Tæland

Krefjumst réttlætis fyrir friðsama mótmælendur í Tælandi

Nemendur og ungt baráttu­fólk í Tælandi hefur verið í farar­broddi í fjölda­mót­mælum, sem haldin hafa verið reglu­lega frá því í júlí 2020, þar sem krafist er umbóta í landinu.

Stjórn­völd hafa sett á neyð­arlög sem banna fólki að koma saman og segja ástæðuna vera til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónu­veirufar­ald­ursins. Ungt fólk sem mótmælir og jafnvel tjáir sig á netinu hefur í auknum mæli verið hand­tekið og ákært.

Fjöldi fólks hefur verið lengi í haldi og margir einnig smitast af kórónu­veirunni í varð­haldi. Lögreglan hefur beitt óhóf­legu valdi til að leysa upp mótmæli og verður valdinu sem beitt er sífellt grófara. Nú, ári síðar, eiga hundruð von á mála­ferlum.

Krefstu þess að tælensk stjórn­völd noti ekki heims­far­ald­urinn sem afsökun til að svipta fólki mann­rétt­indum.

stöndum saman til að vernda réttinn til frið­samra mótmæla!

Þau þurfa þína hjálp!

Þín undirskrift getur bjargað mannslífi

Lýðstjórnarlýðveldið Kongó

Stöðvið þvingaða brottflutninga í Kolwezi

Að svara eftirspurn heimsins eftir kopar og kóbalti er íbúum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó dýrkeypt. Þeir eru beittir þvinguðum brottflutningum og ofbeldi ásamt því að heimili þeirra eru eyðilögð. Skrifaðu undir ákall um að Tshisekedi forseti stöðvi þvingaða brottflutninga og mannréttindabrot í grennd við kopar- og kóbaltnámur.

Venesúela

Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Í nýrri skýrslu Amnesty International fordæma samtökin kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro í Venesúela og greina frá málum níu einstaklinga sem sæta varðhaldi að geðþótta. Skrifaðu undir og krefstu tafarlausrar lausnar þeirra án skilyrða.

Gambía

Vernda þarf samfélög gegn ofveiðum í Gambíu

Fiskur er ein helsta náttúruauðlind Gambíu og sjávarútvegur spilar mikilvægt hlutverk í efnahag landsins. Ofveiðar hafa leitt til fæðuóöryggis í landinu. Skrifaðu undir og þrýstu á stjórnvöld í Gambíu að hafa eftirlit með ólöglegum og óheftum fiskveiðum og setja lög sem tryggja að fyrirtæki gæti þess að virða mannréttindi í starfsemi sinni.  

Ísrael

Stöðva þarf tæknivædda aðskilnaðarstefnu gegn Palestínubúum

Palestínubúar berjast gegn andlitsgreiningartækni sem er notuð til að takmarka grundvallarréttindi þeirra. Tækni getur bætt aðgengi að námi, heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og veitt fólki aukin tækifæri óháð uppruna þess. Ekki skal beita tækninni til að áreita og jaðarsetja Palestínubúa í þeim tilgangi að framfylgja aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Skrifaðu undir bréf til framleiðenda andlitsgreiningartæknibúnaðarins og krefstu tafarlausrar stöðvunar á framleiðslu á tæknibúnaði sem notar andlitsgreiningu og lífkenni.