
Síerra Leóne
Ólögmæt manndráp og pyndingar
Í ágúst árið 2022 sköpuðust óeirðir í nokkrum borgum Síerra Leóne, þar á meðal í höfuðborginni Freetown. Uppþotin orsökuðust af ýmsum þáttum, þeirra á meðal óánægju með stefnu stjórnvalda og efnahagskreppu. Alls létust sex lögregluþjónar og 20 mótmælendur og sjónarvottar í borgunum Freetown, Makeni og Kamakwie. Skrifaðu undir ákall um að yfirvöld í Síerra Leóne rannsaki atburðina og tryggi réttlæti.