamynd

Kínverski leik­stjórinn Chen Pinlin var hand­tekinn 5. janúar 2024 og er í haldi í Shanghai. Hann er í haldi fyrir það eitt að nýta tján­ing­ar­frelsið með frið­sam­legum hætti. 

Chen Pinlin er leik­stjóri heim­ilda­mynd­ar­innar „Urumqi Middle Road“ sem sýnir frá útbreiddum mótmælum „hreyf­ingar hvítu blað­anna“, sem voru frið­samleg mótmæli gegn þriggja ára útgöngu­banni  í tengslum við kórónu­veirufar­ald­urinn og harðri ritskoðun og eftir­liti í Kína. Chen setti heim­ilda­myndina á netið í nóvember 2023, ári eftir að „hreyfing hvítu blað­anna“ varð til. Hreyf­ingin mynd­aðist í kjölfar þess að háskóla­nem­endur héldu á hvítu blöðum til að mótmæla útgöngu­banni sem var talið hafa leitt til dauða tíu einstak­linga í bruna í Urumqi í Kína.  

Chen Pinlin er ákærður fyrir að „ýta undir deilur og vand­ræði“ og á yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. Amnesty Internati­onal hefur stað­fest eitt annað tilfelli í tengslum við „hreyf­ingu hvítu blað­anna“ en telur að enn fleiri einstak­lingar hafi verið hand­teknir en erfitt hefur reynst að  stað­festa fjölda þeirra. 

Amnesty Internati­onal hefur skráð fjölda mála í Kína þar sem einstak­lingar eru í haldi fyrir sömu ákærur og Chen Pinlin sem tengjast oft starfi þeirri í þágu tján­ing­ar­frelsis og mann­rétt­inda. Margir þeirra hafa sætt pynd­ingum og annarri illri meðferð. Fjöl­skylda Chen Pinlin hefur einnig verið áreitt af lögreglu sem er algengt í málum sem þessum í Kína. 

Skrifaðu undir og kallaðu eftir því að kínversk yfir­völd leysi Chen Pinlin skil­yrð­is­laust úr haldi án tafar og tryggi að hann sæti ekki pynd­ingum og annarri illri meðferð á meðan hann er enn í haldi.  

Auk þess er þess krafist að hætt verði að áreita fjöl­skyldu Chen Pinlin og tryggt að einstak­lingar sem tengjast „hreyf­ingu hvítu blað­anna“ og aðrir geti tjáð sig frið­sam­lega án ótta við hand­töku, hótanir og áreitni. 

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Georgía

Leikari í fangelsi í kjölfar ósanngjarnra réttarhalda

Andro Chichinadze, 29 ára leikari frá Georgíu, var dæmdur í tveggja ára fangelsi 3. september 2025 eftir þátttöku í mótmælum í Tbilisi. Hann er vel þekktur í Georgíu og hefur hann gagnrýnt stjórnvöld opinberlega og verið virkur þátttakandi í mótmælum frá nóvember til desember 2024.